Vingulshįttur meirihlutans ķ Mślažingi

PastedGraphic-2Ķ mörg įr hefur veriš rętt um atvinnufulltrśa į Fljótsdalshéraši, en framsóknarmönnum hefur tekist aš žumbast og slį verkefninu ķtrekaš į frest.  Fulltrśi Mišflokksinsins flutti aš lokum um žaš eftirfarandi tillögu.

 

Tillaga um Atvinnu-, ferša- og kynningarfulltrśa

Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 11. febrśar 2019, hvetur til aš

rįšinn verši Atvinnu-, ferša- og kynningarfulltrśa fyrir įriš 2020.  Gert verši rįš fyrir rįšningu hans viš fjįrhagsįętlun fyrir įriš 2020.

Greinagerš:

Ķ mešfylgjandi skipuriti er slįandi tómur reitur atvinnu- ferša- og kynningarmįla, žar sem öflugur einstaklingur ętti aš vera skrįšur.  Atvinnumįlin ķ vķšum skilningi žess oršs, eru stór žįttur ķ hverju sveitarfélagi og žvķ žarf aš gera žeim hįtt undir höfši, ekki sķst vegna įforma um sameiningu sveitarfélaga.

Fyrsta verkefni slķks atvinnu- ferša- og kynningarfulltrśa vęri aš skipuleggja atvinnusżningu ķ Ķžróttahśsinu įriš 2020 og kalla til atvinnufyrirtęki ķ framleišslu, verslun, feršažjónustu og annarri žeirri starfsemi, sem kynnir svęšiš aš hluta eša ķ heild.  Slķkt verkefni yrši krefjandi fyrir nżrįšinn starfsmann, sem fengi aš kynnast žvķ sem er ķ gangi į svęšinu, ręša viš stjórnendur fyrirtękja og geta sķšan einbeitt sér aš nżjum verkefnum og ašstošaš žau sem fyrir eru.  Nęsta verkefni er aš vinna aš framgangi gagnavers.

Afgreišsla Atvinnu- og menningarnefndar var eftirfarandi:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til aš verkefniš verši tekiš upp viš gerš fjįrhagsįętlunar fyrir 2020. Einnig verši mįliš tekiš til skošunar ķ yfirstandandi sameiningarvišręšum sveitarfélaga.

Samžykkt meš žremur greiddum atkvęšum, en einn sat hjį (ĶKH).

(ĶKH er Ķvar Karl Haflišason sem skipar nś annaš sęti Sjįlfstęšisflokksins ķ Mślažingi.) 

Afgreišsla bęjarstjórnar:

Framvindan?  Ekkert geršist. 

Žökk sé fulltrśum Framsóknar- og Sjįlfstęšisflokks ķ Mślažingi. 

Sömu sviknu loforšin kosningar eftir kosningar.

Eru kjósendur sįttir viš slķk vinnubrögš?

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband