20.2.2023 | 16:50
Egilsstaðaflugvöllur flug og heilbrigðisþjónusta
Egilsstaðaflugvöllur er mjög mikilvægur þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, en er lítils virði ef flugið sem um hann fer þjónustar ekki íbúa landshlutans, flugþjónusta er léleg og óáreiðanleg.
Þetta á sérstaklega við þegar talað eru um Icelandair, versnaði við sameiningu Flugfélags Íslands og Icelandair, þó var hún ekki góð fyrir. Feld eru niður flug í tíma og ótíma, flugvélum skipt út þannig að færri komast með en hafa bókað sig, endurgreiðslur fást ekki þegar flug er fellt niður eða breytt, svo kostar offjár að fá bókun breytt þó breytingin hafi orsakast af aðgerðum Icelandair, flugbrúin fellur niður og fæst ekki notuð fyrir einstaklinginn (flugfélagið væntanlega hirðir samt greiðsluna frá ríkinu), bókaðar gistingar fást ekki endurgreiddar og bókaðir tíma á sjúkrahúsum eða hjá sérfræðingum falla niður og fást ekki aftur fyrr en mánuðum síðar.
Þetta er heilbrigðisþjónustan sem okkur er boðið uppá á Austurlandi og kostar okkur jafnvel hundruða þúsunda að fara í eina læknis vitjun, sem sjúkratryggingar endurgreiða ekki, auk þess þarf að draga það sem þeim ber að borga út úr þeim með töngum og tekur jafnvel mánuði að ganga í gegn.
Hér koma lýsingar nokkra aðila sem birtust á Facebook:
Petra Lind Sigurðardóttir·
Örsaga af Icelandair í dag:
Maðurinn minn átti löngu pantað flug ásamt syni okkar í fyrramálið, 17. Feb. að heimsækja fjölskyldu okkar fyrir sunnan auk þess að fara í læknaferð. Í gær kemur sonur minn veikur heim af leikskólanum svo ég reyni að hafa samband við Icelandair í morgun og fá fluginu breytt og ætla að senda dóttur okkar með pabba sínum í staðinn.
Ég opnaði netspjallið kl. 9 í morgun og var í samskiptum þar til kl. 10:30 en þar bað ég um aðstoð við að bóka dóttur okkar í flug þar sem ég gat ekki gert það sjálf enda aðeins 2 ára og hefði allaf þurft að vera í fylgd fullorðins og flugfélagið býður ekki upp á að bæta við miða innan sama bókunarnúmers.
Aðstoðin sem ég fékk virtist vera að ganga eftir góðan einn og hálfan tíma og þá spyr þjónustuaðilinn á chattinu hvort hann megi bjalla þegar hann hefur lokið við að græja bókunina. Hann var í vandræðum að bóka heimferðina því flugið heim á þriðjudag var fullt en hann virtist ekki geta "strokað" sætið hjá syni mínum út og bætt dóttur minni við. Það er skemmst frá því að segja að það símtal kom auðvitað aldrei.
Ég hringdi í Icelandair sjálf rétt fyrir kl. 13 og bað um aðstoð við sama mál og lýsti þar að auki yfir vonbrigðum þess að fá ekkert símtal því ég væri orðin stressuð að ná ekki inn miða í þetta morgunflug. Nafnabreyting er að sjálfsögðu ekki í boði svo að til þess að koma dóttur minni suður í þessa 4 daga ferð borgaði ég 25 þúsund krónur, með því að nýta loftbrúnna samt sem áður.
Kl. 13:15 eða rúmum 4 klukkutímum eftir að ég náði fyrst sambandi náðist loks að græja flugmiðann.
Kl. 18 fær maðurinn minn símtal frá Icelandair þar sem honum er tjáð að verið væri að skipta út stórri vél í fyrramálið fyrir litla vél og hann spurður hvort hann geti stokkið í kvöldvél klukkan 20. Hann er á kvöldvakt á Reyðarfirði og barnið staðsett í Neskaupstað svo augljóslega gekk það ekki upp. Hann lætur vita að hann sé á leið í læknisferð og starfsmaðurinn lætur hann vita að það sé verið að forgangsraða í litlu vélina í fyrramálið og að hann verði látinn vita hvernig flugið fer.
Kl. 20:15 koma skilaboð frá Icelandair að fluginu hans í fyrramálið sé aflýst og hann hafi verið endurbókaður kl. 16:05 skilaboðin komu eftir að hægt er að ná sambandi við Icelandair enda lokar þjónustuborðið kl. 20. Nú er fjögurra daga ferðin orðin að þriggja daga ferð, læknatíminn farinn fyrir bý og samt greiddi ég himinhátt verð til að svissa dóttur okkar eftir mikið stapp í símann og spjallið í allan dag.
Heimir Snær Gylfason
Jæja enn eitt vesenið og bara kaos á vellinum. Bilun var valdur því að a endanum var fluginu aflýst í gærkvöldi. Heyrði á mörgum að nú tæki við önnur 3ja mánaða bið eftir læknistíma. Hjá mér að breyta vinnuplönum er lítilræði miðað við það. En þetta er mjög óþægilegt, að fá svo engin svör fyrr en miðja nótt hvað verður gert í málinu er ekki gott. Verra er að það er ekki fyrr en á hádegi í dag. Hefði verið skárra með fyrsta flugi í morgun. Loksins þegar veður er skaplegt þá er það bilun.
Öryggisþáttur innanlandsflugs fyrir okkur sem búum fjærst þjónustunni þarf meiri fókus. Má halda að við séum orðin of vön slæmri þjónustu og úrræðaleysi að við gerum lítið til að biðja um það sem réttlátt er.
Sonur okkar átti að mæta í aðgerð í morgun aflýst alltof seint svo eina leiðin var að keyra í nótt, eða bíða með aðgerð einmitt í 3 mánuði það var líka seinkun til Akureyrar en flugið þangað en ekki austur
Svona er ástandið dag eftir dag og ekki hægt að bjarga nokkrum hlut. Hér þarf hið opinbera að grípa inní, eða byggja heilbrigðisþjónustu á Austurlandi þannig upp að hún nýtist íbúunum. Tekjuöflun Austurlands fyrir þjóðarbúið er margfalt það sem notað er á Austurlandi, náttúruauðlindir okkar nýttar þannig að allur arðurinn af þeim fer í þjóðarhítina en ekki ein króna kemur á Austurland.
Hvar er jafnræðið í þessu landi?
Björn Ármann Ólafsson
4.maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)