Fjarðarheiðargöng-Seyðisfjörður vs. Keflavíkurflugvöllur-Sandgerði

Austurland er afgangsstærð þegar kemur að framkvæmdafé frá Alþingi í fjórðunginn og hann er ítrekað niðurlægður af þeim, sem hafa húsbóndavaldið á Alþingi hverju sinni.  Ósannur áralangur áróður um að Fjarðaheiðagöng þjóni einungis fámennu byggðarlagi á útnára landsins og þangað ætti enginn vitiborinn maður erindi. Þessu þarf að linna.

Áróður þessi hefur því miður fest sig í sessi hjá illa upplýstum lýð í landinu, -sama hópnum og taldi Austfirðinga vilja drekkja öllum gæsunum á hálendinu vegna virkjanaframkvæmda þar og að auki ætluðu að sökkva Snæfellinu í uppistöðulóninu.   

Svo tekur steininn úr þegar illa upplýstur innviðaráðherrann, Eyjólfur Ármannsson, mætir austur og telur sig óbundinn af ákvörðun og samþykktum Alþingis og slengir framan í fundargesti nýrri nálgun á forgangsröð jarðganga á Íslandi.    

Ekki var annað að skilja á fundargestum en að ráðherra væri gjörsamlega ókunnugt um að Seyðisfjörður væri önnur mesta gátt ferðamanna til Íslands.

Svo að stóra samhenginu.  Engum heilvita manni dettur í hug að tengja saman fjárveitingar við Keflavíkurflugvöll við íbúafjölda í Sandgerði.  Slík nálgun er jafn fráleit og að halda ítrekað fram í umræðunni, að tengja saman Fjarðaheiðargöng við íbúafjöldann á Seyðisfirði.

Í því ljósi þarf að fjalla um Fjarðaheiðargöng og það af sanngirni á heiðarlegan hátt.  Það hefur ítrekað verið fjallað um Fjarðaheiðagöng, margsinnis hefur göngum verið lofað og það ítarlega skjalfest í samgönguáætlunum, sem er þungavigta skjal frá Alþingi og ber að virða.

Fulltrúar Miðflokksdeildarinnar í Múlaþingi eru búnir að leggja nótt við dag undanfarin ár til að Fjarðaheiðargöngin geti orðið að veruleika samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Múlaþings.  Þann 10. september sl. lá fyrir harðorð bókun á sveitastjórnarfundi Múlaþings til stuðnings erindi frá heimastjórn Seyðisfjarðar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:

"Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir bókun Heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 4. sept. 2025, og bætir við eftirfarandi:

Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangnaframkvæmd hér á landi bæði hvað varðar ganga-lengd og kostnað. Því gæti ríkisvaldinu óað við að fara í framkvæmdina á þeim forsendum að aðeins sé verið að rjúfa einangrun og tryggja betur öryggi fyrir uþb. 700 manna byggð í Seyðisfirði en taka ekkert tillit til þess, að staðurinn er önnur stærsta gátt ferðamanna til Íslands. Það er því mikilvægt að árétta eftirfarandi:

- Þjóðhagslegt tækifæri til kröftugrar atvinnu uppbyggingar á svæði utan eldvirkni með nægu landrými þar sem tengja má saman öfluga vannýtta innviði; alþjóðaflugvöll (EGS), útflutningshöfn á Seyðisfirði og orku-afhendingu við Eyvindarár-tengivirki, þar sem bráðlega verður hægt að afhenda allt að 50 MW af raforku, auk væntanlegs jarðvarma frá borsvæði í Eiðaþinghá.

- Að sveitarstjórn Múlaþings endurskoði aðalskipulagsbreytingu sína vegna leiðarvals frá göngum Héraðs megin svo betur megi samnýta ofangreinda innviði (1.) og styrkja svæðið utan Eyvindarár til atvinnuuppbyggingar og tengingar við núverandi Egilsstaði með brú neðarlega yfir Eyvindará.


- Að sveitarstjórn Múlaþings og ríki leiti samstarfs einkaaðila um uppbyggingarverkefni á svæðinu í ljósi einstakra innviða og landrýmis hér á landi utan eldvirks svæðis, sem mótvægis-svæði við SV-horn landsins.


- Lögð verði áherslu á uppbyggðan heilsársveg yfir Öxi sem mundi enn frekar auka þjóðhagslegan ávinning og notagildi ofangreindra innviða með Fjarðarheiðargöngum. Öxi styttir vegalengdina Djúpivogur-Egilsstaðir um 67 km.


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ítreka fyrri beiðni um fund með forsætisráðherra vegna málsins og senda bókunina á innviðaráðherra."


mbl.is Vilja fund með Kristrúnu og senda bókun á Eyjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband