2.5.2022 | 13:32
Seyšisfjöršur 1. maķ
Įrla morguns 1. maķ var stefnan tekin į Seyšisfjörš. Vešur hefši mįtt vera skįrra en hlżjar móttökur ķ Golfsskįlanum į Seyšisfirši bętti žaš upp. Žrįtt fyrir aš vera nokkuš snemma į feršinni voru sprękir karlar komnir į stašinn aš leysa heimsmįlin, hita kaffi og leggja drög aš afrekum dagsins į golfvellinum.
Vigdķs spjallaši létti viš heimamenn og bauš žeim aš
fį barmmerki Mišflokksins sem flestir žįšu meš žökkum.
Eftir aš žessi hressi hópur hafši veriš kvaddur meš
virktum,var haldiš ķ skošunarferš um bęinn
og stašnęmst viš skrišusvęšiš, žar sem Vigdķs var frędd um hreinsunarstarfiš eftir skrišurnar ķ desember 2020.
Magnaš er aš sjį hvaš hefur gengiš vel aš laga landiš og fegra įsżnd žess eftir hörmungarnar. Vigdķs lét ķ ljós mikla ašdįun į žvķ hvaš vel hefši til tekist fram aš žessu og hve samstķga heimamenn og hefšu veriš aš ganga ķ hreinsunarstarfiš og ęšrulausir.
Eftir skošunarferšina var komiš viš ķ Heršubreiš og snędd frįbęr kjśklingasśpa ķ boši AFLs starfgreinasambands og kaffi į eftir. Hafiš žökk fyrir žaš.
Rętt var viš gesti og aš lokinni įnęgjulegri stund į Seyšisfirši var lįgt į Fjaršarheišina į nż.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.