29.6.2023 | 15:07
Norðurleiðin
Í gildandi skipulagi fyrir Egilsstaði er gert ráð fyrir gangamunna Fjarðaheiðganga ofan við Steinholt og vegi norðan Eyvindaár með brú við Melshorn.
Það er sú leið sem er hagkvæmust og ódýrust í framkvæmd og hefur minnst rask í för með sér. Það er sú leið sem M-listinn hefur talað ítrekað fyrir.
Vegagerðin hefur talað fyrir Dalhúsaleiðinni, sem er umtalsvert dýrari í framkvæmd og fer að miklu leyti yfir ósnortið land og mjög áhugavert byggingaland, sem yrði með grænum ósnortnum svæðum inn á milli.
Sveitarstjórn Múlaþings hefur afhent Vegagerðinni skipulagsvaldið og sýnir enga tilburði að vinna með samfélaginu í að veljabesta, ódýrasta og öruggustu leiðina fyrir íbúana.
Eftir síðustu vendingar ríkisstjórnarinnar, um frestum Fjarðaheiðaganga til 2025,gefst tækifæri til að vinda ofan af þessum áformum og hætta við auglýstar breytingar á aðalskipulagi Egilsstaða og endurskoða alla vinnu við það.
Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um að minnka óþarfa umferð þungaflutninga um miðbæ Egilsstaða. Ráðamenn í Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna er í húfi.
Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða.
Meirihlutinn áttar sig ekki á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma. Iðnaðarsvæði við Lyngáer gott og gilt, en verður þar ekki tugi ára í viðbót.
Svæði norðan Eyvindaár hentar undir blandaða byggð, s.s. verslun, orkuríka starfsemi, starfsumhverfi þungavinnuvéla og margskonar þjónustu tengda flutningastarfsemi, - að því gefnu að Norðurleiðin verði valin.
Meirihlutinn í Múlaþingi hefur ekki heildarsýn um gagnkvæmar tengingar umferðar- og samgöngumannvirkja t.d. milli Seyðisfjarðarhafnar og Egilsstaðaflugvallar
Ekki er hægt að fara í svo umfangsmiklar breytingar á skipulagi án þess að taka inn í heildarmyndina hvar ný Lagarfljótsbrú á að vera og hvar þjóðvegur eitt skuli liggja, svo lengja megi Egilsstaðaflugvöll uppfylla væntingar um meira millilandaflug.
Aðalskipulag á að vera lifandi plagg, án þess þó, að taka drastískum breytingum eftir dagsformi forseta sveitarstjórnar.
BVW.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2023 | 12:25
Þrjár skattahækkanir fyrir hverja lækkun
Frá árinu 2007 hefur verið gerð 391 breyting á skattkerfinu. Þar er um að ræða 293 skattahækkanir en einungis 93 lækkanir. Það þýðir að fyrir hverja skattalækkun hafa skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum.
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Viðskiptaráðs um skattkerfið sem birt verður í dag. Þar kemur einnig fram að umræddar breytingar hafi ekki einungis verið til að breyta gildandi sköttum heldur hafa nýir verið kynntir til leiks og gamlir afnumdir. Á árunum 2009-2013 voru alls tólf nýir skattar lagðir á en aðeins einn til lækkunar, það var frítekjumark fjármagnstekjuskatts. Frá áramótum 2022 hafa tekið gildi 46 breytingar á skattkerfinu en einungis sjö þeirra voru til lækkunar. Það gera fimm skattahækkanir fyrir hverja skattalækkun.
Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir álíka margar breytingar til hækkunar undanfarin tvö ár hafa lækkanir verið mun færri en að jafnaði, segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við ViðskiptaMoggann.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/05/31/thrjar_skattahaekkanir_fyrir_hverja_laekkun/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)