Öxi – Þáttur samgangna í heilbrigðisþjónustu – Samgöngur og önnur þjónusta

Heilbrigðisþjónusta hefur verið þjappað í Heilbrigðisstofnun Austurland (HSA) og á eitt fjórðungssjúkrahús. Ef það dugar  ekki eru sjúklingar fluttir til Akureyrar í sjúkrabíl eða sjúkraflugi, eða  til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Þetta segir okkur að samgöngur verða að vera í lagi, vegir opnir styðstu leið á heilsugæslu eða sjúkrahús. Samgöngur eru hluti heilbrigðisþjónustu á Austurlandi.

Öxi spilar stóran þátt í þessu. Vegalengd til Egilsstaða frá Djúpavogi er 85 km um Öxi en ef þú þarft að fara um firði þá eru það 152 km eða 67 km munur. Þegar farið er á Neskaupstað eru það 152 km um Öxi en 157 km um firði. Talað er um að Öxi sé fjallvegur og því geti brugðið til beggja vona um færð. En hæsti hluti Öxi er ekki nema 10 km og bara ófært í verstu veðrum sem er ekki daglegt brauð. Akstur um firði er um annes þar sem stormar eru algengir og oft ófært þess vegna, veginum lokað. Einnig falla skriður, krapahlaup og snjóflóð á þeirri leið. Þegar neyðin kallar er því nauðsynlegt að hafa fleiri enn einn möguleika á að komast í heilbrigðisþjónustu, annaðhvort á Fjórðungssjúkrahúsið eða með sjúkraflugi til Akureyrar. Fagridalur getur oft verið ófær vegna veðurs og þá oft skriðuhlaup í leysingum og einnig sjóflóð úr Grænafjalli sem gerist nokkrum sinnum á hverjum vetri.

Önnur öryggisþjónusta sem þarf að fara um þessa vegi eins og slökkvilið, þarf að komast  þá á sem skemmstum tíma. Aðalstöðvar Brunavarna Múlaþings eru á Egilsstöðum í samvinnu við brunavarnir á Egilsstaðaflugvelli og þjóna svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs. Á stöðum eins og  Djúpavogi, Seyðisfirði. Borgarfirði eystri og Vopnafirði er aðeins búnaður fyrir fyrsta undirbúningsútkall meðan liðið frá Brunavörnum Múlaþings er á leiðinni. Vegur um Öxi tryggir að alltaf er möguleiki á fleiri en einni leið milli staða til að tryggja öryggi.

Auk þessa er Egilsstaðaflugvöllur mjög mikilvægur í heilbrigðisþjónustu og aðgengi að honum þarf því alltaf að vera tryggt.

Björn Ármann Ólafsson
4.maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi


Bloggfærslur 17. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband