Flokksráðsfundur Miðflokksins á Egilsstöðum

IMG_8613Flokkráðsfundur Miðflokksins var haldinn laugardaginn 29.10 sl. að viðstöddum kjarna flokksins.  Mikil stemming var meðal fundarmanna og samhugur. 

Miðflokkurinn virðist vera að ná flugi aftur eftir slaklegt gengi undanfarið og ítrekað verður vart við að þeir sem áður gerðu lítið úr málflutningi Miðflokksins og töluðu hann niður, hafa í ríkara mæli tekið undir það sem hann hefur haft fram að færa og gert að sínu.  Þetta hefur oft verið nefnt að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var ýtarleg og farið yfir sviðið vegna Covid-19, þar sem stjórnvöld gátu í skjóli faraldursins, nýtt sér að þjóðin sameinaðist að baki hennar í baráttunni við faraldurinn og gat ýtt öðrum úrlausnarefnum á undan sér.  Ríkisstjórnin er verkfælin og situr sem fastast og heldur traustataki í ráðherrastólana og virðist það vera þeirra stóra  markmið í stjórn landsins, - ekki endilega að vinna landi og þjóð gagn.

Formaðurinn benti á að ekki fari saman orð og athafnir stjórnenda landsins.  Til hvers eru þessir flokkar í ríkisstjórn?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað barist fyrir að lækka ríkisútgjalda, að minnka báknið, að koma á frelsi til athafna, að vinna með lög og reglur og að koma á skipulagðri innflytjandastefnu.  Allir eru meðvitaðir um árangur Sjálfstæðisflokksins. 

Framsóknarflokkurinn skreytir sig á ýmsan hátt.  Með byggðarstefnu, enga gjaldtöku í samgöngum, að hlúa að landbúnaði og atvinnu yfirleitt.  Skynsemishyggjan hefur vikið fyrir hugmyndum 101Reykjavík og flokkurinn er færist nær því að vera í atvinnumiðlun en að vera í pólitík.

VG virðist heillum horfinn og vinnandi fólk á þar ekki lengur Hauk í horni.  Flokkurinn virðist horfinn frá að standa vörð um fullveldismálum, skilur ekki orkuöflun í samhengi við orkuskipti og að afla orku, sem leiðir til fjölgun starfa.  Vatnsorkan virðist ekki flokkast sem græn orka hjá VG og landbúnaðinn styður hann sannanlega ekki.

Formaðurinn fór yfir atvinnumálin og sérstaklega benti hann á sóun í matvælageiranum í boði stjórnvalda, sem tekst ekki að aðlaga matarsóun að raunveruleikanum né stilla saman verknámið og skólana til að koma á móts við ungmenni, sem eru að sinna kalli um fjölgun í stétt iðnaðarmanna.

Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar og virðist eingöngu vera í vörn, lítið þokast í átt til forvarna, sem mundi minnka verulega álagið á Landspítalann.

Sigmundur Davíð fjallaði um rétttrúnaðinn í samfélaginu og þá múgsefjun sem ítrekað á sér stað og gagnrýnislaus í fjölmiðlun, sem oft á sér stað þegar slúður á samfélagsvefum er tekið og fjölfaldað sem frétt og reynist oft, þegar að er gáð, innistæðulaust og rætið innlegg óvandaðs málshefjanda.

„Senn líður að ögurstund í íslenskum stjórnmálum og Miðflokkurinn verður tilbúinn“

Kosnir voru formenn í nefndir flokksins og var framboð umfram eftirspurn, - lúxusvandamál.

a) Formaður nefndar um innra starf var kjörinn Ómar Már Jónsson
b) Formaður málefnanefndar var kjorinn Þorgrímur Sigmundsson
c) Formaður upplýsinganefndar var kjörin Ingibjörg Hanna Siurðardóttir

Stjórnmálaályktun var samþykkt og veður innlegg á næsta flokksþingi.

Nálgast má frekari upplýsingar á  midflokkurinn.is jafnóðum og tími vinnst að setja það inn um málefni flokksins.

 


Miðflokkurinn á ferð og flugi

Flokksráðsfundur er nú haldinn á Egilsstöðum.  Á föstudagskvöldið fyrir fund, gafst fulltrúum kostur á að fara óvissuferð um Fljótsdalshérað.  Stoppað var í Hallormsstaðaskóla og boðið upp á kaffi, vöfflur og heimagerðar sultur úr heimabyggð.  Skólameistarinn Bryndís Fiona Ford flutti fulltrúum magnað erindi og dró ekkert undan um kerfislægan, íþyngjandi vanda, sem er manngerður og þar fer ekki saman hljóð og mynd hjá stjórnvöldum. 

Á Skriðuklaustri voru jafnframt hlýjar móttökur með snafs og réttum úr héraði að hætti Elísabetar Þorsteinsdóttir.  Í fjarveru forstöðumanns fór Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir IMG_8524IMG_8554yfir sögu staðans og gerði það á eftirminnilegan hátt.

Ekki var ferðin endaslepp því hún endaði í Vök-Baths, þar sem fulltrúar létu líða úr sér ferðaþreytuna við að koma sér austur.  Létt spjall í afslappandi umhverfi setti punktinn á eftir áhugaverðan dag.


Um leiðarval að Fjarðarheiðargöngum

Austurfrétt 24.10.2022

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 14. september síðastliðinn var ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs um leiðarval vegna Fjarðarheiðarganga Héraðsmegin staðfest.

Var þar með samþykkt að vegur að Fjarðarheiðargöngum liggi um þá leið sem Vegagerðin hefur kynnt sveitarfélaginu og kölluð er hin nýja suðurleið. Aðrar forsendur þessarar ákvörðunar eru meðal annars að vegtenging um Melshorn haldi sér á aðalskipulagi og að um þá leið verði Borgarfjarðarvegur tengdur við hringveginn í fyllingu tímans. Jafnframt er lögð áhersla á að sett verði ný vegtenging frá Selbrekku inn á Fagradalsbraut.

Aðdragandi þessarar ákvörðunar er drjúgur, eins og kemur fram í umhverfismatsskýrslu framkvæmdanna. Árið 2020 lagði Vegagerðin til við starfshóp á vegum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að jarðgangamunninn yrði við Dalhús. Rök fyrir þeirri staðsetningu eru meðal annars að þannig næst meiri ávinningur fyrir samfélagið á Austurlandi í heild auk þess að með þessari staðsetningu næst jafnframt stytting á jarðgöngunum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs féllst á þessa tillögu Vegagerðarinnar en þar með var ljóst að gildandi aðalskipulag Fljótsdalshéraðs þyrfti að breyta enda er í gildandi aðalskipulagi gert ráð fyrir að gangnamunninn sé við Steinholt. Vegagerðin vann fyrst tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat og var hún kynnt í október 2020. Í framhaldi var gerð umhverfismatsskýrsla sem var kynnt með tillögu Vegagerðarinnar um aðalvalkost í apríl síðastliðnum. Þessi gögn má kynna sér á vefsjá Vegagerðarinnar um framkvæmdina https://fjardarheidargong.netlify.app/.

Samkvæmt lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana þarf Vegagerðin að færa rök fyrir vali sínu á aðalvalkosti í umhverfismatsskýrslu. Með hliðsjón af þeim þáttum sem þar voru til skoðunar lagði Vegagerðin til að farin verði svonefnd suðurleið Héraðsmegin og að einnig verði ný veglína Seyðisfjarðarmegin.

Í umhverfismatsskýrslu koma suðurleið og miðleið betur út en norðurleið hvað varðar umferðaröryggi, kostnað, þjóðhagslegan ávinning og áhrif á náttúrufar, landnotkun, fornleifar og samfélagsleg áhrif. Vegagerðin telur því mestan ávinningin koma fram með því að fara suðurleið.

Matið sýnir einnig að allir valkostir fela í sér rask innan verndarsvæða og á vistgerðum, þ.e. birki og votlendi, sem njóta verndar skv. 61. gr. Náttúruverndarlaga. Því er gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem felast í uppgræðslu og endurheimt vistgerða.

Sú aðalskipulagsbreyting sem nú er unnið að á sér því umtalsverðan aðdraganda. Vinnslutillaga fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi var kynnt íbúum 14. júlí sl. og var frestur til að senda inn athugasemdir til 25. ágúst.

Það er mikilvægt að fá fram afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila til þeirra valkosta sem fjallað er um í umhverfissmatsskýrslu framkvæmdanna (suðurleið, miðleið og norðurleið) og var það gert með opnum fundum þar sem kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar voru til viðtals og sátu fyrir svörum um framhaldið. Fáar athugasemdir komu frá íbúum á þessum kynningartíma.

Í kjölfar þessa ferlis tók sveitarstjórn ákvörðun um leiðarvalið og er nú unnið að gerð endanlegrar tillögu til breytinga á aðalskipulaginu í samræmi við þá ákvörðun. Sú tillaga kemur síðan til sveitarstjórnar til afgreiðslu þegar hún verður orðin fullunnin síðar í vetur.

Það er ljóst að sveitarfélagið þarf síðan einnig að horfa á þessa skipulagsbreytingu í stærra samhengi. Þar má vísa til þess við horfum til þess hvernig ný veglína getur átt samleið með stækkun flugvallar sem og legu nýrrar Lagarfljótsbrúar. Enda berum við þá von í brjósti að skammt sé í þær framkvæmdir.

Við teljum að með hinni nýju suðurleið myndist tækifæri til að færa Lagarfljótsbrúnna innar og best væri að ná þjóðveginum inn fyrir þéttbýlið án þess að aftengja það um of. Horfandi til möguleika á lengingu flugbrautarinnar, það er til suðurs eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi, teljum við að ná megi því markmiði að koma þungaumferð út fyrir þéttbýlin okkar hér við fljótið án þess að missa snertiflöt við bæinn, þannig að vegurinn liggi einkum að og um svæði fyrir verslun, þjónustu og iðnað.

Það má fastlega gera ráð fyrir því að þegar Seyðfirðingar og Fjarðarbúar koma í Egilsstaði til að sinna sínum erindum munu þeir áfram fara um miðleið. Umferð um hana mun hinsvegar minnka verulega því sú umferð sem ekki á beint erindi í Egilsstaði mun fara um suðurleið.

Suðurleiðin skapar möguleika á beinni tengingu af þjóðvegi inn á iðnaðarsvæðið á Miðási sem er gríðarlega mikilvægt og grunnforsenda þess að við náum því markmiði að þungaflutningar verði sem mest utan bæjarmarkanna. Til að ýta enn frekar undir þetta markmið má einnig beita ýmsum takmarkandi umferðarstýringum með þetta fyrir augum þó að tekið verið tillit til innanbæjarflutninga. Sú útfærsla bíður betri tíma og mögulegt er að til þess þurfi ekki að koma rætist sú ósk okkar að þungaflutningar leiti í akstur um beina og breiða þjóðvegi frekar en að fara um miðbæinn.

Sú gagnrýni hefur komið fram að betra hefði verið að hugsa til framtíðar hvað varðar stækkun byggðar áður en veglína yrði ákveðin. Í því sambandi er rétt að benda á að í gildandi aðalskipulagi er töluvert rými til stækkunar þéttbýlis sem ekki er búið að fullnýta og skerðist á engan hátt við þetta leiðarval. Það verður síðan eitt af verkefnunum við gerð nýs aðalskipulags að ákveða næstu skref í stækkun þéttbýlisins. Fjölmargir góðir valkostir standa til boða hvað það varðar og gildir þá einu hvaða leið hefði verið valin fyrir þessar framkvæmdir.

Við erum þess fullviss að þessi ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja tillögu Vegagerðarinnar verði okkur öllum til heilla og að við munum innan skamms sjá vinnu við Fjarðarheiðargöng hefjast.

Höfundur er forseti sveitarstjórnar og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings

https://www.austurfrett.is/umraedan/um-leidharval-adh-fjardharheidhargoengum

 

Þröstur Jónsson, bæjarstjórnarfulltrúi M-listans, bregst við á Facebook síðu sinni:

Drottinn blessi Múlaþing.  
Þessari andvanafæddu grein verður klárlega svarað.
Enda hef ég málfrelsi í fjölmiðlum....ennþá.
En Jónína og Co reyndu að þagga niðir í mér með því að skáka mér út af borðinu með tilhæfulausri vanhæfiskröfu sem ég kærði til ráðuneytis, sem í kjölfarið skoðsr nú hvort þurfi að taka stjórnsýslu Múlaþings til rannsóknar.

Sjá umfjöllun um vanhæfi hér að neðan þann 7.7.2022. 

 


Krefjast þess að ríkið standi við fyrirheit um heilsársveg yfir Öxi.

Austurfétt er með hugleiðingu Djúpavogsbúa um svikin loforð stjórnvalda:

„Nú þegar íbúar og sveitarfélagið hafa staðið við sitt er löngu tímabært að ríkið geri hið sama.“

Svo hljómar niðurlag ályktunar sem samþykkt var á fjölsóttum íbúafundi sem fram fór á Djúpavogi í gær en þar krefjast heimamenn að staðið verði við gefin loforð í aðdraganda þess að sveitarfélagið Múlaþing varð til. Í aðdraganda sameiningar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem að Múlaþingi standa skyldi bæta samgöngur í sveitarfélaginu og þar áhersla lögð á heilsársveg yfir Öxi til að auðvelda samgöngur í nýja sveitarfélaginu.

Blikur eru á lofti með verkefnið eins og Austurfrétt sagði frá fyrir nokkru síðan. Öll slík samvinnuverkefni í samgöngumálum eru nú í bið meðan innviða- og fjármálaráðuneytin endurskoða áætlanir ríkisins um fjárframlög til slíkra verkefna.

Upphaflega stóð til að heilsársvegur yfir Öxi færi í útboð haustið 2021. Það tafðist svo fram á yfirstandi ár en aftur tilkynnt um slíkt útboð í febrúar síðastliðnum og áttu framkvæmdir að hefjast fyrri hluta næsta árs. Ekkert hefur orðið af útboðinu enn sem komið er.

https://www.austurfrett.is/frettir/krefjast-thess-adh-rikidh-standi-vidh-fyrirheit-um-heilsarsveg-yfir-oexi

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband