Isavia tekur upp bílastæðagjald á Egilsstaðaflugvelli

https://www.austurfrett.is/frettir/isavia-tekur-upp-bilastaedhagjald-a-egilsstadhaflugvelli

Höfundur: Albert Örn Eyþórsson • Skrifað: 11. janúar 2024.

Á næstunni mun Isavia koma upp nýju bílastæðakerfi með aðgangsstýringu á Egilsstaðaflugvelli en slíkt mun vera, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, í fyrsta skipti sem bílastæðagjöld eru innheimt á Austurlandi. Innleiðing þess sögð bæta þjónustu og ferðaupplifun fólks.

Uppsetning kerfisins hefst á næstu dögum en eftir að það er komið upp þurfa allir sem þangað eiga erindi á bíl í lengri tíma en fimmtán mínútur að greiða 350 krónur fyrir hverja klukkustund umfram það eða 1.750 krónur sólarhringinn fyrstu vikuna. Gjaldið lækkar í 1.350 hvern dag næstu vikuna þar á eftir.

Nýja kerfið er með sama sniði og gerist við Keflavíkurflugvöll og jafnframt skal setja upp sams konar kerfi á flugvellinum á Akureyri á næstunni líka. Gjöldin verða hin sömu en kerfið mun lesa bílnúmer allra sem á völlinn fara. Hægt verður að greiða í sérstöku appi, Autoplay sem svo er kallað og einnig gegnum vef Parka. Sé ekki greitt með þeim leiðum næstu tvo daga eftir brottför er sendur reikningur í heimabanka bíleigandans.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur þegar formlega mótmælt þessum gjörningi Isavia. Ólíðandi sé að grafið sé með þessum hætti undan ávinningi fólks af Loftbrúnni og auka þannig álögur og skatt á íbúa landsbyggðarinnar. Slík gjaldtaka komi verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfi aðstæðna vegna að sækja sér ýmsa nauðsynlega þjónustu á höfuðborgarsvæðið.

........................... 

  • Þetta er enn ein aðferðin við að skattleggja landsbyggðina í anda Sjálfstæðisflokksins að „lækka skatta“
  • Þetta bitnar harkalega á fólki sem fer í menningaferð, læknisheimsókn til Reykjavíkur eða á sólarströnd.
  • Þriggja daga heimsókn kostar 5.250.- í bílastæðagjöld á Egilsstöðum.
  • Er þetta eitthvað sem á að láta yfir sig gang möglunarlaust?
  • Er þetta ekki mál sveitastjórna á landsbyggðinni að mótmæla harðlega?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

ISAVIA er ohf og eitt hlutabréf í höndum fjármálaráðherra sem heitir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Eru Sjálfstæðismenn á Austurlandi sáttir við þessa framvindu?

innviðaráðherra er Sigurður Ingi Jóhannsson og gefur grænt ljós á gjörninginn. Með annarri hendi er verið að gum að Loftbrú og tekið til baka með bílastæðagjöldum. Hvaða tvískinnungur er í gangi í Framsóknarflokknum.

Er ISAVIA markvisst að stuðla að skertum flugsamgöngum. Í hvaða svartholi eru stjórnendur á þeim bæ lentir í?

Benedikt V. Warén, 12.1.2024 kl. 13:19

2 identicon

Deilið þessu um allt til að fá sem flesta meðlimi á "VIÐ BORGUM EKKI!!!"
https://www.facebook.com/groups/828323855971923

Salomon Svarti (IP-tala skráð) 12.1.2024 kl. 16:14

3 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Það væri gaman að fá útskýringu á því hvernig þjónustan og upplifunin batni við að setja gjald á bílastæðin?????

Rafn Haraldur Sigurðsson, 13.1.2024 kl. 16:03

4 identicon

Enn og aftur er verið að auka sjúkrakostnað á landsbyggðinni. Við verðum að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur og geymum bílinn á flugvellinum á meðan. Þetta geta verið margir dagar og því stór reikningur. Hvar er sveitarstjórnin, hvar er ríkisstjórnin og Alþingi. Búið er að flytja heilsugæsluna á þjóðvegin og flugið, nú er hún komin á bílastæðin líka.

Björn Ármann Ólafsson (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband