Ríkisstjórnin ætlar að banna olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Íslands kveður á um bann við leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögu landsins. Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að sitja við orðin tóm því drög að frumvarpi þar um eru nú þegar í samráðsgátt.

Vísað er til þess að kolefnisvinnsla sé ekki í samræmi við áform stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á sama tíma veita norsk stjórnvöld 53 ný olíuleitarleyfi í lögsögu sinni og vilja skála í kampavíni fyrir nýju olíuvinnslusvæði.

Eins og staðan er í dag í orkumálum heimsins er það mikill misskilningur að olíuvinnsla sé ekki umhverfisvæn. Yfir 40% rafmagnsframleiðslu heimsins er í dag framkvæmd með bruna kola. Kolabruni er mun meiri loftslags-vá en bruni olíu og gass. Með meiri framleiðslu olíu og gass má draga úr bruna kola.

Þrátt fyrir mikla umræðu um orkuskipti, eru þau langt undan, ekki síst í löndum þar sem brennsla kola er langmestur svo sem í Kína. Þar í landi sem annarsstaðar eru stór kolaorkuver í byggingu og ekkert lát virðist þar á.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að loka öllum kolaorkuverum innan Evrópubandalagsins fyrir 2032, er vandséð að slíkt gangi eftir. Hér á landi er vandséð að títt nefnd orkuskipti gangi eftir fyrir 2040, einfaldlega vegna þess að slíkt kallar á byggingu orkuvers af sambærilegri stærð og Sigölduvirkjun á hverju ári.

Mannkyn þarf því að reiða sig á jarðefnaeldsneyti um ókomna áratugi. Því er mikilvægt umhverfismál að auka olíu og gas-notkun á kostnað kolabruna.

Rannsóknir á Drekasvæðinu og ef til vill vinnsla síðar meir yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NA-landi, allt frá Fjarðarbyggð í suðri til Langaness í norðri. Hafnir í Fjarðarbyggð og á Seyðisfirði yrðu mikilvægar aðfanga-hafnir og flugvöllurinn á Egilsstöðum mikilvægur þjónustuvöllur. Þá má sjá fyrir sér olíuhreinsunarstöð norðan Vopnafjarðar, sem myndi kalla á jarðgöng undir Hellisheiði milli Héraðs og Vopnafjarðar, sem aftur mundi stuðla að sameiningu sveitarfélaganna Vopnafjarðar og Múlaþings.

Sveitastjórn Fjarðarbyggðar hefur fagnað komandi rannsókna-og vinnslubanni og Reyðarfjörður því ekki lengur olíubær Íslands. Það má því gera ráð fyrir að umsvif í Seyðisfjarðarhöfn stóraukist þegar rannsóknir/vinnsla hefst. Því þarf að hefjast handa við Fjarðarheiðargöng helst í gær. Hagkvæmni þeirra gangna stóreykst þegar þessi atburðarás fer í gang.

Þó seint sé í rassinn gripið bera vonandi aðrar sveitastjórnir á svæðinu gæfu til að mótmæla þessu ógæfusama banni, enda mikið í húfi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Þröstur Jónsson

1. Sæti Miðflokksins í Múlaþingi.


Bloggfærslur 10. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband