Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Seyðisfjörður 1. maí

Árla morguns 1. maí var stefnan tekin á Seyðisfjörð.  Veður hefði mátt vera skárra en hlýjar móttökDSC_0880ur í Golfsskálanum á Seyðisfirði bætti það upp. Þrátt fyrir að vera nokkuð snemma á ferðinni voru sprækir karlar komnir á staðinn að leysa heimsmálin, hita kaffi og leggja drög að afrekum dagsins á golfvellinum.

 

Vigdís spjallaði létti við heimamenn og bauð þeim að

DSC_0840fá barmmerki Miðflokksins sem flestir þáðu með þökkum. 

Eftir að þessi hressi hópur hafði verið kvaddur með

virktum,var haldið í skoðunarferð um bæinn 

DSC_0871og staðnæmst við skriðusvæðið, þar sem Vigdís var frædd um hreinsunarstarfið eftir skriðurnar í desember 2020. 

 

Magnað er að sjá hvað hefur gengið vel að laga landið og fegra ásýnd þess eftir hörmungarnar.  Vigdís lét í ljós mikla aðdáun á því hvað vel hefði til tekist fram að þessu og hve samstíga heimamenn og hefðu verið að ganga í hreinsunarstarfið og æðrulausir.

 DSC_0884

Eftir skoðunarferðina var komið við í Herðubreið og snædd frábær kjúklingasúpa í boði AFLs starfgreinasambands og kaffi á eftir. Hafið þökk fyrir það.

 

Rætt var við gesti og að lokinni ánægjulegri stund á Seyðisfirði var lágt á Fjarðarheiðina á ný.

DSC_0843DSC_0868


Vigdís og Þröstur á ferðinni

Vigdís Hauksdóttir 3

 

Laugardaginn 30. apríl var Vigdís Hauksdóttir á ferðinni í Múlaþingi í fylgd Þrastar Jónssonar oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Nokkrar vangaveltur hafa verið manna á meðal, hvort hún sé fulltrúi Miðflokksins í stól bæjarstjórans.  Hvorki Vigdís né Þröstur vildu játa eða neita þessum orðrómi. 

Ferðin hófst í Tehúsinu það sem var súpufundur og málin rædd.  Þaðan var ferðinni heitið á kosningaskrifstofuna þar sem hún var opnuð formlega og verður fyrst um sinn opin milli 17:00 og 19:00 alla daga. 

Þaðan lá leið Vigdísar að svæði hitaveitunnar undir leiðsögn Höllu Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, sem fór  yfir sögu hitaveitunnar. 

Þar næst var ferðinni heitið í VökBath. Á morgun verður farið á Seyðisfjörð.

Svo er bara að bíða kosningaúrslitanna og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort við eigum von á hressum bæjarstjóra í Múlaþingi á næsta kjörtímabili. throstur_jonsson_x2020_0002_web-1


Býður Vigdís Hauksdóttir sig fram sem oddvita í Múlaþingi fyrir komandi kosningar?

frettin28. apríl 2022 15:07

Sá orðrómur hefur verið á kreiki um að Vigdís Hauksdóttir sé sveitastjóraefni M-listans í Múlaþingi í komandi sveitastjórnarkosningum. En Múlaþing er langstærsta sveitarfélag Íslands, þekur um 10% landsins.

Vigdís er á ferð með M-listafólki í Múlaþingi um helgina sem vekur spurningar um hvort þessi orðrómur sé á rökum reistur.

Fréttin hafði samband við oddvita M-listans í Múlaþingi, Þröst Jónsson til að fá þessari spurningu svarað.

Þröstur vildi ekki svara en sagði að Vigdís væri kröftugur og duglegur foringi sem þyrði að taka ákvarðanir.

 

https://frettin.is/2022/04/28/bydur-vigdis-hauksdottir-sig-fram-sem-oddvita-i-mulathingi-fyrir-komandi-kosningar/


Kristrún hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Kristrún Frostadóttir stefnir að formennsku í Samfylkingunni. Fyrir kosningar 25. september 2021 var hún þráspurð um viðskipti sín með bréf í Kviku-banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu. Örn Arnarson, ritstjórnarfulltrúi Viðskiptablaðsins, lýsti viðskiptum Kristrúnar á þennan hátt í grein 11. október 2021:

„Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bankanum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóflegri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld – eins og raunin varð – gætu þessi áskriftarréttindi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.“

Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hópur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin haf „komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða“ og sé ávöxtun þeirra „ævintýraleg“. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum.

Hún hneykslast ekki aðeins á því að fjárfestar hafi grætt heldur einnig hinu hverjir keyptu af þeim: „Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu,“ segir hún og krefst afsagnar fjármálaráðherra.

Kristrún á sæti í fjárlaganefnd alþingis fyrir Samfylkinguna í ViðskiptaMogga segir 13. apríl að innan nefndarinnar hafi enginn þingmaður gert athugasemd við tilboðsleiðina sem að lokum var farin eða lýst áhyggjum yfir að ríkið myndi bera skarðan hlut frá borði vegna þeirrar leiðar. Þá lá ekki fyrir nein afstaða um að ákveðnum aðilum yrði óheimilt að taka þátt í útboðinu.

Björn Bjarnason

https://www.bjorn.is/dagbok/kristrun-og-skjotfenginn-grodi

 

 

 


Ekki of seint

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar árið 2013 var aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem lofaði mikl­um heimt­um fjár­muna úr fór­um kröfu­hafa hinna föllnu banka. Það var líka aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem stóð við það lof­orð og gott bet­ur. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tryggði heimt­ur til handa rík­is­sjóði í formi stöðug­leikafram­laga frá kröfu­höf­um, sem varð grund­völl­ur hröðustu efna­hags­legu um­skipta nokk­urs rík­is í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Eign­ar­hlut­ur rík­is­sjóðs í Íslands­banka er hluti af þessu upp­gjöri.

Þetta upp­gjör við kröfu­hafa föllnu bank­anna reynd­ist líka for­senda þess að rík­is­sjóður var síðar í fær­um til að standa af sér þau efna­hags­legu áföll sem dundu á Íslend­ing­um í ný­af­stöðnum heims­far­aldri. Án stöðug­leikafram­lag­anna und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs væri staðan sann­ar­lega slæm í dag.

Rík­is­sjóður fékk 95% af hluta­fé Íslands­banka af­hent í formi þess­ara fram­laga. Það hef­ur síðan skilað Íslend­ing­um, raun­veru­leg­um eig­end­um bank­ans, miklu fé í rík­is­sjóð í formi arðgreiðslna og sölu á hlut­um í bank­an­um; um 180 millj­örðum nú þegar og enn á rík­is­sjóður hlut í bank­an­um upp á um 95 millj­arða. Sam­tals skil­ar Íslands­banki því um 275 millj­örðum.

Miðflokk­ur­inn, und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, lofaði því í síðustu alþing­is­kosn­ing­um að af­henda Íslands­banka þeim sem þegar eiga hann; Íslend­ing­um, með bein­um hætti. Þannig hefði hver Íslend­ing­ur fengið út­hlutaðan jafn­an hlut sem næmi nú um millj­ón króna fyr­ir hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Það er eitt­hvað.

En sú leið var ekki far­in held­ur önn­ur sem nú hef­ur valdið miklu ósætti, tor­tryggni í garð sölu rík­is­eigna og miklu van­trausti. Ekki bæt­ir úr skák að þeir sem halda á ábyrgð í mál­inu á stjórn­ar­heim­il­inu hafa stimplað sig út úr allri mál­efna­legri umræðu um söl­una, horfa í hina átt­ina og vona að ein­hverj­ir aðrir endi með þetta í sinni kjöltu.

Í rík­is­stjórn­inni er hver hönd­in upp á móti ann­arri. Þeir sem yf­ir­höfuð hafa gefið kost á viðtali við fjöl­miðla eða tjáð sig á annað borð reyna að bera sak­ir á ein­hvern ann­an og upp­hefja sjálfa sig í leiðinni. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem tjá sig þykj­ast lítið vita um málið, segj­ast voða svekkt­ir. Aðrir halda dauðahaldi í þögn­ina og vona að málið verði bara búið fljótt. Einn ráðherr­anna og formaður eins stjórn­ar­flokks­ins fer áfram huldu höfði eft­ir al­var­leg um­mæli á búnaðarþingi sem hon­um hef­ur reynst erfitt að þyrla upp nægu ryki um svo fólkið sjái ekki það sem blas­ir við: lé­legt inni­hald í smart umbúðum góðra al­manna­tengla.

Rík­is­stjórn­in og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir eru á flótta und­an sjálf­um sér.

Er þá ekki bara best að fara að ráðum Miðflokks­ins og af­henda Íslands­banka með bein­um hætti til raun­veru­legra eig­enda, Íslend­inga? Það er ekki of seint.

Bergþór Ólason


Ríkisstjórnin ætlar að banna olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Íslands kveður á um bann við leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögu landsins. Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að sitja við orðin tóm því drög að frumvarpi þar um eru nú þegar í samráðsgátt.

Vísað er til þess að kolefnisvinnsla sé ekki í samræmi við áform stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á sama tíma veita norsk stjórnvöld 53 ný olíuleitarleyfi í lögsögu sinni og vilja skála í kampavíni fyrir nýju olíuvinnslusvæði.

Eins og staðan er í dag í orkumálum heimsins er það mikill misskilningur að olíuvinnsla sé ekki umhverfisvæn. Yfir 40% rafmagnsframleiðslu heimsins er í dag framkvæmd með bruna kola. Kolabruni er mun meiri loftslags-vá en bruni olíu og gass. Með meiri framleiðslu olíu og gass má draga úr bruna kola.

Þrátt fyrir mikla umræðu um orkuskipti, eru þau langt undan, ekki síst í löndum þar sem brennsla kola er langmestur svo sem í Kína. Þar í landi sem annarsstaðar eru stór kolaorkuver í byggingu og ekkert lát virðist þar á.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að loka öllum kolaorkuverum innan Evrópubandalagsins fyrir 2032, er vandséð að slíkt gangi eftir. Hér á landi er vandséð að títt nefnd orkuskipti gangi eftir fyrir 2040, einfaldlega vegna þess að slíkt kallar á byggingu orkuvers af sambærilegri stærð og Sigölduvirkjun á hverju ári.

Mannkyn þarf því að reiða sig á jarðefnaeldsneyti um ókomna áratugi. Því er mikilvægt umhverfismál að auka olíu og gas-notkun á kostnað kolabruna.

Rannsóknir á Drekasvæðinu og ef til vill vinnsla síðar meir yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NA-landi, allt frá Fjarðarbyggð í suðri til Langaness í norðri. Hafnir í Fjarðarbyggð og á Seyðisfirði yrðu mikilvægar aðfanga-hafnir og flugvöllurinn á Egilsstöðum mikilvægur þjónustuvöllur. Þá má sjá fyrir sér olíuhreinsunarstöð norðan Vopnafjarðar, sem myndi kalla á jarðgöng undir Hellisheiði milli Héraðs og Vopnafjarðar, sem aftur mundi stuðla að sameiningu sveitarfélaganna Vopnafjarðar og Múlaþings.

Sveitastjórn Fjarðarbyggðar hefur fagnað komandi rannsókna-og vinnslubanni og Reyðarfjörður því ekki lengur olíubær Íslands. Það má því gera ráð fyrir að umsvif í Seyðisfjarðarhöfn stóraukist þegar rannsóknir/vinnsla hefst. Því þarf að hefjast handa við Fjarðarheiðargöng helst í gær. Hagkvæmni þeirra gangna stóreykst þegar þessi atburðarás fer í gang.

Þó seint sé í rassinn gripið bera vonandi aðrar sveitastjórnir á svæðinu gæfu til að mótmæla þessu ógæfusama banni, enda mikið í húfi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Þröstur Jónsson

1. Sæti Miðflokksins í Múlaþingi.


Hin kalda hönd meirihlutans í Múlaþingi

Í miðju húsnæðisskorts taldi meirihlutinn í Múlaþingi vænlegast að rífa átta íbúðir til að byggja aðrar á sama stað.  Ekki var hægt að sannfæra meirihlutann um að byggja fyrst íbúðir fyrir a.m.k. þá sem urðu að rýma umræddar íbúðir.  Eftirfarandi eru um gjörninginn í nefnd bæjarfélagsins.

 

25. fundur Umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 16. júní 2021 kl. 14:00 - 18:40 á Skjöldólfsstöðum

 

  1. Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39

Málsnúmer 202101236

 

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Samþykkt með handauppréttingu, einn (ÁHB) sat hjá.

Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.

 

B.V.W.


Orkuveita Múlaþings

Á fundi fundur Atvinnu- og menningarnefndar á Egilsstöðum haldinn 11. febrúar 2019, hvatti fulltrúi Miðflokksins til að gerð yrði ítarleg könnun á því, hvort hagkvæmt gæti verið að útvíkka starfsemi HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) þannig að til verði öflugt fyrirtæki, “Orkuveita Fljótsdalshéraðs”.  

Í greinagerð var lagt til að starfsemi veitunnar tæki til  eftirfarandi þátta; hitaveitu, kaldavatnsveitu, skólpveitu og gagnaveitu. Viðbótin átti að vara að bæta við starfsemi sína rafveitu.

Jafnframt var fjallað um það í greinagerðinni að Fljótsdalshérað hafi borið skarðan hlut frá borði vegna virkjunar Kárahnjúka, þrátt fyrir að leggja til landsvæði undir mikil mannvirki og uppistöðulón í sveitarfélaginu og þar að auki að taka við forugu vatni frá stíflunni, sem rennur til sjávar í gegnum Fljótsdalshérað endilangt.  

Þótt seint sé, væri ekki nema sanngjarnt að sveitarfélagið fái fyrir það frekari bætur.  Sanngjarnar bætur gætu m.a. falið í sér að Grímsár- og Lagarfossvirkjun yrðu lagðar inn í slíkt verkefni.   Vegna jarðgangagerðar til Seyðisfjarðar, gæti skapast tækifæri til virkjunar og rétt að hafa í huga við hönnun þeirra, að skoða möguleika á virkjun inni í þeim göngum.   Jafnframt verði kannað til þaula um öflun frekari orku í verkefni um smávirkjanir, í samráði við landeigendur og til hagsbóta fyrir svæðið allt, sem hugsanlega verður sameinað innan tíðar.

Sameiningin átti sér stað og því ekkert mál að aðlaga nafnið í Orkuveitu Múlaþings, en sveitastjórn tók sér ár í að koma erindinu til H.E.F., sem vísaði því til ákvarðanatöku eigenda Hitaveitunnar.  Sem fyrr var lítið um ákvarðanatöku, enda stjórnendur sveitarfélagsins með eindæmum ákvarðanafælnir, nema þegar eyða á fé samborgaranna í verkefni sem engu meira skila til baka þó valin hefði verið ódýrari leið.

Nú hellist yfir sveitarfélagið óskir um raforkuframleiðslu í ám og með vindorku.  Nú hefði  verið gott að vera með styrka stoð, sem hefði verið í stakk búið að taka þátt í þeim verkefnum og byggja undir ný fyrirtæki sem nýta raforku og til orkuskipta.

Því miður eru of margir eins og konan sem sagði:

„Ég skil ekkert í þessu fjasi um virkjanir, það er nóg rafmagn í tenglinum heima hjá mér“.


Sjúkrahús á Egilsstöðum

Fulltrúi Miðflokksins í Atvinnu- og menningarnefnd flutti tillögu í nefndinni.

"Tillaga um sjúkrahús á Egilsstöðum 

Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 13. maí 2019, hvetur til að láta kanna möguleika á því að byggja sjúkrahús á Egilsstöðum, þar sem svipuð þjónusta yrði í boði og er á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum.  Sérstaka áherslu skal lögð á að þar verði fullbúin bráða- og greiningadeild fyrir bráðveika og slasaða.  Þar verði einnig sérfræðingasetur, þar sem fullkomin aðstaða verði fyrir sérfræðinga, sem koma að til að og sinna sjúklingum og sérstaklega til að hvetja þá sérfræðinga og styðja, sem vilja setjast hér að."

Ekki var hægt að samþykkja þessa tillögu, en sveitastjórnafulltrúi Sjálfstæðis flokksins hefur síðan verið að klifa á því að á Egilsstöðun væri "með bætt­um tækja­kosti sé hægt að greina bráðavanda bet­ur og senda veika beint í sjúkra­flug suður", sem er að sjálfsögðu frábært fyrsta skref.

Þessi hugsun fellur ekki í kramið hjá stjórnendum H.S.A. þar sem ekki má hrófla við neinu innanhúss.

Réttur íbúa fjórðungsins víkur hér fyrir gamaldags hugsunarhætti.


Hágæðaflugvöllur og hátæknisjúkrahús

Svo merkilegt sem það kann að hljóma þá virðist það vera í huga margra að þar sem sjúkrahús er staðsett þar skuli einnig vera fullbúinn flugvöllur. Víðast á Íslandi er þetta þannig.

Einn staður sker sig þó allhressilega úr, með einn best útbúna flugvöll á Íslandi en einungis slitrur af heilsugæslustöð. Flugvöllurinn er ekki grafinn milli hárra fjalla, hann er með þægilegt aðflug inn á báða enda og ekki er sérstök þörf á að koma ILS-aðflugi inn á þann enda, þá flogið er úr norðri. Flugvöllurinn er malbikaður og vegna aðstæðna í landslaginu er hann sá flugvöllur sem sjaldnast er ófær veðurfarslega séð, ef frá er talinn Keflavíkurflugvöllur. Keflavíkurflugvöllur hefur nauman vinning, eingöngu vegna þess að þar eru tvær flugbrautir. Ef Keflavíkurflugvöllur væri einungis með eina flugbraut stæði hann að baki þeim flugvelli sem hér er til umræðu.

Heimabær umrædds flugvallar er þannig í sveit settur að þar eru allar gerðir af náttúruvá í lágmarki, nema hugsanlega skógareldar. Hverfandi áhætta er af ágangi sjávar og hækkuð sjávarstaða mun seint hafa áhrif þar. Skriður, jarðskjálftar, eldgos, aur- og snjóflóð eru nær óþekkt á svæðinu. Vatnsflóð hafa ekki teljandi hættu í för með sér, þótt áður fyrr hafi þau haft lítilsháttar truflandi áhrif á dagleg störf íbúa svæðisins, en fráleitt lífshættu í för með sér. Þakplötur hafa þar ekki fokið síðan rifflaður þaksaumur var fundinn upp. Staðurinn er þar af leiðandi ekki einungis kjörinn til að taka víð íbúum annarra svæða þegar framangreindar hamfarir, einar eða fleiri hella sér yfir, heldur ætti það að vera markmið stjórnvalda að búa svo um hnútana að íbúar þessa lands ættu sér athvarf þar þegar náttúruvá knýr upp á hjá þeim. En merkilegt nokk – þar er ekkert sjúkrahús.

Stefna stjórnvalda, eins og allir vita, er að koma allri stjórnsýslunni, menntastofnunum, menningarstofnunum, heilbrigðiskerfinu, almannavörnum o.s.frv. inn á eitt eldvirkasta landsvæði á Íslandi. Hver er rýmingaráætlun Reykjavíkur og nágrennis ef og þegar til hamfara kemur? Er það um Hvalfjarðargöngin einföld eða tvöföld? Er það um flugvöllinn í Hvassahrauni? Er það um ófæra Hellisheið eða Þrengsli. Hver er ábyrgur fyrir lífi og limum Reykvíkinga?

Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nánast eingöngu upp í Reykjavík? Fram að þessu hefur Excel-sértrúarsöfnuðurinn haft það eina markmið að færa allt til Reykjavíkur án þess að þar hafi farið fram áhættumat á því fyrir íbúa þess svæðis, fyrirtæki né stofnanir. Það má varla skipta um þvottaefni á almenningssalerni úti á landi, án þess að gera um það áhættumat. Hvar er aðgengilegt áhættumat fyrir Reykjavík og nágrenni? Hvernig hefur það verið kynnt íbúum?

Hagkvæmni stærðarinnar er gjarnan flaggað til að rökstyðja samþjöppun valds og stofnana, en aldrei er fjallað um neitt í víðara samhengi, eins og aðgengi annarra íbúa landsins að þjónustu á vegum ríkisins. Þar eiga íbúar landsbyggðarinnar engan „kassa“ í Excel-skjölum, enda er ævinlega lagt upp með fyrirframgefnar niðurstöður til að fá „heppilega“ lausn. Ferðakostnaður eru fjármunir sem renna beint úr vasa skattgreiðenda utan höfuðborgarsvæðisins og ættu, jafnræðisreglum samkvæmt, að vera a.m.k. frádráttarbærir til skatts, nema allar slíkar ferðir væru greiddar af almannafé vegna ferða í stofnanir sem ekki hafa starfsstöð innan eitt hundrað kílómetra radíuss frá heimili íbúans.

Aftur að upphafi þessarar greinar. Bæjarfélagið sem hér er um rætt heitir Egilsstaðir. Flugvöllurinn er góður og væri enn betri ef hann væri lengdur strax, eins og áformað er, í tvö þúsund og sjö hundruð metra og breikkaður í sextíu metra. Leitun er að betri aðstæðum fyrir varaflugvöll á Íslandi, sem jafnframt er í fullum rekstri. Með markvissum hætti yrði lággjaldaflugi frá Evrópu vísað þangað til að minnka kolefnisspor ferðamanna á Íslandi. Egilsstaðir yrðu auk þess skilgreindir sem varahöfuðborg Íslands og fengju þar af leiðandi sérstaka meðhöndlun sem slík, t.d. með fullkomnu sjúkrahúsi og útstöðvum fyrir helstu stofnanir ríkisins.

Vandamálið í stóra samhenginu er Framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir.  Framsóknarflokkurinn með Sigurð Inga Jóhannsson í samgönguráðuneytinu hefur ítrekað lofað framkvæmdum og jafnoft svikið þau.  Þegar Öryggisnefnd íslenskra flugmanna varaði sterklega við að yfirborð flugbrautarinnar væri orðið stórhættulegt í bleytu var drifið í að setja á brautina nýtt yfirborð svo ekki þyrfti að takmarka flug við smærri vélar.

Vinstri Grænir er hér á heimavelli að vera á móti framförum og uppbyggingu. Þeir eru kolfastir í gömlu úreltu kerfi.  Framsýni og heilbrigð hugsun er ekki til í orðabók þeirra en bera af öðrum í tvískinnungi.

BVW


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband