12.12.2023 | 13:34
Berglind Harpa þingmaður og Berglind Harpa sveitastjórnarmaður
https://www.austurfrett.is/frettir/bryna-fyrir-innvidharadhherra-adh-setja-uppbyggingu-sudhurfjardhavegar-i-forgang:
Fjórir þingmenn sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að flýta skuli uppbyggingu Suðurfjarðavegs í samgönguáætlun. Sá vegkafli, frá Reyðarfirði til Breiðdalsvíkur, sé einn sá allra hættulegasti á þjóðvegi 1.
---
Þeir fjórir þingmenn sem hvetja Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, til að setja Suðurfjarðaveg mun framar í röðina eru þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. Tveir þeir fyrrnefndu þingmenn fyrir Norðausturkjördæmi.
Það vekur athygli að Berglind Harpa Svavarsdóttir er hér meðflutningsmaður sem þingmaður, en þess á milli er hún fyrsti varaforseti í sveitastjórn Múlaþings og horfir þaðan á slóðagang ríkisstjórnar sinnar og innviðaráðherrans, sem svíkja ítrekað heitingar um veg yfir Öxi, Fjarðarheiðagöng og áframhaldandi uppbyggingu Alþjóðaflugvallarins á Austurlandi.
Lengi hefur einnig verið beðið eftir tvíbreiðum brúm á Jökulsárnar á Fjöllum og á Breiðamerkursandi. Báðar þessar brýr hamla þungflutningum frá mið-Austurlandi.
Hugsanlega getur hún haft þau áhrif á fyrsta þingmann N-Austurkjördæmisins að hann gangi í lið með henni um að framangreind verkefni verði sett í framkvæmd.
BVW
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)