10.3.2022 | 11:59
Fjarðarheiðagöng til Seyðisfjarðar
Á fundi sveitastjórnar Múlaþings, 9.3.2022 var farið yfir kynningarfund sem sveitarstjóri, fulltrúar í sveitarstjórn og umhverfis- og framkvæmdaráði áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar, föstudaginn 4. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var aðalvalkostir Vegagerðarinnar og umhverfismat vegtenginga við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng.
Sveitarstjórn Múlaþings Þakkaði þá vönduðu vinnu er Vegagerðin hafði staðið fyrir varðandi umhverfismat og valkosti varðandi mögulegar vegtengingar við Fjarðarheiðargöng. Eitt og annað í þeirri vinnu heldur þó ekki vatni.
Umræður urðu um málið og greinilegt að samhljómur var með öllum nema fulltrúa Miðflokksins. Ekki er annað að sjá að meirihluti sveitastjórnar Múlaþings hafi ekki nokkra framtíðarsýn fyrir framtíðarskipulagi og sé þar að auki sama um að þverskera framtíðar útivista- og byggingasvæði í landi Egilsstaða.
Meirihluti sveitarstjórnar lýsti síðan yfir stuðningi við þær niðurstöður er koma fram í vinnugögnum varðandi verkefnið og leggur áherslu á að Skipulagsstofnun hraði afgreiðslu umsagnar vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar eins og frekast er unnt þannig að formlegt kynningarferli geti hafist sem fyrst.
Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi undrun minni á bókun sveitarstjórnar sem hrasar að þeirri ályktun að val Vegagerðarinnar á Suðurleið sé rétt áður en endanleg skýrsla er komin út og áður en nokkur umræða hefur farið fram um þetta stóra mál í samfélaginu.
Það eru mér mikil vonbrigði að Vegagerðin virðist ekkert tillit hafa tekið til athugasemda minna um verðmætt íbúðabyggingaland sem veglína Suðurleiðar sker og eyðileggur.
Það er í verkahring kjörinna fulltrúa að ákveða hvaða leið verður valin, en ekki embættismanna ríkisstofnunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.