29.11.2022 | 16:25
Met í milljörðum talið
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/11/29/an_nokkurs_vafa_met_i_milljordum_talid/
Raunverulega sýnist mér því að hér sé verið að leggja til útgjaldaauka á milli ára upp á 180 milljarða. Þetta er án nokkurs vafa met í milljörðum talið í þróun útgjalda ríkissjóðs á milli ára, sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, um tillögur fjármálaráðuneytisins sem voru kynntar í gær.
Bergþór gerði tillögur ráðuneytisins að breytingum við fjárlagafrumvarpið að umtalsefni við aðra umræðu um frumvarpið á þingi í dag.
Hann segir að þar hafi verið sagt frá því að lagðar séu til tillögur sem kalli á 37 milljarða útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. Í tilkynningunni sé reyndar ekki tekið á því að þessi þróun mála kalli fram 14 milljarða vaxtagreiðslur. Þetta komi til viðbótar 129 milljarða kostnaðarauka á milli ára þegar búið að taka tillit til einskiptiskostnaðar vegna Covid í fyrra í fjárlögum upp á 50 milljarða.
Raunverulega sýnist mér því að hér sé verið að leggja til útgjaldaauka á milli ára upp á 180 milljarða. Þetta er án nokkurs vafa met í milljörðum talið í þróun útgjalda ríkissjóðs á milli ára. Maður taldi ólíklegt að nokkurn tímann yrði viðlíka ár og þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði hér allt fyrir alla árið 2007 með mikilli aukningu útgjalda á milli ára en þessi þróun er alveg örugglega að bæta mjög verulega í það, sagði Bergþór.
Hann sagði enn fremur að stjórnlaust ástand ríkti í ríkisfjármálum og óskaði eftir því að fá tækifæri til að eiga orðastað við fjármálaráðherra vegna þessa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.