Brýrnar í Austurlandskjördæmi, ekki í Madison County

Vegakerfið okkar er nokkuð þolanlegt, en brýr ekki að sama skapi í takt við tímann.

  • Lagarfljótsbrúin er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958. Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir eigendur þungavinnuvéla, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu milli Fellabæjar og Egilsstaða.  Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút sem búið er að hnýta svo hressilega, um hvar brú yfir Lagarfljótið á að vera í framtíðinni.  Það setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um einn kílómeter til suðurs.
  • Brúin á Gilsá í Skriðdal byggð 1958 og er einbreið og háð þungatakmörkunum.
  • Jökulsá á Fjöllum á Þjóðvegi eitt, einbreið hengibrú byggð 1947.
  • Brú í Öxarfirði, einbreið hengibrú byggð 1957.
  • Brýr í Fjarðabyggð á Þjóðvegi eitt. Einbreiðar brýr og háðar þungatakmörkunum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdal.

Þetta er hluti af vandamálum fjórðungsins og verður á verkefnalista Miðflokksdeildarinnar í Múlaþingi að þoka áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband