Fjarðarheiðargöng ekki lengur á dagskrá?

frettin 30. september 2024 / 14:42

https://frettin.is/2024/09/30/fjardarheidargong-ekki-lengur-a-dagskra/

Harkalega var tekist á, á haustþingi Samtaka Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem fram fór 26 til 27 september síðastliðin.
Í ályktun þingsins vekur athygli að sveitarfélög á Austurlandi virðast hætt baráttu sinni fyrir samgöngubótum til margra ára.
Í ályktun síðasta árs kom fram kröftugt ákall til stjórnvalda að hefja framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng, heilsársveg yfir Öxi og endurbætur á úr sér gengnum Suðurfjarðarveg. SSA hefur um áratuga skeið barist fyrir þessum framkvæmdum sem þykja nauðsynlegar fyrir vöxt og viðgang samfélagsins fyrir austan.
Á sama tíma draga stjórnvöld að samþykkja nýja samgönguáætlun og seinka framkvæmdum aftur og aftur.

Í ályktun SSA 2024 ber við annan tón þar er enginn þessara samgöngubóta nefnd á nafn, heldur aðeins farið almennum orðum um samgöngubætur í samræmi við lítt þekkt Svæðaskipulag Austurlands. Reyndar kemur fram eftirfarandi texti í ályktuninni „að hafin verði vinna við næstu jarðgöng á Austurlandi“ án þess að nefna hver þau jarðgöng séu.

Harðar umræður hófust þegar Þröstur Jónsson fulltrúi M-lista í Múlaþingi bar fram eftirfarandi breytingartillögu við ofangreindan texta „að hafin verði vinna við  Suðurfjarðaveg, Fjarðarheiðargöng og Axarveg“. Breytingartillagan var felld en fékk þó stuðning.

Þetta vekur því spurningar um ósætti innan SSA sem áður hefur verið sammála um þessar framkvæmdir ella hvort komi til samtarf ríkisstjórnarflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, við meirihluta sveitarstjórna Fjarðarbyggðar og Múlaþing úr sömu flokkum um að kasta þessum framkvæmdum í bið.
Í því sambandi vekja athygli ummæli Berglindar Hörpu Svavarsdóttur oddvita sjálfstæðismanna í Múlaþingi á síðasta sveitarstjórnarfundi á þá leið að ein samgönguframkvæmd  ríkisstjórnarinnar [Borgarlína eða Hornafjarðarfljót] þyrfti svo mikið fjármagn að líklegast yrði ekki af framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng í bráð.

Þá vekur einnig athygli að málgagn Framsóknarmanna á Austurlandi;  Austurfrétt skautar fram hjá þeim deilum sem risu á SSA þinginu um þetta mál.

Fréttin hafði samband við Þröst Jónsson sem bar fram breytingartillöguna. Vildi hann lítið tjá sig um hana en sagði þó að hann væri undrandi hversu harkalega brugðist hafi verið við breytingatillögunni fyrir atkvæðagreiðsluna og á sig þrýst að draga tillöguna til baka í „tveggja manna tali“.

Oddvitar meirihluta í Múlaþingi; Berglind Harpa Svavarsdóttir (xD) og Jónína Brynjólfsdóttir (xB) auk  Þrastar Jónssonar fulltrúa minnihluta (xM).

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband