Dellukenningin

 

Óðinn í Viðskipta­blaðinu fjallaði í vik­unni um það sem hann kall­ar dellu­kenn­ingu Dags og á þar við þá kenn­ingu að þróun hús­næðis­verðs í Reykja­vík sé Seðlabank­an­um að kenna en ekki borg­ar­yf­ir­völd­um. Dag­ur hef­ur haldið því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans hafi snúið of­fram­boði á hús­næðismarkaði í um­fram­eft­ir­spurn sem skýri gegnd­ar­laus­ar verðhækk­an­ir. Óðinn lít­ur málið öðrum aug­um.

Í pistl­in­um er rakið hvernig vísi­tala íbúðaverðs hef­ur hækkað og sömu­leiðis hvernig vext­ir Seðlabank­ans hafa þró­ast og svo seg­ir: „Hvers vegna er Óð inn að þylja þetta upp. Jú. Vegna þess að kenn­ing­arsmiðir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Kristrúnu Frosta­dótt­ur lottóvinn­ings­hafa í far­ar­broddi halda því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans skýri hækk­un fast­eigna­verðs en ekki lóðaskorts­stefna vinstri­meiri­hlut­ans í Reykja­vík.

Þessi gríðarlega hækk­un vísi­töl­unn­ar nú, sem nem­ur 60% á árs­grund­velli er sönn­un þess að þessi kenn­ing hef­ur þann ein­an til­gang að kasta ryki fram­an í kjós­end­ur fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.“

Og Óðinn bæt­ir við: „Kenn­ing lottóvinn­ings­haf­ans og hinna vinstrimann­anna er della, eins og Óðinn hef­ur sagt frá upp­hafi og Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri benti svo pent á fyr­ir ekki svo löngu.“

Dag­ur, Kristrún og aðrir tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vita auðvitað að kenn­ing þeirra er della og að stefna meiri­hlut­ans í borg­inni skýr­ir verðþró­un­ina. En kosn­ing­ar eru fram und­an og þess vegna eru eng­ar lík­ur á að þau viður­kenni þessa staðreynd.

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1807421/?t=909055973&_t=1650713924.0372088

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband