Umframkostnaður við nýjan Landsspítala á við ný Seyðisfjarðagöng

Margt hefur verið ritað um Seyðisfjarðagöng og eftir því sem greina- og þáttargerðahöfundar búa fjær vettvangi því vitlausari þykir þeim framkvæmdin og dýr.  Nú er komið fram sem þingmenn Miðflokksins margbentu á, að staðsetning og umfang Landspítalans mundu leiða af sér fleiri vandamál en lausnir og umfram kostnaður myndi aukast verulega.

Júlí 2021
Nýbyggingar Landspítalans kosta 16,3 milljörðum króna meira en kostnaðarmat gerði upphaflega ráð fyrir. Heildarkostnaðurinn verður tæplega 80 milljarðar.

Þessi mikli aukakostnaður kom í ljós eftir fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði.
https://www.mannlif.is/frettir/nyr-landspitali-langt-fram-ur-aaetlun-rumir-16-milljardar-fjuka-aukalega/

Nóvember 2022
Verðbætur og hátt hrá­vöru­verð hafa gert það að verkum að kostnaður við byggingu nýs Land­spítala við Hring­braut hefur hækkað um­tals­vert. Kostnaðar­mat verk­efnisins var upp­fært árið 2017 en þá var gert ráð fyrir að spítalinn myndi kosta um 63 milljarða. Heildar­kostnaður er nú farinn að nálgast 90 milljarða, sem er 27 milljörðum yfir áður út­gefnu mati.

Ás­björn Jóns­son, sviðs­stjóri fram­kvæmda­sviðs hjá Nýjum Land­spítala (NLSH), segir stærstu verk­þætti spítalans enn innan þeirra skekkju­marka sem gert var ráð fyrir í upp­hafi. Ekkert bendi til annars en að verkinu verði lokið árið 2028 eins og á­ætlað var.
https://www.frettabladid.is/markadurinn/landspitali-tugi-milljarda-yfir-aaetlun/

Miðað við framvindu umframkostnaðar við Landsspítalann, má reikna með að framúrkeyrslan verði um 54 milljarðar, eða um tíu milljörðum meira en áætlað er að ný Seyðisfjarðagöng kosti tilbúin.

Var illa að verki staðið við byggingu Landsspítala í upphafi?
Var ekki hægt að fá norrænar teikningar af sambærilegu mannvirki?
Var staðsetningin vitlaus?
Er einhver ábyrgur?

Almennt þykir Fréttaveitum í Reykjavík þetta greinilega ekki það mikið, að það taki því að fjalla um.


Bloggfærslur 20. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband