Reykjavíkurflugvöllur - Lífæð Austurlands

Ekki hefur verið rætt í kosningabaráttunni mikið um hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir okkur, sem búum á hjara veraldar hér í Múlaþingi, að hafa flugvöll í Reykjavík. Það vekur furðu að allir flokkar, sem bjóða fram í landinu undanskildum M-listanum, eru á móti veru flugvallarins í Vatnsmýri og vilja flytja hann suður á Reykjanes.
_DSF2156
Reykjavíkurflugvöllur hefur gegnt afar mikilvægu og þörfu hlutverki við að tengja landsmenn saman, landsbyggðina við höfuðborgina, í hart nær 100 ár. Þar eru Austurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í Múlaþingi samstíga.

Það mætti halda að þessir flokkar væru á móti sjálfum sér og íbúum landsbyggðarinnar, því allir sem hafa komið að máli eru sammála um að flutningur Reykjavíkurflugvallar mun hafa það í för með sér að flugið muni leggjast af eða í besta falli skerðast mjög.

Miðflokkurinn í Múlaþingi áttar sig á þörfinni, enda erum við „flugvallavinir“ í öllum þeim verkum sem við tökum okkur fyrir hendur.

Landhelgisgæslan og sjúkraflugið er lífæð sjómanna og okkar, sem búum og störfum í Múlaþingi, en þrátt fyrir það hefur meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur fellt tillögur þess efnis að styðja við landhelgisgæsluna.

Enginn flokkur, að undanskildum Miðflokknum vill ræða þetta vitrænt, aðeins snúa útúr. Staðreyndir taka af allan vafa í þessum efnum.

Á laugardaginn 14. maí verður m.a. kosið um Reykjavíkurflugvöll og veru hans þar og þar með talið lífæð okkar.

Kjósum M-listann til áhrifa

Örn Bergmann Jónsson
þriðji maður á M-lista í Múlaþingi

https://www.austurfrett.is/umraedan/reykjavikurflugvoellur-lifaedh-austurlands

 


Bloggfærslur 6. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband