Fundur með Sigmundi Davíð og Þresti Jónssyni

IMG_2301IMG_2305IMG_2306Sigmundur Davíð var með fund í húsnæði Ökuskóla Austurlands í gærkvöldi ásamt Þresti Jónssyni, oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Vel var mætt á fundinn og fjörugar umræður.

Þröstur fór yfir málefni sveitarfélagsins og kynnti helstu áhersluatriði Miðflokksins á komandi kjörtímabili s.s. áherslur í skólamálum, almennt um húsnæðismál, áherslur eldri borgara, heilsugæslumál, erfiðleika í landbúnaði og samgöngumál.

Málefnalegar umræður áttu sér stað, sérstaklega um leiðina norður fyrir Egilsstaði um Melshorn, þar sem fundarmenn voru á einu máli og sammála áherslum Miðflokksins í því.

Sigmundur fjallaði almennt um stjórnmálastarfið og kom inn á sömu málefni og Þröstur.  Nefnd tvískinnunginn í loftslagsmálum þar sem hann nefndi að það væri einungis 10% mengun af framleiðslu áls hér á landi á móti vinnslu þess annarsstaðar með kolum eða olíu.

Nokkuð var rætt um stefnu flokksins í fæðuöryggi Íslands og áhyggjum Miðflokksins með afkomu bænda samfara síhækkandi verði á áburði.  Nefnt var að ríkisstjórnin styrkti ýmsa starfsemi, sem máttu sæta niðurskurði í Covid19 vegna fækkunar ferðamanna og samkomutakmarkana.  Landbúnaðurinn tekur hins vegar á sig afföll vegna hækkunar á áburðarverði og samdrætti í framleiðslu og mátti illa við því.

Talsvert var fjallað um ákvarðanafælni fyrri meirihluta og einn fundarmanna nefndi í hálfkæringi, að gengnir meirihlutar hefði ekkert gert, enda einn úr þeirri grúppum.  Hann fékk strax að vita það að það væri ekki rétt hjá honum.  Þeir hefðu gert nóg til bölvunar.

Talsvert var rætt um húsnæðisskort og erfiðleika við að komast með umsóknir í gegnum pappírsfrumskóg sveitarfélagsins, sem væri að draga mátt úr öllum þeim sem hefðu áhuga á að byggja íbúðarhús og ekki væri hótinu betra að reyna að fá lóð undir atvinnustarfsemi.  Mottó núverandi bæjaryfirvalda virðist vera: „Þú getur sótt um ef þú þorir geskur.“

Nefnt var að stöðugt væri ný svið sett á fót á bæjarskrifstofunni og yfir þeim sviðum þurfti svo að setja sviðahausa.

Fleira var rætt á þessum fjölmenna og málefnalega fundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband