16.2.2023 | 09:25
Sigmundur Davíð og Bergþór á ferð og flugi
Miðflokkurinn á undir högg að sækja og er magnað að fylgjast með hvernig pólitískt einelti viðgengst gegn góðum málflutningi Miðflokksmanna. Þar leiðir RÚV eineltið, ýmist með þöggun eða japplar á síendurteknu efni.
Áður hefur á þessari síðu verið fjallað um vanhæfissirkusinn í Múlaþingi gegn Þresti Jónssyni, Miðfokksmanni í sveitastjórn, rugli sem engan endi virðist ætla að taka. Meirihlutinn er kominn í bullandi vörn með málið og Innviðaráðuneytið reynir að kaffæra bjálfaganginn í flokksmönnum sínum, með 13 blaðsíðna greinagerð til sveitarfélagsins með engri vitrænni niðurstöðu um vanhæfi Þrastar.
Barátta Miðflokksins í skipulagsmálum er að bera árangur, en fram að þessu hefur ekki verið tekið undir beiðni flokksins að setja málið í almenna kosningu, er varðar leiðarval umferðar um bæjarfélagið.
Iðurlega er gert lítið úr málflutningi flokksmanna og síðan snúa andstæðingarnir skyndilega við blaðinu og gera málflutning Miðflokksins að sínum.
Um þetta og margt fleira verður fjallað um á sunnudaginn.
Vertu velkominn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)