Færsluflokkur: Spaugilegt

Múlaþing 17. júní. Þjóðsönginn, nei takk

Felldu tillögu um þjóðsönginn á 17. júní

Sér­stakt mál­efni var tekið fyr­ir á síðasta fundi byggðarráðs Múlaþings, en þar var fjallað um aukn­ar fjár­veit­ing­ar til fim­leika­deild­ar Hatt­ar til að halda utan um 17. júní-hátíðar­höld­in á Eg­ils­stöðum, en venja er að fé­lagið sjái um dag­skrána.

Þröst­ur Jóns­son, áheyrn­ar­full­trúi Miðflokks í byggðarráði, lagði fram til­lögu þar sem hann fór fram á að þjóðsöng­ur­inn „Ó, guð vors lands“ yrði sung­inn að minnsta kosti einu sinni í at­höfn­inni og þá helst við inn­göngu Fjall­kon­unn­ar, enda væri það viðeig­andi á þjóðhátíð lands­ins.

„Ástæðan fyr­ir því að ég lagði fram þessa breyt­ing­ar­til­lögu var að þjóðsöng­ur­inn var ekki sung­inn á 17. júní í fyrra. Ég hef nú stund­um gant­ast svo­lítið með það, en eft­ir 17. júní í fyrra feng­um við eitt það mesta skíta­sum­ar sem komið hef­ur hér í manna minn­um. Ég vildi þá setja þann varnagla að þjóðsöng­ur­inn yrði sung­inn í ár á þjóðhátíðinni og skil ekki að það skaði nokk­urn mann,“ seg­ir Þröst­ur og bæt­ir við að ekki væri verra ef veðrið yrði skap­legt í kjöl­farið.

„En til­lag­an var felld með þrem­ur at­kvæðum og tveir sátu hjá,“ seg­ir Þröst­ur. „Ég get ekki sagt ná­kvæm­lega hvað fór fram á fund­in­um, en get þó sagt að um málið urðu nokkr­ar umræður. Það er eins og það sé eitt­hvað „púkó“ að syngja þjóðsöng­inn af því að guð sé nefnd­ur. Ég veit ekki hvað á að segja annað, þótt ég vilji ekki full­yrða að það sé ástæðan.“

Þröst­ur seg­ir að í fyrra hafi verið spilað lagið „Ísland er land þitt“ við inn­göngu Fjall­kon­unn­ar og að það sé ágæt­is lag. „Ég spyr þó hvenær þjóðsöng­ur­inn sé við hæfi, ef ekki ein­mitt á þjóðhátíðar­degi Íslend­inga?“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/22/felldu_tillogu_um_thjodsonginn_a_17_juni/

 

Á hvaða vegferð eru stjórnendur í sveitarstjórn Múlaþings þessa dagana?

Þjóðsönginn á 17. júní. Nei takk

Kristinfræði kennsla í grunnskóla? Nei takk.

Fræðsla um Samtökin78 í Grunnskólum? Já takk.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband