6.4.2025 | 16:22
Forræðishyggjan söm við sig.
Miðflokksdeildar Múlaþings hélt aðalfund sinn mánudaginn 31. mars 2025 og samþykkti tvær tillögur um aðgerðir stjórnarinnar
Sú fyrri var tillaga að mótmælum ríkisstjórnar að fiskveiðum:
Aðalfundur Miðflokksdeildar Múlaþings 31.3.2025, mótmælir harðlega þeirri aðför að sjávarútvegi á Austurlandi, sem ríkisstjórnin stefnir að. Hér er hafin enn ein atlagan að innviðum Austurlands, sem munu veikja undirstöður atvinnulífs og rýra verulega atvinnumöguleika íbúa þess.
Hingað til hafa meiri fjármunir runnið frá Austurlandi en til. Þess bera innviðir Austurlands glöggt vitni.
Ítrekuð loforð hafa enga vigt, enda flest svikin jafnharðan og þau eru gefin, samanber Fjarðaheiðargöng, Öxi og Egilsstaðaflugvöll, svo dæmi séu nefnd.
Sú seinni var að mótmæl áætlun að fækka sýslumönnum.
Aðalfundur Miðflokksdeildar Múlaþings 31.3.2025, mótmælir harðlega áætlun dómsmálaráðherra um að fækka sýslumönnum niður í einn.
Jafnframt er varað við reglugerðarvæðingu dómsmálaráðherra, sem er sett fram til að einfalda frekari breytingar á sýslumannsembættunum.
Með slíkri reglugerðavæðingu er verið að koma í veg fyrir að dómskerfið geti varið embættin, sem er hins vegar hægt ef þau starfa samkvæmt lagasetningu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning