16.4.2022 | 17:55
Vingulsháttur meirihlutans í Múlaþingi
Í mörg ár hefur verið rætt um atvinnufulltrúa á Fljótsdalshéraði, en framsóknarmönnum hefur tekist að þumbast og slá verkefninu ítrekað á frest. Fulltrúi Miðflokksinsins flutti að lokum um það eftirfarandi tillögu.
Tillaga um Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa
Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 11. febrúar 2019, hvetur til að
ráðinn verði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020. Gert verði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Greinagerð:
Í meðfylgjandi skipuriti er sláandi tómur reitur atvinnu- ferða- og kynningarmála, þar sem öflugur einstaklingur ætti að vera skráður. Atvinnumálin í víðum skilningi þess orðs, eru stór þáttur í hverju sveitarfélagi og því þarf að gera þeim hátt undir höfði, ekki síst vegna áforma um sameiningu sveitarfélaga.
Fyrsta verkefni slíks atvinnu- ferða- og kynningarfulltrúa væri að skipuleggja atvinnusýningu í Íþróttahúsinu árið 2020 og kalla til atvinnufyrirtæki í framleiðslu, verslun, ferðaþjónustu og annarri þeirri starfsemi, sem kynnir svæðið að hluta eða í heild. Slíkt verkefni yrði krefjandi fyrir nýráðinn starfsmann, sem fengi að kynnast því sem er í gangi á svæðinu, ræða við stjórnendur fyrirtækja og geta síðan einbeitt sér að nýjum verkefnum og aðstoðað þau sem fyrir eru. Næsta verkefni er að vinna að framgangi gagnavers.
Afgreiðsla Atvinnu- og menningarnefndar var eftirfarandi:
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Einnig verði málið tekið til skoðunar í yfirstandandi sameiningarviðræðum sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en einn sat hjá (ÍKH).
(ÍKH er Ívar Karl Hafliðason sem skipar nú annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.)
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
- Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
Framvindan? Ekkert gerðist.
Þökk sé fulltrúum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi.
Sömu sviknu loforðin kosningar eftir kosningar.
Eru kjósendur sáttir við slík vinnubrögð?
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)