Heilbrigðiskerfið – Sjúkratryggingar – Austurland

Staðreyndin varðandi heilbrigðiskerfið er að samgöngur eru orðnar hluti þess, vegna þess að það er bara í Reykjavík og á Akureyri sem hægt er að fá þjónustu sem virkar.

Á Austurlandi er Fjórðungssjúkrahús, þangað koma sérfræðingar frá Akureyri og Reykjavík til að þjónusta allt Austurland. Egilsstaðir, í póstnúmerinu 700 eru 3000 íbúar sem þurfa að sækja þessa þjónustu á Neskaupstað sem er 134 km fram og til baka. Sérfræðingur frá Akureyri kemur á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað en þar hefur hann ekki þann búnað sem þarf til að ljúka þeirri rannsókn sem fer fram og ákveður því að sjúklingurinn verði að koma til Akureyrar til að hægt sé að ljúka henni. Úthlutað er tíma á Akureyri einum og hálfum mánuði síðar og sjúklingurinn verður að fara á þeim degi til Akureyrar og vona að veður og færð leyfi það, þar sem þetta er í janúarmánuði. Akstur til Akureyrar er fram og til baka 496 km. Sjúklingurinn hefur því ekið út af þessari rannsókn 630 km sem er jafn langt og önnur leiðin til Reykjavíkur. Sjúklingurinn þarf að hafa með sér fylgdarmann og gæti þurft að gista á Akureyri með auka kostnaði upp á ca. 25.000 kr.  Samkvæmt reiknivél Stjórnarráðs Íslands kostar þessi 630 km akstur 84.420 kr.  Hlutur sjúklings í komunni á Sjúkrahúsið á Akureyri er 16.787 kr. Þá er kostnaður við fyrstu mætingu á Neskaupstað ekki inni í dæminu. Samtals greiðir sjúklingurinn fyrir þessa rannsókn kr 101.207, þar sem hann slapp við að gista. Ferðin yfir fjöllin var mjög erfið vegna vetrarveðurs, en slapp til.

Síðan kemur að Sjúkratryggingum Íslands sem eiga að taka þátt í ferðakostnaði, en sú þáttaka er bara hluti af þeim kostnaði eða 31,34 kr/km núna í janúar eða 19.744 kr sem tæplega dugir fyrir eldssneyti. Alls konar takmarkanir eru á kostnaðarþáttöku SÍ, sem þýðir að einstaklingur á Austurlandi ber miklu hærri kostnað af heilbrigðisþjónustu en fólk í öðrum landshlutum, þrátt fyrir að tekjuöflun Austurlands í þjóðarbúið sé langt umfram það sem hið opinbera notar á Austurlandi (sbr skýrslu  HA june 26th 2013 on http://www.irpa.is)  Auk þessa þurfum við að búa við það að læknirinn á að sækja um endurgreiðsluna  en gerir það ekki nema með fortölum og eftirrekstri. Svo leyfa Sjúkratryggingar sér að véfengja þörfina fyrir að sækja heilbrigðisþjónustuna og beita öllum brögðum til að komast hjá því að borga. Þeir jafnvel brígsla þér um að þú sért að fjármagna skemmtiferð með þessari endurgreiðslu. Hvers eigum við að gjalda sem höldum að við búum í samfélagi jafnræðis og réttlætis.

Varðandi samgöngur sem eru hluti heilbrigðiskerfisins í dag,  þá er ekki farið í samgöngubætur nema mjög takmarkað og ef ákveðið er að fara í þær þá er þeim oftast frestað svo áratugum skiptir. Samgöngur í ólagi þýða engin heilbrigðisþjónusta.

Björn Ármann Ólafsson
4.maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Miðflokkurinn í Múlaþingi var með í stefnuskrá sinni ma.:    

 

      Við munum gera kröfu um úttekt heilbrigðisráðherra á því hvar best sé að byggja nýtt hágæðasjúkrahús fyrir Austurland, ekki síst vegna endurtekinnar umræðu um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll.  Þar verði tekið mið m.a. af eftirfarandi:

§  Um heppilega staðsetningu.

§  Um greiðar landsamgöngur.

§  Um góðan flugvöll.

§  Um gæði innviða.

§  Um möguleika til uppvaxtar og mennta.

§  Um íbúatölu og fjölda ferðamanna.

§  Um fjölbreytt atvinnutækifæri.

Uni danski (IP-tala skráð) 3.2.2023 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband