31.10.2022 | 12:24
Flokksráðsfundur Miðflokksins á Egilsstöðum
Flokkráðsfundur Miðflokksins var haldinn laugardaginn 29.10 sl. að viðstöddum kjarna flokksins. Mikil stemming var meðal fundarmanna og samhugur.
Miðflokkurinn virðist vera að ná flugi aftur eftir slaklegt gengi undanfarið og ítrekað verður vart við að þeir sem áður gerðu lítið úr málflutningi Miðflokksins og töluðu hann niður, hafa í ríkara mæli tekið undir það sem hann hefur haft fram að færa og gert að sínu. Þetta hefur oft verið nefnt að skreyta sig með stolnum fjöðrum.
Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var ýtarleg og farið yfir sviðið vegna Covid-19, þar sem stjórnvöld gátu í skjóli faraldursins, nýtt sér að þjóðin sameinaðist að baki hennar í baráttunni við faraldurinn og gat ýtt öðrum úrlausnarefnum á undan sér. Ríkisstjórnin er verkfælin og situr sem fastast og heldur traustataki í ráðherrastólana og virðist það vera þeirra stóra markmið í stjórn landsins, - ekki endilega að vinna landi og þjóð gagn.
Formaðurinn benti á að ekki fari saman orð og athafnir stjórnenda landsins. Til hvers eru þessir flokkar í ríkisstjórn?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað barist fyrir að lækka ríkisútgjalda, að minnka báknið, að koma á frelsi til athafna, að vinna með lög og reglur og að koma á skipulagðri innflytjandastefnu. Allir eru meðvitaðir um árangur Sjálfstæðisflokksins.
Framsóknarflokkurinn skreytir sig á ýmsan hátt. Með byggðarstefnu, enga gjaldtöku í samgöngum, að hlúa að landbúnaði og atvinnu yfirleitt. Skynsemishyggjan hefur vikið fyrir hugmyndum 101Reykjavík og flokkurinn er færist nær því að vera í atvinnumiðlun en að vera í pólitík.
VG virðist heillum horfinn og vinnandi fólk á þar ekki lengur Hauk í horni. Flokkurinn virðist horfinn frá að standa vörð um fullveldismálum, skilur ekki orkuöflun í samhengi við orkuskipti og að afla orku, sem leiðir til fjölgun starfa. Vatnsorkan virðist ekki flokkast sem græn orka hjá VG og landbúnaðinn styður hann sannanlega ekki.
Formaðurinn fór yfir atvinnumálin og sérstaklega benti hann á sóun í matvælageiranum í boði stjórnvalda, sem tekst ekki að aðlaga matarsóun að raunveruleikanum né stilla saman verknámið og skólana til að koma á móts við ungmenni, sem eru að sinna kalli um fjölgun í stétt iðnaðarmanna.
Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar og virðist eingöngu vera í vörn, lítið þokast í átt til forvarna, sem mundi minnka verulega álagið á Landspítalann.
Sigmundur Davíð fjallaði um rétttrúnaðinn í samfélaginu og þá múgsefjun sem ítrekað á sér stað og gagnrýnislaus í fjölmiðlun, sem oft á sér stað þegar slúður á samfélagsvefum er tekið og fjölfaldað sem frétt og reynist oft, þegar að er gáð, innistæðulaust og rætið innlegg óvandaðs málshefjanda.
Senn líður að ögurstund í íslenskum stjórnmálum og Miðflokkurinn verður tilbúinn
Kosnir voru formenn í nefndir flokksins og var framboð umfram eftirspurn, - lúxusvandamál.
a) Formaður nefndar um innra starf var kjörinn Ómar Már Jónsson
b) Formaður málefnanefndar var kjorinn Þorgrímur Sigmundsson
c) Formaður upplýsinganefndar var kjörin Ingibjörg Hanna Siurðardóttir
Stjórnmálaályktun var samþykkt og veður innlegg á næsta flokksþingi.
Nálgast má frekari upplýsingar á midflokkurinn.is jafnóðum og tími vinnst að setja það inn um málefni flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.