Evrópukórinn kveðinn í kútinn

Samfylkingin og hliðarsjálf hans, Viðreisn, hefa haldið upp linnulausum áróðri um að ganga í ESB og taka upp EURO í stað krónunnar, þrátt fyrir skýrar upplýsingar um krónan sé okkar happapeningur.  Endalaust söngl um að gera "samning um inngöngu" er ekki í boði, sama hversu oft sem sá söngur er kyrjaður breytist það ekki; það skal sótt um inngöngu á forsendum ESB, - annað er ekki í boði.

https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/2288133/#comments

"Málflutningur Evrópusinna hefur alltaf verið óheiðarlegur og byggst á blekkingum.

Að "kíkja í pakkann" er lygi. Aðildarsamningurinn er einfaldlega stofnsáttmáli Evrópusambandsins og hann hefur árum saman legið fyrir í íslenskri þýðingu.

Önnur lygi er að með inngöngu í ESB og upptöku evru muni verðtrygging hverfa af sjálfu sér eins og fyrir einhverja töfra. Hið rétta er að ekkert í reglum ESB og EMU segir til um hvaða lánsform aðildarríkin megi leyfa eða banna. Þegar ég vakti athygli sendiherra ESB á Íslandi á þessum galdramálflutningi íslenskra Evrópusinna var honum sýnilega brugðið og þvertók fyrir að fótur væri fyrir þessu, afnám verðtryggingar væri og yrði alltaf íslenskt innanríkismál.

Enn önnur lygi er meintur "kostnaður við krónuna" sem er sagður ógnarhár. Hið rétta er að það kostar íslenska ríkið ekki neitt að gefa út krónur. Þvert á móti hefur það hagnað af því. Sem dæmi kostar um 50 krónur að prenta einn tíuþúsundkall þannig að myntsláttughagnaður af hverjum seðli er 9.950 kr. Þar að auki kostar nákvæmlega ekkert að gefa út rafrænar krónur, eins og ríkið gerir með útgjöldum og bankar með útlánum.

Svo hefur aldrei verið útskýrt með hverju við eigum að borga fyrir allar þær evrur sem við hlytum að þurfa að kaupa ef við ætluðum að taka upp þann gjaldmiðil. Varla er neinn að fara að gefa okkur þær og fjarstæða að nokkur með heilu viti taki við greiðslu í krónum ef ætlunin væri að leggja þann gjaldmiðil niður. Snaróðir landsölumenn myndu þó varla setja það fyrir sig að afsala stórum hluta eigna ríkisins til að fá sína blautu evrudrauma uppfyllta."

Guðmundur Ásgeirsson

Svo mörg voru þau orð og rétt fyrir Evrópukórinn að láta nú þegar af lygaþvælu sinni, - í eitt skipti fyrir öll. (BVW) 


Opið bréf til ráðherra samgöngumála og forstjóra Vegagerðarinnar um Fjarðarheiðargöng

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig tilvonandi gangnaframkvæmd er verðlögð og hverju er hægt að klína af aukakostnaði á svona framkvæmd.

Vegur í Seyðisfirði

Er nauðsynlegt að breyta vegi frá gangnamunna niður að bæ?

Hvað kostar þessi breyting?

Þessu fylgir mikill auka kostnaður, ekki bara við breytingu á vegi því það þarf að færa golfvöll líka með ærnum tilkostnaði.

Ég, sem vegfarandi þarna flesta daga, kaupi það ekki sem rök að vegurinn í Seyðisfirði fyrir neðan Gufufoss sé vandamál í dag. Ég er viss um að undir þetta kvitta flestir heimamenn og flutningabílstjórar sem aka þarna um reglulega.

Það efni sem út úr göngum kemur Seyðisfjarðarmeginn væri hægt að nýta í ýmislegt annað en veg yfir gofvöll. Til dæmis landfyllingar og varnargarða svo eitthvað sé nefnt.

Vegur Egilsstaðamegin

Hvers vegna vill vegagerðin hafa gangnamunnann við Dalhús sem er með dýrustu tengingu sem völ er á?

Þarna þarf að leggja veg og byggja brú yfir Eyvindarárgilið svo ekki sé minnst á hugmyndir um Norðurleið eða Suðurleið, sem ég ætla alveg að láta liggja milli hluta. Þá umræðu tel ég bara alls ekki tímabæra eins og staðan er í dag.

Hvað mælir á móti því að gangnamunninn Héraðsmegin sé hafður fyrir ofan Steinholt þar sem hann getur verið nálægt núverandi vegi og tengst inn á hann og við notum þann veg sem notaður er í dag?

Umferð í gegnum Egilsstaði er einfalt og ódýrt að leysa til að tryggja öryggi vegfarenda.

Byrjum á hringtorgi á mótum Seyðisfjarðarvegar og Fagradalsbrautar. Þetta hringtorg er hægt að staðsetja þannig að leiðin upp á Fagradal nái sem beinastri línu í gegn til að greiða fyrir umferð upp í þá brekku sem er út úr þéttbýlinu á Egilsstöðum. Þetta hægir á umferð inn í bæinn.

Þá er hægt að gera undirgöng undir Fagradalsbraut við Tjarnarbraut og Miðvang ásamt hringtorgi á gatnamót Fagradalsbrautar og Vallavegar við Söluskála N1. Á neðri hluta Fagradalsbrautar er svo í lófa lagið að taka hámarkshraða niður í 30 km á klukkustund ef þurfa þykir. Umferð á Fagrdalsbraut er ekki vandamál í dag að mínu mati og kemur ekki til með að aukast við það eitt að umferð fari undir Fjarðarheiði en ekki yfir.

Efni það sem til fellur Héraðsmegin mætti til dæmis nýta í stækkun flughlaðs og gerð akstursbrautar við flugvöllinn. Við Íslendingar eigum t.d. opinbert hlutafélag sem heitir Isavia. Þatta félag getur keypt efnið og staðið straum af kostnaði við þennan þátt ef vilji er fyrir hendi. Eða er það svo að ef félagið er ohf þá hefur ráðherra samgöngumála og réttkjörin stjórnvöld ekki lengur stjórn á eigum okkar Íslendinga?

Nei - við þurfum ekki að keyra þessu efni öllu í gegnum Egilsstaði þar sem það er vegur niður með Eyvindará að norðanverðu. Vegagerðin hefur sýnt okkur það oftar en einu sinni að það er ekki lengi verið að henda upp bráðabirgðarbrú, svo þessa leið má auðveldlega nota. Nema kannski einhver finni það út að veginn norðan Eyvindarár þurfi þá að byggja upp minnst 8 metra breiðan með vegriðum og öryggissvæðum og guð má vita hvað kostnað er hægt klína á það.

Stóra spurningin er í mínum huga: Hvers vegna er verið að klína öllum þessum óþarfa aukakostnaði á Fjarðarheiðargöng?

Hver er raunverulegur kostnaður við að gera þessi göng með nauðsynlegum tengingum við Steinholt og Gufufoss?

Er kostnaður kostnaður við þessar tengingar sem engin þörf er á strax settur á Fjarðarheiðargöng til að ekki teljist gerlegt að byggja göngin vegna kostnaðar?

Með þessu leiðum sem ég bendi á er ekki búið að loka fyrir leiðir framhjá þéttbýlinu norður eða suður í framtíðinni þegar og ef raunveruleg þörf skapast.

Færeyingar byggðu tvenn göng

Eysturoyjartunnilin, 11.238 metra löng með 3 gangnamunnum 1 hringtorgi. Sanoytunnilinn, 10.785 mera að lengd.

Áætlaður kostnaður 2016 framreiknað til dagsins í dag 54,5 miljarðar íslenskra króna fyrir bæði göngin.

Fyrsta sprenging við Eysturoyartunnilinn var í febrúar 2017 og lokasprenging í janúar 2019. Göngin voru opnuð 19. desember 2020. Þau eru 10,5 metra breið og eru 189 metra undir sjávarmáli.

Áætlaður kostnaður við 13 km Fjarðarheiðargöng er um 60 milljarðar íslenskra króna.

Hvernig getur þetta passað?

 

Höfundur er Agnar Sverrisson
Greinin birtist á Austurfrétt:

https://www.austurfrett.is/umraedan/opidh-bref-til-radhherra-smgoengumala-og-forstjora-vegagerdharinnar-um-fjardharheidhargoeng

 


Að vera eða að ekki vera vanhæfur, þarna er efinn.

Mikið hefur gengið á og mikill pilsaþytur er í bæjarstjórn og þeim nefndum Múlaþings, þar sem ákveðinn einstaklingur hefur náð (hreðja-)tökum á þorra nefndarmanna (konur eru líka menn).  Það í sjálfu sér er ekki vandamálið heldur hitt og öllu verra er að ekki má nein vitræn umræða eiga sér stað t.d. um hvað er best íbúum sveitarfélagsins í skipulagsmálum til framtíðar.  Skynsemi meirihlutans hefur lent í einhverjum hrokafyllsta tætara sem sögur fara af.   

Sérlega er viðkomandi fulltrúa uppsigað við fulltrúa Miðflokksins.  Veira þessi virðist sérstaklega útbreidd veira innan Framsóknarflokksins, og nýtt er hvert tækifæri til að þagga niður í honum, þvert á lýðræðisleg vinnubrögð og fagleg.

Ekki er boði meirihlutans í Múlaþingi að eiga samtal við íbúa Egilsstaða um þungaumferð í bæjarfélaginu, þó meirihluti íbúanna hafi sagt sína skoðun á því máli í skoðanakönnun.  Ævintýrið um Teigskóg er að endurtaka sig í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins.  Önnur framboð dragast í kjölsogið en aðeins er farið að örla á að örfáir séu farnir að andæfa þessu makalausa framferði meirihlutans.  

Önnur sveitafélög eru að vakna til meðvitundar um að reyna að færa þungaumferðina út fyrir bæjarfélögin og er Borgarnes með tillögur í þá átt.  Það er þvert á það sem gert var í upphafi þegar áherslan var lögð á umferð í gegnum bæjarfélög og mikil áhersla lögð á það í Borgarnesi.  Nú stendur til að bjóða út að byggja brú við Selfoss, til að létta á umferðinni innanbæjar. 

En Framsóknarskonnortan æðir stjórnlaus áfram upp í grjótgarðinn, við stjórnvölinn er skipstjóri með leppa fyrir augum.

Hver er vanhæfastur í sveitastjórn Múlaþings? 
Er það fyrsti maður á lista Framsóknar?

(BVW)  


Leyndarhyggja og laumuspil

Fréttatíminn 23. apríl, 2020, Enginn tók undir þetta hjá Þáverandi þingmanni Miðflokksins, Þórsteins Sæmundssonar.  Einhverjir þeirra eru nú að vakna og sjá alvarleika málins.  Þeir taka undir þetta, jafnvel farnir að gera málið að sínu.

"Okkur Íslendingum hefur gengið nokkuð illa að vinna úr ýmsum eftirmálum bankahrunsins sem varð hér fyrir rétt rúmum áratug. All erfitt hefur reynst að safna saman upplýsingum um margt það sem þá gerðist. Núverandi stjórnvöld hafa gengið nokkuð ákveðið fram í viðleitni sinni til að fela mál í leyndarhjúp. Sum gögn hafa verið læst inni til áratuga önnur er erfitt að nálgast og ýmist borið við bankaleynd eins og í tilfelli Eignarhaldsfélags Seðlabankans og Lindarhvols, persónuvernd líkt og með sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HMS), ellegar að um viðskiptaleyndarmál sé að ræða eins og um málefni Landsvirkjunar.

Ein af fremstu skyldum Alþingis og þar með alþingismanna er að sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu og stofnunum ríkisins. Þingmenn hafa einkum þrjár leiðir til að vekja athygli á málum og/eða kalla eftir upplýsingum um þau. Það er með fyrirspurnum, með því að biðja um sérstaka umræðu um tiltekið mál eða vekja máls á þeim undir dagskrárliðnum „Störf þingsins“.

Í nokkur ár hefur pistilritari gert nokkrar tilraunir til að fá fram upplýsingar um tiltekin mál. Það hefur gengið misilla og mjög hægt. Mig langar hér að greina frá fyrirspurnum um eitt ákveðið efni – Sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.

Á árunum eftir hrun misstu þúsundir fjölskyldna húsnæði sitt í hendur fjármálastofnana. Þær eignir voru síðar seldar ýmist ein og ein eða í „kippum“. Fjöldi einstaklinga sem missti húsnæði sitt á þessum tíma hefur verið í sambandi við þingmenn þar á meðal þann sem ritar þennan pistil í von um að fá að vita hvað varð um eignir þeirra. Einnig í von um að geta aftur eignast þak yfir höfuðið. Engin frásögn sem pistilritari hefur heyrt frá þessum aðilum lætur mann ósnortinn.

Ég sendi inn fyrstu fyrirspurn mína varðandi þetta mál snemma árs 2018. Ég fékk svar við hluta fyrirspurnarinnar rétt um ári síðar en vinnureglan er sú að fyrirspurnum þingmanna sé svarað innan hálfs mánaðar eða að beðið sé um frest til svara. Í þessu hluta svari kom fram að um 4.600 íbúðir höfðu verið teknar af fólki af Íbúðalánasjóði á árunum 2010 til ársloka 2017. Fyrir þær höfðu verið greiddar um 57 milljarðar króna. Þegar ég óskaði frekari upplýsinga þ.e. hverjir hefðu keypt var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Boðið var upp á að svar yrði send Alþingi og þinginu látið eftir hvort það yrði birt.

Eftir að hafa innt bæði félags- og barnamálaráðherra svo og dómsmálaráðherra eftir upplýsingum um kaupendur sem eru NB opinberar upplýsingar og liggja fyrir í þinglýsingabókum alls fimm sinnum á árunum 2018 og 2019 án þess að fá svör leitaði ég liðsinnis forseta Alþingis og forsætisnefndar. Rétt er hér að þakka viðbrögð forseta Alþingis og starfsmanna þess við þeirri bón.

Í framhaldi af því var unnið minnisblað af lögfræðisviði þingsins þar sem fram kemur að persónuverndarlög gilda ekki um Alþingi. Þar kemur einnig fram að Alþingi ritstýrir ekki svörum ráðherra við fyrirspurnum, svörin eru birt í Alþingistíðindum um leið og þau berast skv. þingskaparlögum. Að síðustu kemur fram í minnisblaðinu að svör þeirra tveggja ráðherra sem um ræðir við fyrirspurnum mínum standast hvorki þingskaparlög né lög um ráðherraábyrgð.

Svo langt var gengið að ráðherrarnir skirrðust ekki við að brjóta þingskaparlög og fara á svig við ráðherraábyrgð til að viðhalda þöggun í málinu en þetta hefur félags- og barnamálaráðherra nú gert undanfarin þrjú ár. Allt virðist lagt að veði til að koma í veg fyrir að opinberað verði hverjir gerðu sér veislu úr ógæfu annarra á árunum eftir hrun.

Með rök minnisblaðs lögfræðisviðs Alþingis í farteskinu lagði ég fyrirspurn mína fram í sjöunda sinn nú í byrjun febrúar. Svar hefur ekki borist en þegar ýtt var eftir málinu nýlega var skyndilega beðið um ótímabundinn frest til að svara fyrirspurninni sem nú varðar upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HBS) til síðustu áramóta.

Enn er beðið svars og í ljósi reynslunnar virðist félags- og barnamálaráðherra ætla að hanga á svarinu til þingloka en þá dettur fyrirspurnin uppfyrir og þarf að endurtaka hana á næsta þingi. Hvað er þá til ráða? Einfalda svarið er að hægt er að bera fram vantraust á ráðherra sem brýtur lög um ráðherraábyrgð. Hætt er við að meirihlutinn að baki viðkomandi slái um hann skjaldborg og felli vantraustið.

Færi svo tæki sami meirihluti ábyrgð á lögbrotum viðkomandi ráðherra. Það yrði athyglisverð niðurstaða. Annar möguleiki er að stefna ráðherrunum fyrir dóm til að fá upplýsingarnar fram. Eitt er víst að einskis verður látið ófreistað til að fá niðurstöðu í þessu máli.

Höfundur:  Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins"

Hvað er verið að fela?
Hverjum er verið að hygla?
Hver situr beggjamegin borðs?

Svör óskast frá þeim sem vita.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband