13.5.2022 | 21:40
Við höfum kjark til að breyta.
Ég er aðfluttur andskoti eins og það er stundum orðað og frá því að ég blandaði mér í pólitík á Héraði þá hafa verið háværar raddir íbúa í dreifbýlinu um sorphirðu og vetrarþjónustu. Það passar við þá fundi sem ég hef setið og rætt þessi mál. Krafan frá íbúum í dreifbýli er að þessi þjónusta verði löguð eða í það minnsta staðið við þá samninga sem hafa verið gerðir og þá dagskrá sem gefin hefur verið út, það er góð byrjun. Ítrekað hefur sveitastjórn í sínum svörum bent á verktakann, sem sér um sorphirðu fyrir sveitarfélagið, en ástandið skánar lítið. Hver er í vinnu hjá hverjum mætti spyrja?
Að laga sorphirðumálin er alls ekki flókið verkefni, stöndum við gefin loforð og metum svo stöðuna hvort það þurfi að bæta í.
Samgöngumál eru okkur afar mikilvæg og verðum við að standa vörð um að fá þær umbætur og framkvæmdir sem eru í vinnslu. Ein af aðalforsendum hjá mörgum fyrir að samþykkja þá sameiningu sem átti sér stað var að Fjarðarheiðargöng og Axarvegur kæmust á kortið og framkvæmdir myndu hefjast á næstu misserum. Við megum hvergi slaka á í þeirri baráttu!
Við þurfum að ákveða hvar ný Lagarfljótsbrú á að vera og hefjast handa við að skipuleggja það svo það verkefni komist í framkvæmd. Lagarfljótsbrúin ásamt Jökulsá á Fjöllum ( sem er sennilega lélegasta brúin á hringveginum ) eru þess valdandi að Múlaþing er að verða af umtalsverðum tekjum á Seyðisfjarðarhöfn vegna þess hversu léleg burðargetan er á þeim. Sá þungaflutningur hefur nú færst til Þorlákshafnar.
Framboð Miðflokksins mun beita sér fyrir, því að þessar brýr komist inn á samgönguáætlun.
Í skipulagsmálum þurfum við að hugsa stærra og lengra fram í tímann en hefur verið gert fram að þessu. Suðursvæðið svokallaða og svæðið innan við Selbrekku býður upp á magnað byggingarland. Við verðum að halda áfram að skipuleggja íbúabyggð, leikskóla og grunnskóla á því svæði. Mikilvægt er að uppfylla mismunandi þarfir um íbúðastærð og þar sem þörfin er mest teljum við nauðsyn á að byggja íbúðablokkir.
Nú í aðdraganda kosninga birtast loforðin í stríðum straumum frá framboðum í Múlaþingi, athyglisvert er að sjá sömu loforðin frá þeim sem hafa verið í meirihluta mörg kjörtímabil í röð og ekki en haft kjark til að standa við þau. En það virðist virka að dusta rykið af gömlum heitum, því miður
Við þurfum kjark til að breyta og taka ákvarðanir. Ekki láta blekkjast af loforðum, sem ekki er hægt að standa við.
Ég hvet alla til að nýta kosningaréttinn sinn og sýna kjark með því að setja X við M.
Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Hannes Hilmarsson
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 21:34
Kjördagurinn upp runninn
Kosningaskrifstofa Miðflokksins Lyngási 2 Egilsstöðum, er opin á kosningadaginn frá 10:00 til 22: +
Við verðum með kosningakaffi á Egilsstöðum á meðan skrifstofan er opin og í samvinnu við Björgunarsveitina Sveinunga á Borgarfirði í Fjarðarborg frá klukkan 14:00
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 14:34
Áttavitinn á ferð og flugi
Auglýsingastandurinn "ÁTTAVITINN" hefur vakið verðskuldaða athygli.
Nokkrir hafa gert athugasemd við staðsetningu hans á bílastæðum og þessir sjálfskipuðu stöðumæalaverðir hafa verið upplýstir um að bíll og kerra eru í fullum rétti á bílastæði.
Allra best er þegar ækið hefur verið á ferðinni um bæinn, að þeir bílstjórar sem maður mætir eru eitt sólskyns bros og væntanlega eru þeir glaðir í sinni í kjörklefanum þegar þeir ákveða að setja:
X við Miðflokkinn.
Vonandi nýta sem flestir rétt sinn til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins. Hver og einn ber ábyrgð á sínu atkvæði. En vitanlega er er best að kjósa Miðflokkinn, því hann vill ekki afhenda Vegagerðinni Íslands skipulagsvaldið, eins og núverandi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
X við M og málin eru í höfn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)