Vegurinn frá Seyðisfjarðargöngunum – undirbúningur Vegagerðarinnar – sannleikurinn um leiðina gegnum Egilsstaðabæ.

Nú þegar liggur fyrir að grafa göng undir Gagnheiði frá Seyðisfirði til Héraðs, taka þarf ákvörðun um legu vegarins frá göngunum. Vegagerðin hefur skotið upp þremur möguleikum, en mælir sérstaklega með einni leið, svokallaðri suðurleið og rökstuðningurinn byggir að hluta til á illa unnu umhverfismati.

Norðurleiðin er áætluð af Vegagerðinni meðfram Eyvindarárgilinu sem er versta leiðin þegar farið er norður eftir. Ef farið er ofar og komið á núverandi Seyðisfjarðarveg ofan Steinholts er farið að mestu eftir gömlum jökulruðningum sem er mjög gott undirlag undir veg. Auk þessa fara byggðalínur til fjarða um þetta svæði og vegurinn kemur til með að liggja ofan þeirraHagsmunir Landsnets og Vegagerðarinnar gætu farið saman þegar kemur að aðgengi að línunum um þjóðvegakerfið.

Land það sem vegurinn liggur um er að mestu í eigusveitarfélagsins Múlaþings. Talað er um verndarsvæði um Miðhúsaskóg, en það ætti að vera umsemjanlegt vegna fordæmis gagnvart Landsneti, vegna lagningu nýrrar línu um svæðið.Góð tenging næðist milli samgöngumannvirkja, sem er Seyðisfjarðarhöfn ogEgilsstaðaflugvöllur. Auk þess sem umferð frá Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði færi í öllum tilvikum utan þéttbýlisins á Egilsstöðum.

Suðurleið er áætluð af Vegagerðinni beint frá göngum yfir Eyvindarárgil að núverandi þjóðvegi númer eitt. Hugmynd þeirra er svo að leggja nýjan veg um Prestakershöfða og síðaní suður undir bæði Grímsár- og Haugalínur og suður fyrir byggðina gegnum framtíðar svæðifyrir byggð á Egilsstöðum í átt að Þórsnesi. Land það sem vegurinn á að liggja um er í einkaeign og ósamið við landeigendur, sem gæti tekið langan tíma.

Á þessu landi eru stærsta vaxtarsvæði Blæaspar á Íslandi, sem er eina tegund trjáa á Íslandi utan Birkis, sem hefur vaxið á Íslandi frá því land byggðist og finnst nánast hvergi á landinu annars staðar.  Ekki erminnst einu orði á þetta í umhverfismati Vegagerðarinnar. Vegagerðin kannaði heldur ekki afstöðu Egilsstaðabúa til umferðar um miðbæ Egilsstaða né heldur gegnum íbúðabyggðina, en umferð mun aukast þar mjög á næstu árum.

Ég tel áætlun Vegagerðarinnar um umferð vanáætluð, hún muni verða mun meiri, þar sem byggð mun stækka og ferðamennskan aukast umfram áætlanir á næstu árum. Auk þessa þá vildi Umhverfisstofnun auglýsa verndarsvæði þarna um leið og Miðhúsaskóg, en landeigendur lögðust gegn því og því fékkst það ekki í gegn. Þetta þýðir að nýtt nákvæmt umhverfismat þarf að fara fram og mun taka langan tíma og gæti endað í að ekki yrði leyft að leggja þjóðveg um svæðið.

Hvað þýðir þetta svo. Það þýðir að það mun taka mjög langan tíma fyrir Vegagerðina að fá land undir veg á suðurleið ef nokkurn tíma. Vegagerðin mun leita eftir bráðabirgðaleyfi til að tengja Seyðisfjarðarveginn við núverandi veg um Hálsinn niður gegnum Egilsstaði. Þar sem samningar við landeigendur og umhverfismat muni taka langan tíma og þýðir að þá munivegurinn liggja niður gegnum Egilsstaðabæ næstu áratugi.

Ef vegurinn liggur um svokallaða norðurleið mun ekkert af þessu koma til og meginhluti þungaumferðar mun fara utan við bæinn, sem þýðir að öryggi barna á leið í skóla verður meira.

Höfundur Björn Ármann Ólafsson

Í 4.sæti á framboðslist Miðflokksins í Múlaþingi

 


Bloggfærslur 3. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband