Færsluflokkur: Bloggar

Beitir Múlaþing íbúa sína skoðanakúgun?

fréttin 3.júlí 2023:

 

Í nýlegri auglýsingu Múlaþings vegna aðalskipulagsbreytingar, virðist sveitarfélagið ákveða skoðanir íbúanna með niðurlagsorðnum:

"Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni".

Framar í auglýsingunni kemur réttilega fram skv. skipulagslögum:

"Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna".


Af þessum tveim setningum virðist sem sveitarfélagið Múlaþing hafi tekið sér óumbeðið forsjárvald yfir skoðunum fólks um aðalskipulagsbreytinguna, sérstaklega þeirra sem ekki geta skilað athugasemdum vegna hagsmunaleysis.

Sveitarstjórnarfulltrúi minnihluta Þröstur Jónsson, vekur athygli á þessu í fésbókarfærslu síðastliðinn sunnudag.

Um mjög umdeilda aðalskipulagsbreytingu er að ræða vegna svo nefnds leiðarvals frá Fjarðarheiðargöngum til Egillsstaða.

Meðal annars hefur komið fram í skoðanakönnun Gallups að mikill meirihluta íbúa á svæðinu er á móti þessari aðalskipulagsbreytingu og á annað hundrað íbúa hafa mótmælt leiðarvali sveitarstjórnar skriflega. Þá hefur Skipulagsstofnun gagnrýnt leiðarvalið sem skipulagsbreytingin nær til (sjá tam. kafla 5).

Fréttin sló á þráðinn til Þrastar og spurði hann út í fésbókarfærsluna.

Þröstur segir að Leiðalvarsmálið allt vera litað af skoðanakúgun, tilraunum til þöggunar og því hefði verið þrýst í gegnum umhverfis- og skipulagsráð án nauðsynlegrar umræðu. Þetta kristallist ekki síst í auglýsingum þar sem reynt er að taka forræði yfir skoðunum íbúa.

Þröstur telur að listi Framsóknarflokks fari fram með offorsi í þessu máli, og segist hafa það á tilfinningunni að Sjálfstæðismenn sem sitja í meirihluta með Framsókn fylgdu margir hverjir Framsókn með óbragðið í munninum.

Þá segir Þröstur að meirhlutinn hefði valið svo kallaða Suðurleið sem væri skipulagslegt og umhverfislegt stórslys í sveitarfélaginu, og rýrði mjög virði Fjarðarheiðarganga sem tækifæri til kröftugrar atvinnu-uppbyggingar á svæðinu sem hefði orðið ef svo nefnd, Norðurleið hefði verið valin.

Aðspurður um kostnað við göngin segir Þröstur það rétt að um mjög dýra framkvæmd sé að ræða, og það væri ekki til framdráttar fyrir göngin að minnka þjóðhagslegt virði þeirra með röngu leiðarvali Suðurleiðar.

Þetta viti flest heimafólk sem þekkir vel til og er því andsnúið vali meirihlutans á Suðurleið, segir Þröstur að lokum.


Þrjár skattahækkanir fyrir hverja lækkun

Frá ár­inu 2007 hef­ur verið gerð 391 breyt­ing á skatt­kerf­inu. Þar er um að ræða 293 skatta­hækk­an­ir en ein­ung­is 93 lækk­an­ir. Það þýðir að fyr­ir hverja skatta­lækk­un hafa skatt­ar verið hækkaðir þris­var sinn­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Viðskiptaráðs um skatt­kerfið sem birt verður í dag. Þar kem­ur einnig fram að um­rædd­ar breyt­ing­ar hafi ekki ein­ung­is verið til að breyta gild­andi skött­um held­ur hafa nýir verið kynnt­ir til leiks og gaml­ir af­numd­ir. Á ár­un­um 2009-2013 voru alls tólf nýir skatt­ar lagðir á en aðeins einn til lækk­un­ar, það var frí­tekju­mark fjár­magn­s­tekju­skatts. Frá ára­mót­um 2022 hafa tekið gildi 46 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu en ein­ung­is sjö þeirra voru til lækk­un­ar. Það gera fimm skatta­hækk­an­ir fyr­ir hverja skatta­lækk­un.

 

„Það er áhyggju­efni að þrátt fyr­ir álíka marg­ar breyt­ing­ar til hækk­un­ar und­an­far­in tvö ár hafa lækk­an­ir verið mun færri en að jafnaði,“ seg­ir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur hjá Viðskiptaráði, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/05/31/thrjar_skattahaekkanir_fyrir_hverja_laekkun/


Sniðganga staðreynda um Seyðisfjarðargöng

012Umræða um kostnað hefur verið í gangi frá því að ákvörðun um Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði til Héraðs var tekin. Launaðir pennar hafa hamast við að láta gangagerð til Héraðs líta illa út og spilað undir átök innan Austurlands um þessa gangagerð, þó svo að það hafi verið ljóst lengi að vilji meirihluta Seyðfirðinga er að grafa göng til Héraðs. Margar staðreyndir í málinu hafa verið sniðgengnar.

Skiptar skoðanir hafa gert vart við sig vegna lagningar jarðganga til Seyðisfjarðar. Nokkrir þættir virðast þó hafa farið fram hjá sumum, sem hafa tjáð sig um framkvæmdina. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í eitt voru bættar samgöngur ein höfuðáherslan við sameiningu þeirra í sveitarfélagið Múlaþing. Allir hljóta að viðurkenna að með sameiningu er hvorki verið að stefna að lakari samgöngum né lengri leiðum í gegnum önnur sveitarfélög.

Fjarðarheiðin er í fjallgarði sem er sá hæsti á Íslandi og hefur þau áhrif að þegar veðraskil fara yfir hann þá sleppa þau allri úrkomunni úr sér á móti austri, sem veldur snjóflóðahættu ásamt skriðuhættu um alla firði. Svo er eina jökulmyndin í fjallgarðinum, er Fönn nefnist, milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Rannsóknir um gangaleið frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar hafa ekki farið fram og það mun taka allt að tíu ár að framkvæma þær rannsóknir, en um er að ræða jarðfræðirannsóknir og veðurfarsrannsóknir ásamt umhverfismati.

Gangaleið um Mjóafjörð er órannsökuð svo sem fyrr segir, en vitað er um stór snjóflóð úr Króardal sem er í fjallgarðinum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Snjóflóð úr Króardal koma fram rétt utan við bæinn Fjörð, þar sem þau hafa tekið af mannvirki í eigu Fjarðar á fyrri tíð. Skriðuföll eru algeng rétt innan við Fjörð milli bæjanna Fjarðar og Fjarðarkots (Innri-Fjarðar). Þau hafa ítrekað eyðilagt tún þessara jarða. Skriðuföll eru þekkt á Asknesi og í hlíðunum fyrir innan. Friðheimur var byggður eftir að hús tók af við hvalstöðina í Hamarsvík innst í Mjóafirði.

Fannardalur er lítt eða ekki rannsakaður hvað snjóalög, snjóflóð og skriðuföll varðar, að sögn veðurfræðings.

Nú fyrir skemmstu varð ófært vegna snjóflóðahættu frá Norðfjarðargöngum út í Neskaupstað og því ekki hægt að koma hjálparliði til Norðfjarðar nema sjóleiðina frá Seyðisfirði, eftir að brotist hafði verið yfir Fjarðarheiði. Ekki var hægt að fljúga á þyrlu vegna veðursins og Fagridalur lokaður vegna snjóflóða og skriðufalla. Hólmanes var einnig lokað vegna snjóflóða. Fram kemur í annálum að skriðuföll hafi oft eyðilagt tún og engi á prestssetrinu forna, Hólmum.

Núna í vetur stóð til að rýma Fjórðungssjúkrahús Austurlands í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu og spurningin er því: hvert átti að fara með fólkið? Allir vegir voru lokaðir þrátt fyrir jarðgöng og ekki hægt að fljúga. Jarðgöng til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði hefðu opnað leiðina að flugvellinum og tryggt leiðina að einni bestu höfn Íslands árið um kring. Auk þessa er alger nauðsyn að gera göng gegnum Austfjarðafjallgarð til Héraðs, ekki bara með ströndinni, til að efla byggð og auka öryggi íbúanna.

Vilja menn velja þann kost að leggja veg frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar með þá hættu yfirvofandi að þegar veður gerast válynd sé hvorki hægt að komast til Seyðisfjarðar né frá? Auk þess er vegurinn mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu og tenging milli samgöngumannvirkja. Með göngum til Seyðisfjarðar undir Fjarðarheiði er tryggt að hægt er að komast þangað stystu leið frá flugvellinum á Egilsstöðum og örugg sigling frá öruggri höfn á Seyðisfirði til annarra fjarða á Mið-Austurlandi. Gröfum göngin strax og tengjum þau við þá vegi sem liggja fram hjá gangamunnunum báðum megin stystu leið. Förum svo í varanlega vegagerð þegar aðalskipulagi lýkur fyrir sveitarfélagið.

Í þessu máli er mikið talað um peninga en aldrei nefnt að peningar sem aflað er á Austurlandi duga í þessa framkvæmd og meira til. Talað er um að peningarnir fari frekar til byggingar samgöngumannvirkja í Reykjavík en á Austurlandi. Samkvæmt skýrslu frá Háskólanum á Akureyri fá Austfirðingar aðeins eina krónu af hverjum fimm sem þeir afladownload í ríkissjóð. Tími til kominn að réttlæti fari að ráða í ráðstöfun fjármagns á Íslandi. Þeir fái að njóta sem afla.

Svo má benda á að leiðin til Seyðisfjarðar er einnig vegtenging Íslands við Evrópu með Norrænu inn á þjóðleið E39 í Danmörku. Með henni koma þúsundir farþega ár hvert og frakt í báðar áttir. Það hentar hins vegar ekki alltaf að nefna það. 

Björn Ármann Ólafsson
Höfundur er 4. maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi.

MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2023 bls.16


Enn eitt miðbæjarskipulagið á Egilsstöðum

Nýtt og glæsilegt miðbæjarskipulag hefur litið dagsins ljós á Egilsstöðum.  Ekki er annað að sjá að um metnaðarfulla tillögu sé að ræða.

https://www.mulathing.is/static/files/SKYRSLUR/straumur-kynning-5.-april-2022.pdf

Tvennt ber þó að hafa í huga.

1. Síðastliðin rúm fjörutíu ár hafa komið fram tillögur um miðbæjarskipulag án þess að nokkurt annað gerðist frekar en tillögur á blaði.

2. Er kynningin núna, korter fyrir kosningar, hrein tilviljun?


Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi

1. Þröstur Jónsson Rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson Afgreiðslustjóri
2. Örn Bergmann Jónsson Athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson Skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir Verslunarstjóri
6. Snorri Jónsson Verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestson Landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson Löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjámsson Warén Rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir Verslunarstjóri
13. Stefán Scheving Einarsson Verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson Framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason Rafvirkjameistari
16. Sveinn Vilberg Stefánsson Bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason Pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson Rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson Flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir Eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal Forstöðumaður áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson Garðyrkjumaður


Skiplagsvaldið og ákvarðanafælnin í Múlaþingi

Í mörg ár hefur verið beðið eftir göngum til Seyðisfjarðar og í enn fleiri ár hafa íbúar Egilsstaða haft áhyggjur af þungaflutningum um miðbæinn.  Nú hillir undir að göng verði grafin, en ekki þar sem flestir héldu að gangamuninn myndi verða Héraðsmegin, ofan við Steinholt.  Það er besta lausnin því vegurinn hefði þá tengst Seyðisfjarðavegi neðan við Lönguhlíð og í fyllingu tímans farið um Melshorn, sem var sérstakt kappsmál Vegagerðarinnar þegar Einar Þorvarðason réð þar einhverju.  Þá var Vegagerðin í stríði við hreppsnefnd Egilsstaða, en hún vildi brúna þar sem skipulag þorpsins gerði ráð fyrir brú og Vegagerðin varð að lúffa eftir að hafa tafið málið og reynt lengi að þreyta hreppsnefnd til uppgjafar í málinu.  Stjórnendur Egilsstaða voru kjörnir til að stjórna og taka ákvarðanir.  Það var í þá daga.

Nú hefur Vegagerðin tekið þá ákvörðum að gangamuninn verði við Dalhús og farið verði svokölluð suðurleið niður á Vallaveg.  Skipulagið á þeirri leið kallar á mikla sprengivinnu um fallegt útivistarsvæði og að hluta til um dýrmætt byggingaland, sem verður vinsælt vegna útsýnis og kyrrðar.  Þessu á að fórna þó önnur framsýnni leið sé fær.  Á Húsavík voru gerð 970 metra löng umdeild göng undir Húsavíkurhöfðann frá höfninni að verksmiðjunni á Bakka, eingöngu fyrir umferð vegna flutninga til og frá verksmiðjunni.  Undir Egilsstaðahálsinn mætti gera 970 metra löng göng og yrðu göngin með mestu umferðina á Austurlandi og þar af leiðandi þau arðbærustu. Ekki skemmir það fyrir þessari leið, að ásýnd Egilsstaðahálsins verður óröskuð og veglínan fer þar yfir land, sem ekki er nýtt í annað.

Vegurinn hefði sama upphafspunkt við Dalhús og mætti Vallavegi á sama stað og Vegagerðin leggur til án þess að gera holskurð í dýrmætt land.  Umferð um Fagradalsbraut mundi léttast umtalsvert og frábært, dýrmætt byggingasvæði liti dagsins ljós.

Einn hængur er á.  Sveitastjórn Múlaþings hefur á að skipa fólki sem er haldið gríðarlegri ákvarðanafælni og skammsýni á framtíðarskipulagi samfélagsins.  Auk þess er ekki annað að sjá að þessir kjörnu fulltrúar hafi afhent Vegagerðinni skipulagsvaldið og bíða núna með stimplana á lofti til að skella þeim á alla pappíra Vegagerðarinnar, svo hefja megi skemmdarverkið á landinu sem fyrst.

BVW


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband