Norðurleiðin

Í gildandi skipulagi fyrir Egilsstaði er gert ráð fyrir gangamunna Fjarðaheiðganga ofan við Steinholt og vegi norðan Eyvindaár með brú við Melshorn.

Það er sú leið sem er hagkvæmust og ódýrust í framkvæmd og hefur minnst rask í för með sér.  Það er sú leið sem M-listinn hefur talað ítrekað fyrir.

Vegagerðin hefur talað fyrir Dalhúsaleiðinni, sem er umtalsvert dýrari í framkvæmd og fer að miklu leyti yfir ósnortið land og mjög áhugavert byggingaland, sem yrði með grænum ósnortnum svæðum inn á milli.

Sveitarstjórn Múlaþings hefur afhent Vegagerðinni skipulagsvaldið og sýnir enga tilburði að vinna með samfélaginu í að veljabesta, ódýrasta og öruggustu leiðina fyrir íbúana.

Eftir síðustu vendingar ríkisstjórnarinnar, um frestum Fjarðaheiðaganga til 2025,gefst tækifæri til að vinda ofan af þessum áformum og hætta við auglýstar breytingar á aðalskipulagi Egilsstaða og endurskoða alla vinnu við það.

Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um að minnka óþarfa umferð þungaflutninga um miðbæ Egilsstaða.  Ráðamenn í Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna er í húfi.

Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða.

Meirihlutinn áttar sig ekki á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma.  Iðnaðarsvæði við Lyngáer gott og gilt, en verður þar ekki tugi ára í viðbót.

Svæði norðan Eyvindaár hentar undir blandaða byggð, s.s. verslun, orkuríka starfsemi, starfsumhverfi þungavinnuvéla og margskonar þjónustu tengda flutningastarfsemi, - að því gefnu að  Norðurleiðin verði valin.

Meirihlutinn í Múlaþingi hefur ekki heildarsýn um gagnkvæmar tengingar umferðar- og samgöngumannvirkja t.d. milli Seyðisfjarðarhafnar og Egilsstaðaflugvallar

Ekki er hægt að fara í svo umfangsmiklar breytingar á skipulagi án þess að taka inn í heildarmyndina hvar ný Lagarfljótsbrú á að vera og hvar þjóðvegur eitt skuli liggja, svo lengja megi Egilsstaðaflugvöll uppfylla væntingar um meira millilandaflug.

Aðalskipulag á að vera lifandi plagg, án þess þó, að taka drastískum breytingum eftir dagsformi forseta sveitarstjórnar.

BVW.

 


Þrjár skattahækkanir fyrir hverja lækkun

Frá ár­inu 2007 hef­ur verið gerð 391 breyt­ing á skatt­kerf­inu. Þar er um að ræða 293 skatta­hækk­an­ir en ein­ung­is 93 lækk­an­ir. Það þýðir að fyr­ir hverja skatta­lækk­un hafa skatt­ar verið hækkaðir þris­var sinn­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Viðskiptaráðs um skatt­kerfið sem birt verður í dag. Þar kem­ur einnig fram að um­rædd­ar breyt­ing­ar hafi ekki ein­ung­is verið til að breyta gild­andi skött­um held­ur hafa nýir verið kynnt­ir til leiks og gaml­ir af­numd­ir. Á ár­un­um 2009-2013 voru alls tólf nýir skatt­ar lagðir á en aðeins einn til lækk­un­ar, það var frí­tekju­mark fjár­magn­s­tekju­skatts. Frá ára­mót­um 2022 hafa tekið gildi 46 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu en ein­ung­is sjö þeirra voru til lækk­un­ar. Það gera fimm skatta­hækk­an­ir fyr­ir hverja skatta­lækk­un.

 

„Það er áhyggju­efni að þrátt fyr­ir álíka marg­ar breyt­ing­ar til hækk­un­ar und­an­far­in tvö ár hafa lækk­an­ir verið mun færri en að jafnaði,“ seg­ir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur hjá Viðskiptaráði, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/05/31/thrjar_skattahaekkanir_fyrir_hverja_laekkun/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband