Krefjast þess að ríkið standi við fyrirheit um heilsársveg yfir Öxi.

Austurfétt er með hugleiðingu Djúpavogsbúa um svikin loforð stjórnvalda:

„Nú þegar íbúar og sveitarfélagið hafa staðið við sitt er löngu tímabært að ríkið geri hið sama.“

Svo hljómar niðurlag ályktunar sem samþykkt var á fjölsóttum íbúafundi sem fram fór á Djúpavogi í gær en þar krefjast heimamenn að staðið verði við gefin loforð í aðdraganda þess að sveitarfélagið Múlaþing varð til. Í aðdraganda sameiningar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem að Múlaþingi standa skyldi bæta samgöngur í sveitarfélaginu og þar áhersla lögð á heilsársveg yfir Öxi til að auðvelda samgöngur í nýja sveitarfélaginu.

Blikur eru á lofti með verkefnið eins og Austurfrétt sagði frá fyrir nokkru síðan. Öll slík samvinnuverkefni í samgöngumálum eru nú í bið meðan innviða- og fjármálaráðuneytin endurskoða áætlanir ríkisins um fjárframlög til slíkra verkefna.

Upphaflega stóð til að heilsársvegur yfir Öxi færi í útboð haustið 2021. Það tafðist svo fram á yfirstandi ár en aftur tilkynnt um slíkt útboð í febrúar síðastliðnum og áttu framkvæmdir að hefjast fyrri hluta næsta árs. Ekkert hefur orðið af útboðinu enn sem komið er.

https://www.austurfrett.is/frettir/krefjast-thess-adh-rikidh-standi-vidh-fyrirheit-um-heilsarsveg-yfir-oexi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband