29.10.2022 | 15:33
Miðflokkurinn á ferð og flugi
Flokksráðsfundur er nú haldinn á Egilsstöðum. Á föstudagskvöldið fyrir fund, gafst fulltrúum kostur á að fara óvissuferð um Fljótsdalshérað. Stoppað var í Hallormsstaðaskóla og boðið upp á kaffi, vöfflur og heimagerðar sultur úr heimabyggð. Skólameistarinn Bryndís Fiona Ford flutti fulltrúum magnað erindi og dró ekkert undan um kerfislægan, íþyngjandi vanda, sem er manngerður og þar fer ekki saman hljóð og mynd hjá stjórnvöldum.
Á Skriðuklaustri voru jafnframt hlýjar móttökur með snafs og réttum úr héraði að hætti Elísabetar Þorsteinsdóttir. Í fjarveru forstöðumanns fór Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir yfir sögu staðans og gerði það á eftirminnilegan hátt.
Ekki var ferðin endaslepp því hún endaði í Vök-Baths, þar sem fulltrúar létu líða úr sér ferðaþreytuna við að koma sér austur. Létt spjall í afslappandi umhverfi setti punktinn á eftir áhugaverðan dag.