Þrjár skattahækkanir fyrir hverja lækkun

Frá ár­inu 2007 hef­ur verið gerð 391 breyt­ing á skatt­kerf­inu. Þar er um að ræða 293 skatta­hækk­an­ir en ein­ung­is 93 lækk­an­ir. Það þýðir að fyr­ir hverja skatta­lækk­un hafa skatt­ar verið hækkaðir þris­var sinn­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Viðskiptaráðs um skatt­kerfið sem birt verður í dag. Þar kem­ur einnig fram að um­rædd­ar breyt­ing­ar hafi ekki ein­ung­is verið til að breyta gild­andi skött­um held­ur hafa nýir verið kynnt­ir til leiks og gaml­ir af­numd­ir. Á ár­un­um 2009-2013 voru alls tólf nýir skatt­ar lagðir á en aðeins einn til lækk­un­ar, það var frí­tekju­mark fjár­magn­s­tekju­skatts. Frá ára­mót­um 2022 hafa tekið gildi 46 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu en ein­ung­is sjö þeirra voru til lækk­un­ar. Það gera fimm skatta­hækk­an­ir fyr­ir hverja skatta­lækk­un.

 

„Það er áhyggju­efni að þrátt fyr­ir álíka marg­ar breyt­ing­ar til hækk­un­ar und­an­far­in tvö ár hafa lækk­an­ir verið mun færri en að jafnaði,“ seg­ir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur hjá Viðskiptaráði, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/05/31/thrjar_skattahaekkanir_fyrir_hverja_laekkun/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband