20.3.2022 | 11:02
Hin kalda hönd meirihlutans í Múlaþingi
Í miðju húsnæðisskorts taldi meirihlutinn í Múlaþingi vænlegast að rífa átta íbúðir til að byggja aðrar á sama stað. Ekki var hægt að sannfæra meirihlutann um að byggja fyrst íbúðir fyrir a.m.k. þá sem urðu að rýma umræddar íbúðir. Eftirfarandi eru um gjörninginn í nefnd bæjarfélagsins.
25. fundur Umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 16. júní 2021 kl. 14:00 - 18:40 á Skjöldólfsstöðum
- Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39
Málsnúmer 202101236
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.
Samþykkt með handauppréttingu, einn (ÁHB) sat hjá.
Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.
B.V.W.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.