29.6.2023 | 15:07
Norðurleiðin
Í gildandi skipulagi fyrir Egilsstaði er gert ráð fyrir gangamunna Fjarðaheiðganga ofan við Steinholt og vegi norðan Eyvindaár með brú við Melshorn.
Það er sú leið sem er hagkvæmust og ódýrust í framkvæmd og hefur minnst rask í för með sér. Það er sú leið sem M-listinn hefur talað ítrekað fyrir.
Vegagerðin hefur talað fyrir Dalhúsaleiðinni, sem er umtalsvert dýrari í framkvæmd og fer að miklu leyti yfir ósnortið land og mjög áhugavert byggingaland, sem yrði með grænum ósnortnum svæðum inn á milli.
Sveitarstjórn Múlaþings hefur afhent Vegagerðinni skipulagsvaldið og sýnir enga tilburði að vinna með samfélaginu í að veljabesta, ódýrasta og öruggustu leiðina fyrir íbúana.
Eftir síðustu vendingar ríkisstjórnarinnar, um frestum Fjarðaheiðaganga til 2025,gefst tækifæri til að vinda ofan af þessum áformum og hætta við auglýstar breytingar á aðalskipulagi Egilsstaða og endurskoða alla vinnu við það.
Á Egilsstöðum hefur í mörg ár verið krafa um að minnka óþarfa umferð þungaflutninga um miðbæ Egilsstaða. Ráðamenn í Múlaþings átta sig ekki á að öryggi íbúanna er í húfi.
Flest sveitarfélög vinna að því að þungaflutningar og umferð, sem ekki á beinlínis erindi inn í bæjarfélög, hafi greiða leið í jaðri byggða.
Meirihlutinn áttar sig ekki á þörfum atvinnulífsins um gott flæði um atvinnusvæðin með skriðþunga farma. Iðnaðarsvæði við Lyngáer gott og gilt, en verður þar ekki tugi ára í viðbót.
Svæði norðan Eyvindaár hentar undir blandaða byggð, s.s. verslun, orkuríka starfsemi, starfsumhverfi þungavinnuvéla og margskonar þjónustu tengda flutningastarfsemi, - að því gefnu að Norðurleiðin verði valin.
Meirihlutinn í Múlaþingi hefur ekki heildarsýn um gagnkvæmar tengingar umferðar- og samgöngumannvirkja t.d. milli Seyðisfjarðarhafnar og Egilsstaðaflugvallar
Ekki er hægt að fara í svo umfangsmiklar breytingar á skipulagi án þess að taka inn í heildarmyndina hvar ný Lagarfljótsbrú á að vera og hvar þjóðvegur eitt skuli liggja, svo lengja megi Egilsstaðaflugvöll uppfylla væntingar um meira millilandaflug.
Aðalskipulag á að vera lifandi plagg, án þess þó, að taka drastískum breytingum eftir dagsformi forseta sveitarstjórnar.
BVW.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)