22.3.2022 | 14:33
Er Austurfrétt að hagræða í frétt?
Í Austurfrétt er fjallað um lið 6. Í fundargerð Sveitastjórnar Múlaþings 9.3. sl.
Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar Sambandsins, dags. 25.02.2022, þar sem tekið er undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga um að sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings harmar stríðsástand í Úkraínu sem og annars staðar í heiminu og lýsir yfir samkennd og samhug með almennum borgurum þar sem og annarsstaðar sem þurfa að búa við ofbeldi og yfirgang stjórnvalda, innlendra sem erlendra. Sveitastjórn Múlaþings hvetur alla deiluaðila að leggja niður vopn og setjast að samningaborði, hlusta á kröfur hvers annars, með hag og öryggi almennra borgara að leiðarljósi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að greiða götu fólks á flótta en leggur til að vanda sé til verka, þannig að fjármunir nýtist sem best í stuðningi við flóttafólkið.
Tillagan felld með 9 atkvæðum en 1 greiddi atkvæði með (ÞS), einn sat hjá (HHÁ).
https://www.austurfrett.is/frettir/sagdhi-fordaemingu-mulathings-gegn-russlandi-of-harkalega
Fréttin er hroðvirknislega unnin, m.a. er skrifað um að "bókun" hafi verið felld. Rétt er af fréttamanni að kynna sér muninn á bókun og tillögu.
Annað er ekki síður athyglivert. Ekki er tekið á þessum níu, sem vilja eingöngu bóka um hörmungar í Úkraínu, en ekki nefna það í sömu andránni að það eru hörmungar víðar, sem eru jafn skelfilegar og í Úkraínu. Flóttamenn að flýja heimalönd sín og eignir. Þeir eru jafnframt ofurseldir glæpagengjum, sem eru að innheimta gjald til að koma þeim á betri stað. Sumir ná aldrei landi.
Allir eiga rétt á friðsælu lífi.
Er það ekki útgangspunkturinn í tillögu Þrastar?
Eru flóttamenn ekki sama og flóttamenn?
Hvað með Jón og Séra Jón?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.