Ekki of seint

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar árið 2013 var aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem lofaði mikl­um heimt­um fjár­muna úr fór­um kröfu­hafa hinna föllnu banka. Það var líka aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem stóð við það lof­orð og gott bet­ur. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tryggði heimt­ur til handa rík­is­sjóði í formi stöðug­leikafram­laga frá kröfu­höf­um, sem varð grund­völl­ur hröðustu efna­hags­legu um­skipta nokk­urs rík­is í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Eign­ar­hlut­ur rík­is­sjóðs í Íslands­banka er hluti af þessu upp­gjöri.

Þetta upp­gjör við kröfu­hafa föllnu bank­anna reynd­ist líka for­senda þess að rík­is­sjóður var síðar í fær­um til að standa af sér þau efna­hags­legu áföll sem dundu á Íslend­ing­um í ný­af­stöðnum heims­far­aldri. Án stöðug­leikafram­lag­anna und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs væri staðan sann­ar­lega slæm í dag.

Rík­is­sjóður fékk 95% af hluta­fé Íslands­banka af­hent í formi þess­ara fram­laga. Það hef­ur síðan skilað Íslend­ing­um, raun­veru­leg­um eig­end­um bank­ans, miklu fé í rík­is­sjóð í formi arðgreiðslna og sölu á hlut­um í bank­an­um; um 180 millj­örðum nú þegar og enn á rík­is­sjóður hlut í bank­an­um upp á um 95 millj­arða. Sam­tals skil­ar Íslands­banki því um 275 millj­örðum.

Miðflokk­ur­inn, und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, lofaði því í síðustu alþing­is­kosn­ing­um að af­henda Íslands­banka þeim sem þegar eiga hann; Íslend­ing­um, með bein­um hætti. Þannig hefði hver Íslend­ing­ur fengið út­hlutaðan jafn­an hlut sem næmi nú um millj­ón króna fyr­ir hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Það er eitt­hvað.

En sú leið var ekki far­in held­ur önn­ur sem nú hef­ur valdið miklu ósætti, tor­tryggni í garð sölu rík­is­eigna og miklu van­trausti. Ekki bæt­ir úr skák að þeir sem halda á ábyrgð í mál­inu á stjórn­ar­heim­il­inu hafa stimplað sig út úr allri mál­efna­legri umræðu um söl­una, horfa í hina átt­ina og vona að ein­hverj­ir aðrir endi með þetta í sinni kjöltu.

Í rík­is­stjórn­inni er hver hönd­in upp á móti ann­arri. Þeir sem yf­ir­höfuð hafa gefið kost á viðtali við fjöl­miðla eða tjáð sig á annað borð reyna að bera sak­ir á ein­hvern ann­an og upp­hefja sjálfa sig í leiðinni. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem tjá sig þykj­ast lítið vita um málið, segj­ast voða svekkt­ir. Aðrir halda dauðahaldi í þögn­ina og vona að málið verði bara búið fljótt. Einn ráðherr­anna og formaður eins stjórn­ar­flokks­ins fer áfram huldu höfði eft­ir al­var­leg um­mæli á búnaðarþingi sem hon­um hef­ur reynst erfitt að þyrla upp nægu ryki um svo fólkið sjái ekki það sem blas­ir við: lé­legt inni­hald í smart umbúðum góðra al­manna­tengla.

Rík­is­stjórn­in og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir eru á flótta und­an sjálf­um sér.

Er þá ekki bara best að fara að ráðum Miðflokks­ins og af­henda Íslands­banka með bein­um hætti til raun­veru­legra eig­enda, Íslend­inga? Það er ekki of seint.

Bergþór Ólason


Bloggfærslur 14. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband