Vigdís og Þröstur á ferðinni

Vigdís Hauksdóttir 3

 

Laugardaginn 30. apríl var Vigdís Hauksdóttir á ferðinni í Múlaþingi í fylgd Þrastar Jónssonar oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Nokkrar vangaveltur hafa verið manna á meðal, hvort hún sé fulltrúi Miðflokksins í stól bæjarstjórans.  Hvorki Vigdís né Þröstur vildu játa eða neita þessum orðrómi. 

Ferðin hófst í Tehúsinu það sem var súpufundur og málin rædd.  Þaðan var ferðinni heitið á kosningaskrifstofuna þar sem hún var opnuð formlega og verður fyrst um sinn opin milli 17:00 og 19:00 alla daga. 

Þaðan lá leið Vigdísar að svæði hitaveitunnar undir leiðsögn Höllu Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, sem fór  yfir sögu hitaveitunnar. 

Þar næst var ferðinni heitið í VökBath. Á morgun verður farið á Seyðisfjörð.

Svo er bara að bíða kosningaúrslitanna og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort við eigum von á hressum bæjarstjóra í Múlaþingi á næsta kjörtímabili. throstur_jonsson_x2020_0002_web-1


Bloggfærslur 30. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband