12.3.2023 | 11:20
Evrópukórinn kveðinn í kútinn
Samfylkingin og hliðarsjálf hans, Viðreisn, hefa haldið upp linnulausum áróðri um að ganga í ESB og taka upp EURO í stað krónunnar, þrátt fyrir skýrar upplýsingar um krónan sé okkar happapeningur. Endalaust söngl um að gera "samning um inngöngu" er ekki í boði, sama hversu oft sem sá söngur er kyrjaður breytist það ekki; það skal sótt um inngöngu á forsendum ESB, - annað er ekki í boði.
https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/2288133/#comments
"Málflutningur Evrópusinna hefur alltaf verið óheiðarlegur og byggst á blekkingum.
Að "kíkja í pakkann" er lygi. Aðildarsamningurinn er einfaldlega stofnsáttmáli Evrópusambandsins og hann hefur árum saman legið fyrir í íslenskri þýðingu.
Önnur lygi er að með inngöngu í ESB og upptöku evru muni verðtrygging hverfa af sjálfu sér eins og fyrir einhverja töfra. Hið rétta er að ekkert í reglum ESB og EMU segir til um hvaða lánsform aðildarríkin megi leyfa eða banna. Þegar ég vakti athygli sendiherra ESB á Íslandi á þessum galdramálflutningi íslenskra Evrópusinna var honum sýnilega brugðið og þvertók fyrir að fótur væri fyrir þessu, afnám verðtryggingar væri og yrði alltaf íslenskt innanríkismál.
Enn önnur lygi er meintur "kostnaður við krónuna" sem er sagður ógnarhár. Hið rétta er að það kostar íslenska ríkið ekki neitt að gefa út krónur. Þvert á móti hefur það hagnað af því. Sem dæmi kostar um 50 krónur að prenta einn tíuþúsundkall þannig að myntsláttughagnaður af hverjum seðli er 9.950 kr. Þar að auki kostar nákvæmlega ekkert að gefa út rafrænar krónur, eins og ríkið gerir með útgjöldum og bankar með útlánum.
Svo hefur aldrei verið útskýrt með hverju við eigum að borga fyrir allar þær evrur sem við hlytum að þurfa að kaupa ef við ætluðum að taka upp þann gjaldmiðil. Varla er neinn að fara að gefa okkur þær og fjarstæða að nokkur með heilu viti taki við greiðslu í krónum ef ætlunin væri að leggja þann gjaldmiðil niður. Snaróðir landsölumenn myndu þó varla setja það fyrir sig að afsala stórum hluta eigna ríkisins til að fá sína blautu evrudrauma uppfyllta."
Guðmundur Ásgeirsson
Svo mörg voru þau orð og rétt fyrir Evrópukórinn að láta nú þegar af lygaþvælu sinni, - í eitt skipti fyrir öll. (BVW)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)