22.5.2023 | 18:22
Múlaþing 17. júní. Þjóðsönginn, nei takk
Felldu tillögu um þjóðsönginn á 17. júní
Sérstakt málefni var tekið fyrir á síðasta fundi byggðarráðs Múlaþings, en þar var fjallað um auknar fjárveitingar til fimleikadeildar Hattar til að halda utan um 17. júní-hátíðarhöldin á Egilsstöðum, en venja er að félagið sjái um dagskrána.
Þröstur Jónsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokks í byggðarráði, lagði fram tillögu þar sem hann fór fram á að þjóðsöngurinn Ó, guð vors lands yrði sunginn að minnsta kosti einu sinni í athöfninni og þá helst við inngöngu Fjallkonunnar, enda væri það viðeigandi á þjóðhátíð landsins.
Ástæðan fyrir því að ég lagði fram þessa breytingartillögu var að þjóðsöngurinn var ekki sunginn á 17. júní í fyrra. Ég hef nú stundum gantast svolítið með það, en eftir 17. júní í fyrra fengum við eitt það mesta skítasumar sem komið hefur hér í manna minnum. Ég vildi þá setja þann varnagla að þjóðsöngurinn yrði sunginn í ár á þjóðhátíðinni og skil ekki að það skaði nokkurn mann, segir Þröstur og bætir við að ekki væri verra ef veðrið yrði skaplegt í kjölfarið.
En tillagan var felld með þremur atkvæðum og tveir sátu hjá, segir Þröstur. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað fór fram á fundinum, en get þó sagt að um málið urðu nokkrar umræður. Það er eins og það sé eitthvað púkó að syngja þjóðsönginn af því að guð sé nefndur. Ég veit ekki hvað á að segja annað, þótt ég vilji ekki fullyrða að það sé ástæðan.
Þröstur segir að í fyrra hafi verið spilað lagið Ísland er land þitt við inngöngu Fjallkonunnar og að það sé ágætis lag. Ég spyr þó hvenær þjóðsöngurinn sé við hæfi, ef ekki einmitt á þjóðhátíðardegi Íslendinga?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/22/felldu_tillogu_um_thjodsonginn_a_17_juni/
Á hvaða vegferð eru stjórnendur í sveitarstjórn Múlaþings þessa dagana?
Þjóðsönginn á 17. júní. Nei takk
Kristinfræði kennsla í grunnskóla? Nei takk.
Fræðsla um Samtökin78 í Grunnskólum? Já takk.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Uni danski (IP-tala skráð) 22.5.2023 kl. 19:35
Muni ég rétt þá eru ekki margir kennarar sem kenna nemendum sínum þjóðsönginn. Sú kennsla ætti að vera skylda í 4-6. bekk þannig að allir landsmenn kunni eigin þjóðsöng.
Mikil framför að sjá íþróttamenn taka undir með þjóðsöngnum í útlöndum, þannig hefur það ekki alltaf verið.
Synd og skömm á þjóðháríðardegi landsins skuli þjóðsöngurinn ekki einu sinni sunginn.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2023 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.