Sjúkrahús á Egilsstöðum

Fulltrúi Miðflokksins í Atvinnu- og menningarnefnd flutti tillögu í nefndinni.

"Tillaga um sjúkrahús á Egilsstöðum 

Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 13. maí 2019, hvetur til að láta kanna möguleika á því að byggja sjúkrahús á Egilsstöðum, þar sem svipuð þjónusta yrði í boði og er á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum.  Sérstaka áherslu skal lögð á að þar verði fullbúin bráða- og greiningadeild fyrir bráðveika og slasaða.  Þar verði einnig sérfræðingasetur, þar sem fullkomin aðstaða verði fyrir sérfræðinga, sem koma að til að og sinna sjúklingum og sérstaklega til að hvetja þá sérfræðinga og styðja, sem vilja setjast hér að."

Ekki var hægt að samþykkja þessa tillögu, en sveitastjórnafulltrúi Sjálfstæðis flokksins hefur síðan verið að klifa á því að á Egilsstöðun væri "með bætt­um tækja­kosti sé hægt að greina bráðavanda bet­ur og senda veika beint í sjúkra­flug suður", sem er að sjálfsögðu frábært fyrsta skref.

Þessi hugsun fellur ekki í kramið hjá stjórnendum H.S.A. þar sem ekki má hrófla við neinu innanhúss.

Réttur íbúa fjórðungsins víkur hér fyrir gamaldags hugsunarhætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband