Ritröð um bílastæðagjöld flugvalla

Sérstæð ritröð birtist á veftímaritinu austurfrett.is.  Þar var farið yfir sérkennilegt veiðileyfi ISAVIA á landsbyggðafólk, að virðist í boði ríkisstjórnar Íslands, þvert á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og almenn siðferðisleg gildi þjóðarinnar.  Svo til að réttlæta gjörninginn og til að „gæta“ sanngirnis við íbúa landsbyggðarinnar, leggur ISAVIA til að Reykjavíkurflugvöllur sé einn af þeim flugvöllum, sem lendir í skattheimtu ISAVIA.  Það er gert án þess að fram komi hvert er hlutfall borgarbúa í að greiða þennan kostnað. 

Það skal fullyrt hér, að megnið af kostnaði við bílastæðagjöldin í Reykjavík komi beint úr pyngju landsbyggðarinnar vegna þess að stór hluti þeirra, sem frá Reykjavík fara, eru að þjónusta landsbyggðina, íbúa og fyrirtæki þeirra og greiða þar af leiðandi gjald fyrir þá þjónustu og þar með talin þjónustugjöld (skatta) sem ISAVIA telur sig hafa heimild til að innheimta.

Sérkennilegt er að lesa áðurnefnda ritröð sem finna má glefsur úr hér að neðan, en má lesa í fullri lengd í austurfrett.is 

Sammerkt með umræddum höfundum greinanna er að þau eru öll í samstarfi í ríkisstjórn Íslands, en virðast ekki ná eyrum ráðamanna í ríkisstjórnargrúppunni (ríkisstjórninni).   Annað er upp á borðinu þegar kemur að þeim hluta að soga fjármagn frá Austurlandi í hringavitlaus verkefni sitjandi ráðherra.

==================

Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum

Höfundur: Ingibjörg Isaksen • Skrifað: 31. maí 2024. https://www.austurfrett.is/umraedan/bilastaedhagjoeld-a-akureyri-og-a-egilsstoedhum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa.

Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

===================

Landsbyggðarskattur í uppgangi

Höfundur: Jódís Skúladóttir • Skrifað: 12. júní 2024. https://www.austurfrett.is/umraedan/landsbyggdharskattur-i-uppgangi

Skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðist síst vera að minnka. Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu svo sem á póstflutningum og í bankarekstri. Nýjasta útspilið er svo landsbyggðaskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan.

Um flugvöllinn á Egilsstöðu fara til að mynda einstaklingar sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það hentar kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000, sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur. Nú hafa bæði þessi sveitarfélög bókað andstöðu sína við þá ómanneskjulegu ákvörðun að leggja á gjöld sem eru gróf mismunun gagnvart landsbyggðarfólki.

=====================

Frítt að leggja í fimm daga

Höfundur: Njáll Trausti Friðbertsson • Skrifað: 20.júní 2024

https://www.austurfrett.is/umraedan/fritt-adh-leggja-i-fimm-daga

Það hefur löngum þótt dýrt að fljúga innanlands og með tilkomu fyrirhugaðra bílastæðagjalda leggjast enn frekari álögur á flugfarþega í innanlandsflugi. Vandamálið sem líklega er verið að reyna að sporna við er það að bílum sé ekki lagt á flugvöllunum vikum eða mánuðum saman. Ég hef séð það persónulega þegar bílum er lagt til vetrardvalar, sem gengur auðvitað ekki upp og eðlilegt væri að yrði rukkað fyrir því það er mikilvægt að bílastæðin nýtist sem allra best fyrir flugfarþega.

Fjármálaráðherra hefur nú sagt að þessi gjaldtaka megi hefjast en beinir því til stjórnar að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn. Þetta skilningsleysi á stöðunni er í besta falli hjákátlegt enda verður ógerningur fyrir kerfið að vita hvaða bílnúmer eru komin til að fara í nauðsynlega læknisheimsókn og hver ekki. Það er ekki skynsamlegt ef farþegar þurfa að skila inn upplýsingum, t.d. læknisvottorði, og fá svo endurgreidd bílastæðagjöldin.


Þrýsta á framkvæmdir við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum

https://www.austurfrett.is/frettir/thrysta-a-framkvaemdir-vidh-nyja-bru-yfir-joekulsa-a-fjoellum

Höfundur: Albert Örn Eyþórsson • Skrifað: 04. júlí 2024.

 

Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið framkvæmdastjóra sínum að þrýsta á um að undirbúningi og framkvæmdum við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum verði fram haldið nú þegar.

Bókun þessa efnis kom upphaflega fram hjá áheyrnarfulltrúa á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings snemma í síðasta mánuði. Þar fór Hannes Karl Hilmarsson úr Miðflokknum þess á leit að ráðið samþykkti bókun um að ýtt skyldi á eftir gerð nýrrar brúar þrátt fyrir að brúin sé ekki innan marka Múlaþings.

Brúin sem um ræðir er einbreið hengibrú sem opnuð var umferð árið 1947 eða fyrir 76 árum síðan. Búið var að vinna töluvert að undirbúningi nýrrar brúar og nánast komið að útboði verksins þegar mikið krapaflóð í byrjun árs 2021 setti þær áætlanir í uppnám og þær verið á ís síðan.

Hannes Karl lét bóka að brúin sé mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi Austurlands en þungatakmarkanir hafa lengi haft áhrif á flutninga til og frá Austurlandi með tilheyrandi tekjutapi og neikvæðu kolefnisspori enda algengt að bílar með þungan farm þurfi beinlínis að sneiða hjá núverandi brú og fara krókaleiðir með farm sinn.

Undir þetta tók umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings einum rómi og hvatti bæði samtök sveitarfélaga á Austurlandi og Norðurlandi eystra til að þrýsta á um málið. Undir þetta tók stjórn samtaka sveitarfélaga á Austurlandi á fundi sínum síðar og framkvæmdastjóri þess vinnur það nú áfram með kollegum af Norðurlandi eystra.


Stefnumörkun undir hæl ISAVIA

https://www.austurfrett.is/umraedan/stefnumoerkun-undir-hael-isavia

Höfundur: Jón Jónsson • Skrifað: 28. júní 2024.

 

Nú liggur fyrir að ISAVIA innanlandsflugvellir ehf. hefur hafið gjaldtöku á bílastæðum við Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Í fyrri greinum hef ég fjallað um álitamál um lögmæti gjaldtökunnar. Aðrar hliðar málsins hafa veitt forvitnilega innsýn í hvernig hlutirnir gerast á eyrinni.

Frumkvæði að innheimtu bílastæðagjalda kemur frá ISAVIA og fyrirmyndin starfsemi á Keflavíkurflugvelli sem ISAVIA hefur sérstök og lögákveðin umráð yfir. Staða innanlandsflugvalla er önnur og byggir á því að ríkið gerir þjónustusamning við ISAVIA. Ríkinu ber að ákveða hvaða þjónusta er veitt á innanlandsflugvöllum og hlýtur útfærsla þess að hvíla á lögum og samgönguáætlun. Hingað til hefur verið boðið upp á gjaldfrjáls bílastæði við innanlandsflugvelli. Ný samgönguáætlun var ekki samþykkt á Alþingi og merkileg niðurstaða að telja forsendur til þess að breyta þjónustu flugvalla í slíku tómarúmi.

Málið hefur verið sótt fast af ISAVIA, jafnvel þótt þjónustusamningar við félagið hafi verið útrunnir um tíma í ársbyrjun 2024 og einnig nú á vormánuðum. Allir þræðir hafa verið í höndum ráðherra innviða og fjármála, jafnvel þótt engin viðbrögð hafi komið frá þeim lengi framan af.

Í raun hafa ráðherrarnir tekið ákvörðun um að breyta þjónustustigi á þremur innanlandsflugvöllum, þótt samgönguáætlun eða Alþingi hafi ekkert sagt um málið. Hætt verður að bjóða upp á gjaldfrjáls bílastæði. Hægt er að segja að ekki sé um háar fjárhæðir að ræða, en ákvörðunin er hins vegar grundvallarbreyting. Hvar verða bílastæðagjöld tekin upp næst? Væntanlega á öðrum flugvöllum, við Landeyjarhöfn eða víðar? Málið er allt hið furðulegasta út frá samræmi og jafnræði. Nefna má að ríkið hefur nýlega veitt fjármunum í bílastæði við Ísafjarðarflugvöll, þannig að ekki þarf að „safna fyrir malbiki“ þar! Það má því segja að Egilsstaðaflugvöllur hafi dregið stutta stráið, því skattfé ríkisins hafði ekki verið ráðstafað í uppbyggingu bílastæða áður en ISAVIA fór að leita nýrra tekjuleiða.

Það er reyndar eðlilegt upp að ákveðnu marki að ISAVIA hugi að öflun tekna. Ekki má hengja bakara fyrir smið. Það er hins vegar ríkið sem ákveður hvaða þjónusta skuli veitt á flugvöllum. Málið sýnir í raun stefnuleysi ráðherra í samgöngumálum. Það er í raun ekkert einsdæmi, enda birtist sú staða á fleiri sviðum að stjórnmálin eru stefnulítil, en fyrirsvarsmenn ríkisstofnana/fyrirtækja ráða för. Tillögur ráðherra um útfærslu gjaldtökunnar voru nánast hlægilegar og endanleg útfærsla í 14 tíma gjaldfrelsi skyndiákvörðun, sem gagnast Austurlandi mun minna en Norðlendingum. Fæstir ná að reka erindi sín innan þessa tíma í ljósi flugáætlunar um Egilsstaðaflugvöll.

Í mínum huga á ríkið auðvelt með að halda uppi því þjónustustigi að leggja til bílastæði við alla innanlandsflugvelli. Allur samanburður ber um sanngirni þess. Nefna má að ríkið veitir hundruðum milljóna á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, þ.m.t. bílastæða. Samfélagslegt mikilvægi slíkra stæða er lítið í samanburði við grunnsamgöngukerfi landsins. Lítil takmörk eru á því hvað forgangsröðun ríkisins í útgjöldum út frá samfélagslegum hagsmunum er tilviljanakennd.

Sjálfur teldi ég þessa útfærslu sanngjarna og „næstum“ ásættanlega í framkvæmd bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli:
• Á öllum innanlandsflugvöllum hafi flugfarþegar rétt til að geyma bíl gjaldfrjálst í 5-7 daga. Framkvæmdin væri einfaldlega sú að bókunarnúmer og nafn væri skráð inn í bílastæðaappi. Eftirlit er einfalt enda stígur enginn upp í flugvél nema nafngreindur.
• Einungis bókunarnúmer vegna innanlandsflugs veitti gjaldfrjálsan bílastæðarétt.
• Sama framkvæmd væri á öllum flugvöllum, þ.m.t. Reykjavíkurflugvelli. Einnig öðrum flugvöllum landsins, m.a. þar sem ríkið hefur nýlega malbikað bílastæði, og við ferjuhafnir.

Það er mikill skaði fyrir samgöngumál Austurlands og Norðurlands að taka eigi upp bílastæðagjöld við Reykjavíkurflugvöll rétt eins og við heimaflugvellina. Bílastæði við flugvelli ættu að vera hugsuð fyrir notendur flugvalla og útfærsla ISAVIA nú takmarkar með engu móti að bílum verði lagt í 14 tíma við flugvöll, án þess að notkun tengist nokkuð flugvellinum.

Stefnumörkun í samgöngumálum á ekki að ráðast af ákvörðunum stjórnenda þeirra fyrirtækja sem veita þjónustu á vegum ríkisins. Bílastæðamál við samgöngumiðstöðvar hljóta að koma til umfjöllunar í samgönguáætlun í haust og spennandi er að sjá hvort hún komist undan hæl ISAVIA.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður

 
 

Úr ódýrustu hillu almannatengsla – bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum

ISAVIA kynnti í upphafi ársins fyrirætlanir um innheimtu á bílastæðagjöldum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Af því tilefni skrifaði ég grein sem birtist á hér á Austurfrétt. Þar var fjallað almennt um starfsheimildir ISAVIA, m.a. sérstök lagaákvæði sem gilda um Keflavíkurflugvöll, en ekki aðra flugvelli. Gjaldtökunni var frestað en ISAVIA hefur nú kynnt að bílastæðagjöld verði innheimt frá 18. júní.

Kallað hefur verið eftir því að ISAVIA geri grein fyrir forsendum gjaldtökunnar. Kynning á málinu hefur verið í formi innihaldslausra fullyrðinga úr ódýrustu hillu almannatengsla, um að gjaldtakan skili betri ferðaupplifun. Full ástæða er því að rifja upp af hverju bílastæðagjöldin kunna að vera ólögmæt en einnig er velt upp álitamálum um hvenær bílastæðagjöld á vegum hins opinberra eru réttlætanleg.

Lagaheimild til töku bílastæðagjalds – samþykki innviðaráðherra nauðsyn

Heimild til innheimtu bílastæðagjalds á landi ríkisins hvílir á 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Lögin nota heitið „gjald fyrir stöðureiti“. Í 4. og 5. mgr. eru eftirfarandi ákvæði:

„Að fengnu samþykki ráðherra sem fer með málefni ríkisjarða og lands í eigu ríkisins er ráðherra heimilt að setja reglugerð um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum ríkisins, öðru en þjóðlendum og náttúruverndarsvæðum.

Ráðherra innheimtir gjald skv. 4. mgr. eða felur öðrum að sjá um innheimtuna með samningi. Þá getur ráðherra heimilað ríkisaðila að sjá um innheimtu gjalds fyrir notkun stöðureita sem viðkomandi ríkisaðili hefur umsjón með.“

Opinbera hlutafélagið ISAVIA er óumdeilanlega ríkisaðili, samkvæmt skýrum ákvæðum 50. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál. ISAVIA þarf því heimild til innheimtu gjalds fyrir stöðureiti.
ISAVIA hefur ekki fengið heimild hjá innviðaráðherra til innheimtu slíks gjalds og samkvæmt fyrirspurn til ráðuneytisins hefur ekkert erindi um slíkt borist frá ISAVIA.

Það skal nefnt að þjónustusamningar ISAVIA um rekstur innanlandsflugvalla gera ráð fyrir að ISAVIA hafi rétt til að innheimta gjöld frá þriðja aðila vegna eigna ríkisins. Ákvæði í samningum breyta þó ekki lagaákvæðum. Þar fyrir utan er óljóst hvort ákvæðið vísi til bílastæðagjalda af almennum notendum innanlandsflugvalla, enda líklegt að slíkt grundvallaratriði hefði verið nefnt sérstaklega. Fjármála- og efnahagsráðuneytið ætti að svara því hvort gjaldtakan sé samþykkt af þeirra hálfu.

Auk þessa verður lögmæti bílastæðagjalds dregið í efa út frá jafnræðisreglum, en óútskýrt er af hverju innheimta á gjald af bílastæðum sumra flugvalla í umráðum ISAVIA. Þjónustusamningur ISAVIA gerir engan greinarmun á rekstrarábyrgð og þjónustu ISAVIA vegna bílastæða á Egilsstöðum og t.d. Ísafirði.

ISAVIA á villigötum – þörf á pólitískri stefnumörkun

Ef skoðuð eru drög að samgönguáætlun 2024-2038 er hlutverk ríkisins gagnvart rekstri innanlandsflugvalla og staða þeirra í samgöngukerfinu skýr. Þar kemur fram að enginn flugvallanna er sjálfbær og njóta þeir því allir framlaga úr ríkissjóði. Jafnframt að framlög til framkvæmda og viðhalds á innanlandsflugvöllum eru greidd úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum.

Þessi staða er í góðu samræmi við hlutverk ríkisins í samgöngumálum almennt. Ný gjaldtaka ISAVIA á bílastæðum við innanlandsflugvelli væri algjör stefnubreyting í rekstri samgöngukerfis landsins. Gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli er ekki réttlætanleg og eðlileg ef hún byggir ekki á skýrri pólitískri stefnumörkun. Það er alls ekki hlutverk stjórnenda ISAVIA ohf. eða ISAVIA innanlandsflugvalla ehf. að taka slíkar stefnumótandi ákvarðanir.

Samkvæmt 86. gr. umferðarlaga er gert ráð fyrir að reglugerð verði sett um heimildir til innheimtu gjalds fyrir stöðureiti á landi ríkisins. Það er mikilvægt að þessi reglugerð verði sett og ríkið móti stefnu um hvar er réttlætanlegt að innheimta bílastæðagjöld. Það getur átt við þar sem bílastæðagjöld tíðkast almennt á aðliggjandi svæðum eða ef ný bílastæði eru byggð frá grunni ótengd opinberri þjónustu, t.d. við ferðamannastaði. Það má ekki ráðast af hugmyndauðgi stjórnenda stofnana og fyrirtækja sem sinna opinberri þjónustu hvar bílastæðagjöld eru tekin upp.

Líklega eru bílastæðin við Egilsstaðaflugvöll samfélagslega mikilvægustu bílastæði Austurlands, eftir bílastæðum við heilbrigðisstofnanir. Það væri grundvallarbreyting og skerðing á grunnþjónustu ríkisins ef bílastæðagjöld legðust á almenna notendur innanlandsflugs.

Það er mikil einföldun að horfa einungis á þátt ISAVIA. Meginábyrgð málsins hlýtur að liggja hjá stjórnvöldum, þar sem fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra ráða málefninu.


Af hverju að halda jól og páska, ef engin er trúin?

mbl.is 30.3.2024

Orð sem alltaf skipta máli

Kærleiksrík trú, án öfga, er einfaldlega gott veganesti í lífinu og eitt besta meðal gegn veruleikafirringu og óhamingju sem fyrirfinnst.

Hver og einn á að eiga rétt á því að lifa lífinu eins og hann kýs, meðan hann er ekki að meiða og skaða aðra og traðka á réttindum þeirra. Því miður eru of mörg dæmi um manneskjur sem hafa komið sér vel fyrir í lífinu og geta veitt sér allt sem hugurinn girnist, en lifa um leið í algjöru skeytingarleysi um hag annarra. Þeim gæti ekki staðið meira á sama og valsa í gegnum lífið með sjálfhverfuna að leiðarljósi. Það er engin kærleiksglóð í hjarta þeirra. Svo eru fjölmargir sem hafa kosið að lifa í reiði og biturð vegna þess að þeim finnst lífið hafa svikið þá. Hefnd þeirra felst í því að veita heift sinni útrás og eitra umhverfi sitt. Nútíminn býður upp á furðu margar auðveldar leiðir til þess og þar þykja samfélagsmiðlar einkar hentug tæki. Svo eru enn aðrir sem hafa gefist upp á lífinu og finna litla gleði í tilverunni.

Sjálfsagt myndi það framkalla allnokkra reiði hjá þessum hópum ef þeim væri sagt að þeir væru betur staddir í tilverunni hefðu þeir trúarvissu í hjarta sínu ásamt auðmýkt gagnvart æðri mætti. Kærleiksrík trú, án öfga, er einfaldlega gott veganesti í lífinu og eitt besta meðal gegn veruleikafirringu og óhamingju sem fyrirfinnst.

Í hinum tæknivædda og kalda veruleika nútímamannsins þykir ekkert óskaplega fínt að boða kristileg gildi. Sumir verða beinlínis vandræðalegir þegar á þau er minnst, telja þau tímaskekkju og nánast netta móðgun við þá sem telja sig ekki kristna. Það þykir svosem í lagi að fræða börn eitthvað aðeins um Jesú Krist, sem var sannur barnavinur, en óþarft þykir að ýta undir kirkjuferðir þeirra því þar er hætta á innrætingu. Spyrja má af hverju það þyki svo óæskilegt að börn kynnist kærleiksboðskap Krists. Þar eru boðuð þau gildi sem mestu skipta í lífinu. Dæmin eru ótal mörg.

Það felst mikil viska í orðum Krists um að elska náungann eins og sjálfan sig. Mikið má svo leggja út af orðum hans um fátæku ekkjuna sem gaf af skorti sínum og sýndi þar með meiri gjafmildi en þeir sem gáfu smotterí af auði sínum. Hið sama má segja um orðin um að meiri fögnuður verði á himnum yfir einum syndara sem gjörir iðrun en níutíu og níu réttlátum. Allt eru þetta sönn skilaboð sem forvitinn barnshugur á að taka fagnandi á móti.

Það er svo ótal margt í orðum Krists sem við ættum að tileinka okkur og íhuga. Orð hans: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum eru æpandi áminning til okkar sem lifum í harðneskjulegum og refsiglöðum heimi þar sem steinum er kastað eins og ekkert sé og lítið pláss er fyrir fyrirgefningu og skilning.

Fólk sem er svo jarðbundið að það trúir einungis því sem það sér með eigin augum á í erfiðleikum með að trúa á mátt bænarinnar. Af hverju í ósköpunum, hugsar það með sjálfu sér, ætti það að skila einhverju að biðja út í tómið? Þar er enginn sem tekur á móti bæninni. Að halda annað er bara óskhyggja, hindurvitni og barnaskapur. Þeir sem vita af mætti bænarinnar láta þessi viðhorf ekki trufla sig heldur halda áfram að eiga sínar samræður við almættið og líður mun betur fyrir vikið. Það er óendanlega mikil hughreysting í orðunum fallegu: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Þrátt fyrir að kristin gildi séu ekki mikið í umræðunni og njóti ekki mikilla vinsælda í skólastofum landsins hafa þau smeygt sér svo lipurlega inn í samfélagið að þau eru orðin hluti af því. Við vitum að við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Við vitum að langbest er að hafa þroska til að fyrirgefa óvinum sínum. Við vitum í hjarta okkar að skylda okkar er að rétta öðrum hjálparhönd. Allt eru þetta kristin gildi, þótt margir vilji kalla þau eitthvað annað.

Nú eru páskar og við erum minnt á Krist, dauða hans og upprisu. Við heyrum tónlist sem minnir á hann og í kirkjum landsins rifja prestar upp píslarsögu hans. Kristur er ekki á útleið. Hann er meðal okkar.

Gleðilega páska!

Kolbrún Bergþórsdóttir

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1858664/?t=615423550&_t=1712310236.691537

 


Grímulaust svínarí og svindl með fjármuni

https://www.facebook.com/share/p/DSHrbYSwtSh959N4/?mibextid=WC7FNe

Gísli Blöndal skrifar:

Það er eitthvað skrýtið í gangi

Vissuð þið þetta?

  • TM er keypt á yfirverði, um 3 ma. hærra en bókfært verð hjá Kvikubanka
  • Næsta tilboð var um 8 ma. lægra en tilboð Landsbankans
  • Rekstur Kvikubanka var ekki góður á síðasta ári
  • Með því að selja TM verður hagnaður Kviku banka um 3 ma.
  • Á síðasta hluthafafundi Kviku var samþykkt að nota fjármunina til að greiða hluthöfum arð en ekki til að laga reksturinn
  • Ef næsta boð hefði verið hæsta boð væri tap á rekstri Kviku á bilinu 5 - 7 ma.
  • Bankaráðið leitaði ekki leyfis fyrir kaupunum og fékk það því ekki
  • Formaður og varaformaður bankaráðsins hættu í ráðinu rétt áður en tilkynnt var um kaupin
  • Tryggingar bankastjóra og bankaráðsmanna ná ekki yfir tjón nema farið hafi verið að lögum og reglum
  • Þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kvikubanka.
  • Ef þér finnst þetta skipta máli og að verið sé að þagga umræðuna, þá er um að gera að deila og líka.

 Ekki leyfa "þeim" að þagga þetta!

------------------------

Fróðleg og þörf pæling fyrir þá sem tala fyrir grímulausri einkavæðingu, sem réttlátri og heiðarlegri útfærslu á innviðum samfélagsins. 


Jarðgöng sem gagnast.

Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum.  Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum.  Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess.   

Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi:

“Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur.”    

Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng.  Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja.  Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið.

Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg.  Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar.  Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng.  Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn.  Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju.      

Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík.  Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi.         

Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert.  Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi.  Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi.  Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin.  

Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði.  Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni.  Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal.  Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. 

Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal.  Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan.  Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal.

Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki.  Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað.  

Benedikt V Warén Sveitastjórnarfulltrú í ellefta sæti M-listans.


Aðalfundur Miðflokksdeildar Múlaþings 2024

Fundurinn verður haldinn í Ökuskóla Austurlands miðvikudaginn 20. mars klukkan 20:00.

Fundinum verður streymt. 

Nánar um það síðar.

 

 


Jú Katrín, fylgistap VG -sanngjörn niðurstaða-

https://frettin.is/2024/03/03/ju-katrin-fylgistap-vg-sanngjorn-nidurstada/

Þröstur Jónsson skrifar:

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir mælir svo:
„Ég get ekki sagt að mér finnist þetta vera sanngjörn niðurstaða fyrir hreyfingu sem hefur leitt ríkisstjórnina í gegnum síendurteknar hamfarir sem ég tel okkur hafa haldið vel utan um“.

Katrín er ósátt við álit þjóðar sinnar og telur það ósanngjarnt sökum árangurs ríkisstjórnar sinnar.

Kíkjum á árangurinn í síendurteknum hamförum:

 

HAMFÖR A:

Covid 19. Flumbrugangur og örvilnun einkenndi stjórnarhættina, þar sem ríkisstjórnin faldi sig á bak við embættismannakerfið og globalisma WHO/WEF/EU og þorði ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir af yfirvegun og áræðni.
Niðurstaðan: Stórfelldur efnahagsskaði og stórfellt heilsutjón af lyfjatilraun sem hefur orsakað mikla hækkun umframdauðsfalla hjá þjóðinni sem ekki enn sér fyrir endann á, auk mikils heilsutjóns margra. Hvort tveggja þaggað í hel af ykkur og fjölmiðlum.
Ódýrt lyf bjargaði hundruðum ef ekki þúsundum mannna hér á landi í faraldrinu en ríkisstjórn þín hafnaði og vann gegn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lækna og annarra sérfróðra til að koma því á framfæri við ríkisstjórn þína Kata. Þið vilduð ekki einu sinni hlusta.

 

HAMFÖR B:

Verðbólga úr böndunum. Herská afstaða herlausrar þjóðar í vonlausu proxy-stríði í Úkraínu, stærsta karla-sláturhúsi samtímans. Þetta stríðs-rugl vesturlanda er helsti drifkraftur verðbólgu í landinu plús afleiðingar lélegrar stjórnar í Covid19 faraldrinum og gegndarlauss innflutnings á hælisleitendum með tilheyrandi þrýstingi á húsnæðisverð. Allt undir stjórn þinni Katrín.
Herlausir Færeyingar höfðu rænu á að lát hernaðarbrölt stórveldanna afskipta laust. Ísland er ekki stórveldi, þó þið virðist halda það í mikilmennskubrjálæði ykkar. Með koss á kinn sendið þið milljarða af almannafé til spilltustu stjórnvalda í Evrópu sem daðra við nasisma. Efnahagur í Færeyjum hefur sjaldan verið betri, með blómlegum viðskiptum við Rússa. "Business as usual" er öflugasta friðardúfa smáríkja. Því hafa stjórnvöld á Íslandi gleymt.

 

HAMFÖR C:

Opin landamæri, stjórnlaus fjöldi hælisleitenda. Útskipting þjóðar og arfleifðar. Nauðgunarmenning hins "pólitíska íslam" boðin velkomin. Skattgreiðendur látnir borga brúsann upp á tugi milljarða árlega og íslenskar konur og börn taka ofbeldið. Þarf ég að segja eitthvað meira?

 

HAMFÖR D:

Eldgos á Reykjanesi. Aðvaranirnar byrjuðu að hrannast upp fyrir amk. 3 árum síðan. Á sama tíma rænir ríkisstjórn þín innan frá varasjóð vegna Náttúruhamfara til að halda hér ráðstefnu fyrir Evrópu-elítu andskotans, og fleira misgæfulegt. Hækkar svo bara skatta á fasteignir og borgar varnargarða fyrir fyrirtæki sem rífa milljarða út úr rekstri sínum árlega til arðgreiðslna til eigenda sinna.

 

HAMFÖR E:

Kynjafræði djöfulsins, í boði ríkisstjórnar þinnar og með fjárstuðningi hennar. Klámvæðing skólakerfisins, niðurbrot fjölskyldunnar, niðurbrot menningararfleifðarinnar. Aukin vanlíðan og minni námsárangur æsku þessa lands er árangur þinn Kata.

 

HAMFÖR F:

"Loftslagsbreytinga-Ruglið Af Manna Völdum" (LRAMV). Sjötíu milljarðar á 4-5 árum út í loftið af almannafé sem fæstir vita hvar eru notaðir eða í hvað. Nú ætti hverjum manni með sæmilega gagnrýna rökhugsun að vera ljóst að LRAMV er skurðgoðadýrkun og fjármálasvindl glóbalista elítunnar, keyrt áfram af Sameinuðu Þjóðunum og World Economic Forum.
Loftslagsbreytingar eru staðreynd og hafa alltaf verið. En að þær séu af mannavöldum er rugl.

Þjóð sem hefur misst sjónar á kristin gildi, og kristna arfleifð hefur fengið blinda, heyrnarlausa og upp hrokaða ríkisstjórn þína, sem sóar auði þjóðar, andlegum sem veraldlegum.

Jú Katrín þetta er sanngjörn niðurstaða!


Bílastæðadrama á Egilsstaðaflugvelli

Til að auka upplifun rándýrra fargjalda frá Egilsstöðum í Mekka menningar, lista og hágæða heilbrigðisþjónustu, hefur ISAVIA komist að því að hægt er að auka á fjárhagslega vellíðan og upplifun, með því eina að skella inn aukakostnaði á farþega með því að skella á svokölluðm bílastæðisgjöldum. 

Eflaust verður upplifunin mest við að leggja bílunum á ómalbikuðu bílastæðin og geta þar að auki fengið aukaupplifun, að sjálfsögðu gegn hóflegu gjaldi, að ösla drullupollana heim að flugstöðinni dragandi ferðatöskuna á eftir sér.  Það sér hver heilvita maður að það kostar meira að fá slíka drulluháleista inn á hreint gólfið í flugstöðinni og einhver verður að borga þrifin.

Á fundi flugmálayfirvalda með sveitastjórn Múlaþings um þetta tiltekna mál, virtist ekki vera mikil samstaða milli fulltrúa meirihlutans og því tilefni til vangaveltna um hvort meirihlutinn sé jafnvel sprunginn.  Það lá nærri í Fjarðabyggð sl. sólahring, þegar einn í meirihlutanum var á móti ríkjandi rangri hugmyndafræði og greiddi atkvæði af einskærri rökhugsun.

Slíkt mun seint gerast í Múlaþingi undir stjórn B og D, að skynsemin verði sett í öndvegi í þessu máli, sérstaklega þegar það er haft í huga að Innviðaráðherrann er í B Framsóknarflokki og staðfestir leyfin til ISAVIA og Fjármálaráðherrann er í D Sjálfstæðisflokki sem er handhafi hlutabréfsins í ISAVIA.

Rúsínan í pylsuendanum er að það þarf að stofna sérstaka innheimtudeild hjá ISAVIA til að sjá um utanumhaldið og það mun kosta meira en innkoman og því verður að fresta enn frekar öllum framkvæmdum á Egilsstaðaflugvelli.

Þetta er náttúrulega bara tær markaðsleg snilld.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband