Seyðisfjörður 1. maí

Árla morguns 1. maí var stefnan tekin á Seyðisfjörð.  Veður hefði mátt vera skárra en hlýjar móttökDSC_0880ur í Golfsskálanum á Seyðisfirði bætti það upp. Þrátt fyrir að vera nokkuð snemma á ferðinni voru sprækir karlar komnir á staðinn að leysa heimsmálin, hita kaffi og leggja drög að afrekum dagsins á golfvellinum.

 

Vigdís spjallaði létti við heimamenn og bauð þeim að

DSC_0840fá barmmerki Miðflokksins sem flestir þáðu með þökkum. 

Eftir að þessi hressi hópur hafði verið kvaddur með

virktum,var haldið í skoðunarferð um bæinn 

DSC_0871og staðnæmst við skriðusvæðið, þar sem Vigdís var frædd um hreinsunarstarfið eftir skriðurnar í desember 2020. 

 

Magnað er að sjá hvað hefur gengið vel að laga landið og fegra ásýnd þess eftir hörmungarnar.  Vigdís lét í ljós mikla aðdáun á því hvað vel hefði til tekist fram að þessu og hve samstíga heimamenn og hefðu verið að ganga í hreinsunarstarfið og æðrulausir.

 DSC_0884

Eftir skoðunarferðina var komið við í Herðubreið og snædd frábær kjúklingasúpa í boði AFLs starfgreinasambands og kaffi á eftir. Hafið þökk fyrir það.

 

Rætt var við gesti og að lokinni ánægjulegri stund á Seyðisfirði var lágt á Fjarðarheiðina á ný.

DSC_0843DSC_0868


Bloggfærslur 2. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband