Vigdís og Þröstur á ferðinni

Vigdís Hauksdóttir 3

 

Laugardaginn 30. apríl var Vigdís Hauksdóttir á ferðinni í Múlaþingi í fylgd Þrastar Jónssonar oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Nokkrar vangaveltur hafa verið manna á meðal, hvort hún sé fulltrúi Miðflokksins í stól bæjarstjórans.  Hvorki Vigdís né Þröstur vildu játa eða neita þessum orðrómi. 

Ferðin hófst í Tehúsinu það sem var súpufundur og málin rædd.  Þaðan var ferðinni heitið á kosningaskrifstofuna þar sem hún var opnuð formlega og verður fyrst um sinn opin milli 17:00 og 19:00 alla daga. 

Þaðan lá leið Vigdísar að svæði hitaveitunnar undir leiðsögn Höllu Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, sem fór  yfir sögu hitaveitunnar. 

Þar næst var ferðinni heitið í VökBath. Á morgun verður farið á Seyðisfjörð.

Svo er bara að bíða kosningaúrslitanna og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort við eigum von á hressum bæjarstjóra í Múlaþingi á næsta kjörtímabili. throstur_jonsson_x2020_0002_web-1


Býður Vigdís Hauksdóttir sig fram sem oddvita í Múlaþingi fyrir komandi kosningar?

frettin28. apríl 2022 15:07

Sá orðrómur hefur verið á kreiki um að Vigdís Hauksdóttir sé sveitastjóraefni M-listans í Múlaþingi í komandi sveitastjórnarkosningum. En Múlaþing er langstærsta sveitarfélag Íslands, þekur um 10% landsins.

Vigdís er á ferð með M-listafólki í Múlaþingi um helgina sem vekur spurningar um hvort þessi orðrómur sé á rökum reistur.

Fréttin hafði samband við oddvita M-listans í Múlaþingi, Þröst Jónsson til að fá þessari spurningu svarað.

Þröstur vildi ekki svara en sagði að Vigdís væri kröftugur og duglegur foringi sem þyrði að taka ákvarðanir.

 

https://frettin.is/2022/04/28/bydur-vigdis-hauksdottir-sig-fram-sem-oddvita-i-mulathingi-fyrir-komandi-kosningar/


Framboðslisti Miðflokksdeildar í Múlaþingi

1. Þröstur Jónsson Rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson Afgreiðslustjóri
2. Örn Bergmann Jónsson Athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson Leiðsögmaður og skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir Verslunarstjóri
6. Snorri Jónsson Verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestsson Landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson Löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjámsson Warén Rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir Verslunarstjóri
13. Stefán Scheving Einarsson Verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson Framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason Rafvirkjameistari
16. Sveinn Vilberg Stefánsson Bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason Pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson Rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson Flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir Eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal Forstöðumaður áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson Garðyrkjumaður


Dellukenningin

 

Óðinn í Viðskipta­blaðinu fjallaði í vik­unni um það sem hann kall­ar dellu­kenn­ingu Dags og á þar við þá kenn­ingu að þróun hús­næðis­verðs í Reykja­vík sé Seðlabank­an­um að kenna en ekki borg­ar­yf­ir­völd­um. Dag­ur hef­ur haldið því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans hafi snúið of­fram­boði á hús­næðismarkaði í um­fram­eft­ir­spurn sem skýri gegnd­ar­laus­ar verðhækk­an­ir. Óðinn lít­ur málið öðrum aug­um.

Í pistl­in­um er rakið hvernig vísi­tala íbúðaverðs hef­ur hækkað og sömu­leiðis hvernig vext­ir Seðlabank­ans hafa þró­ast og svo seg­ir: „Hvers vegna er Óð inn að þylja þetta upp. Jú. Vegna þess að kenn­ing­arsmiðir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Kristrúnu Frosta­dótt­ur lottóvinn­ings­hafa í far­ar­broddi halda því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans skýri hækk­un fast­eigna­verðs en ekki lóðaskorts­stefna vinstri­meiri­hlut­ans í Reykja­vík.

Þessi gríðarlega hækk­un vísi­töl­unn­ar nú, sem nem­ur 60% á árs­grund­velli er sönn­un þess að þessi kenn­ing hef­ur þann ein­an til­gang að kasta ryki fram­an í kjós­end­ur fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.“

Og Óðinn bæt­ir við: „Kenn­ing lottóvinn­ings­haf­ans og hinna vinstrimann­anna er della, eins og Óðinn hef­ur sagt frá upp­hafi og Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri benti svo pent á fyr­ir ekki svo löngu.“

Dag­ur, Kristrún og aðrir tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vita auðvitað að kenn­ing þeirra er della og að stefna meiri­hlut­ans í borg­inni skýr­ir verðþró­un­ina. En kosn­ing­ar eru fram und­an og þess vegna eru eng­ar lík­ur á að þau viður­kenni þessa staðreynd.

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1807421/?t=909055973&_t=1650713924.0372088

 


Fram­tíð Ís­lands: Loft­lags­mál – sam­göngur – sjálf­bærni

Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu.

Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026.

Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu:

Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma.

Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi.

Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu.

Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð.

Höfundur Björn Ármann Ólafsson, er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.

https://www.visir.is/g/20222249746d/fram-tid-is-lands-loft-lags-mal-sam-gongur-sjalf-baerni


Kristrún hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Kristrún Frostadóttir stefnir að formennsku í Samfylkingunni. Fyrir kosningar 25. september 2021 var hún þráspurð um viðskipti sín með bréf í Kviku-banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu. Örn Arnarson, ritstjórnarfulltrúi Viðskiptablaðsins, lýsti viðskiptum Kristrúnar á þennan hátt í grein 11. október 2021:

„Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bankanum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóflegri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld – eins og raunin varð – gætu þessi áskriftarréttindi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.“

Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hópur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin haf „komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða“ og sé ávöxtun þeirra „ævintýraleg“. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum.

Hún hneykslast ekki aðeins á því að fjárfestar hafi grætt heldur einnig hinu hverjir keyptu af þeim: „Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu,“ segir hún og krefst afsagnar fjármálaráðherra.

Kristrún á sæti í fjárlaganefnd alþingis fyrir Samfylkinguna í ViðskiptaMogga segir 13. apríl að innan nefndarinnar hafi enginn þingmaður gert athugasemd við tilboðsleiðina sem að lokum var farin eða lýst áhyggjum yfir að ríkið myndi bera skarðan hlut frá borði vegna þeirrar leiðar. Þá lá ekki fyrir nein afstaða um að ákveðnum aðilum yrði óheimilt að taka þátt í útboðinu.

Björn Bjarnason

https://www.bjorn.is/dagbok/kristrun-og-skjotfenginn-grodi

 

 

 


Vingulsháttur meirihlutans í Múlaþingi

PastedGraphic-2Í mörg ár hefur verið rætt um atvinnufulltrúa á Fljótsdalshéraði, en framsóknarmönnum hefur tekist að þumbast og slá verkefninu ítrekað á frest.  Fulltrúi Miðflokksinsins flutti að lokum um það eftirfarandi tillögu.

 

Tillaga um Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa

Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 11. febrúar 2019, hvetur til að

ráðinn verði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020.  Gert verði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Greinagerð:

Í meðfylgjandi skipuriti er sláandi tómur reitur atvinnu- ferða- og kynningarmála, þar sem öflugur einstaklingur ætti að vera skráður.  Atvinnumálin í víðum skilningi þess orðs, eru stór þáttur í hverju sveitarfélagi og því þarf að gera þeim hátt undir höfði, ekki síst vegna áforma um sameiningu sveitarfélaga.

Fyrsta verkefni slíks atvinnu- ferða- og kynningarfulltrúa væri að skipuleggja atvinnusýningu í Íþróttahúsinu árið 2020 og kalla til atvinnufyrirtæki í framleiðslu, verslun, ferðaþjónustu og annarri þeirri starfsemi, sem kynnir svæðið að hluta eða í heild.  Slíkt verkefni yrði krefjandi fyrir nýráðinn starfsmann, sem fengi að kynnast því sem er í gangi á svæðinu, ræða við stjórnendur fyrirtækja og geta síðan einbeitt sér að nýjum verkefnum og aðstoðað þau sem fyrir eru.  Næsta verkefni er að vinna að framgangi gagnavers.

Afgreiðsla Atvinnu- og menningarnefndar var eftirfarandi:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Einnig verði málið tekið til skoðunar í yfirstandandi sameiningarviðræðum sveitarfélaga.

Samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en einn sat hjá (ÍKH).

(ÍKH er Ívar Karl Hafliðason sem skipar nú annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.) 

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Framvindan?  Ekkert gerðist. 

Þökk sé fulltrúum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi. 

Sömu sviknu loforðin kosningar eftir kosningar.

Eru kjósendur sáttir við slík vinnubrögð?

 


Ekki of seint

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar árið 2013 var aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem lofaði mikl­um heimt­um fjár­muna úr fór­um kröfu­hafa hinna föllnu banka. Það var líka aðeins einn leiðtogi stjórn­mála­flokk­anna sem stóð við það lof­orð og gott bet­ur. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son tryggði heimt­ur til handa rík­is­sjóði í formi stöðug­leikafram­laga frá kröfu­höf­um, sem varð grund­völl­ur hröðustu efna­hags­legu um­skipta nokk­urs rík­is í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Eign­ar­hlut­ur rík­is­sjóðs í Íslands­banka er hluti af þessu upp­gjöri.

Þetta upp­gjör við kröfu­hafa föllnu bank­anna reynd­ist líka for­senda þess að rík­is­sjóður var síðar í fær­um til að standa af sér þau efna­hags­legu áföll sem dundu á Íslend­ing­um í ný­af­stöðnum heims­far­aldri. Án stöðug­leikafram­lag­anna und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs væri staðan sann­ar­lega slæm í dag.

Rík­is­sjóður fékk 95% af hluta­fé Íslands­banka af­hent í formi þess­ara fram­laga. Það hef­ur síðan skilað Íslend­ing­um, raun­veru­leg­um eig­end­um bank­ans, miklu fé í rík­is­sjóð í formi arðgreiðslna og sölu á hlut­um í bank­an­um; um 180 millj­örðum nú þegar og enn á rík­is­sjóður hlut í bank­an­um upp á um 95 millj­arða. Sam­tals skil­ar Íslands­banki því um 275 millj­örðum.

Miðflokk­ur­inn, und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, lofaði því í síðustu alþing­is­kosn­ing­um að af­henda Íslands­banka þeim sem þegar eiga hann; Íslend­ing­um, með bein­um hætti. Þannig hefði hver Íslend­ing­ur fengið út­hlutaðan jafn­an hlut sem næmi nú um millj­ón króna fyr­ir hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Það er eitt­hvað.

En sú leið var ekki far­in held­ur önn­ur sem nú hef­ur valdið miklu ósætti, tor­tryggni í garð sölu rík­is­eigna og miklu van­trausti. Ekki bæt­ir úr skák að þeir sem halda á ábyrgð í mál­inu á stjórn­ar­heim­il­inu hafa stimplað sig út úr allri mál­efna­legri umræðu um söl­una, horfa í hina átt­ina og vona að ein­hverj­ir aðrir endi með þetta í sinni kjöltu.

Í rík­is­stjórn­inni er hver hönd­in upp á móti ann­arri. Þeir sem yf­ir­höfuð hafa gefið kost á viðtali við fjöl­miðla eða tjáð sig á annað borð reyna að bera sak­ir á ein­hvern ann­an og upp­hefja sjálfa sig í leiðinni. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem tjá sig þykj­ast lítið vita um málið, segj­ast voða svekkt­ir. Aðrir halda dauðahaldi í þögn­ina og vona að málið verði bara búið fljótt. Einn ráðherr­anna og formaður eins stjórn­ar­flokks­ins fer áfram huldu höfði eft­ir al­var­leg um­mæli á búnaðarþingi sem hon­um hef­ur reynst erfitt að þyrla upp nægu ryki um svo fólkið sjái ekki það sem blas­ir við: lé­legt inni­hald í smart umbúðum góðra al­manna­tengla.

Rík­is­stjórn­in og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir eru á flótta und­an sjálf­um sér.

Er þá ekki bara best að fara að ráðum Miðflokks­ins og af­henda Íslands­banka með bein­um hætti til raun­veru­legra eig­enda, Íslend­inga? Það er ekki of seint.

Bergþór Ólason


Ríkisstjórnin ætlar að banna olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Íslands kveður á um bann við leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögu landsins. Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að sitja við orðin tóm því drög að frumvarpi þar um eru nú þegar í samráðsgátt.

Vísað er til þess að kolefnisvinnsla sé ekki í samræmi við áform stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á sama tíma veita norsk stjórnvöld 53 ný olíuleitarleyfi í lögsögu sinni og vilja skála í kampavíni fyrir nýju olíuvinnslusvæði.

Eins og staðan er í dag í orkumálum heimsins er það mikill misskilningur að olíuvinnsla sé ekki umhverfisvæn. Yfir 40% rafmagnsframleiðslu heimsins er í dag framkvæmd með bruna kola. Kolabruni er mun meiri loftslags-vá en bruni olíu og gass. Með meiri framleiðslu olíu og gass má draga úr bruna kola.

Þrátt fyrir mikla umræðu um orkuskipti, eru þau langt undan, ekki síst í löndum þar sem brennsla kola er langmestur svo sem í Kína. Þar í landi sem annarsstaðar eru stór kolaorkuver í byggingu og ekkert lát virðist þar á.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að loka öllum kolaorkuverum innan Evrópubandalagsins fyrir 2032, er vandséð að slíkt gangi eftir. Hér á landi er vandséð að títt nefnd orkuskipti gangi eftir fyrir 2040, einfaldlega vegna þess að slíkt kallar á byggingu orkuvers af sambærilegri stærð og Sigölduvirkjun á hverju ári.

Mannkyn þarf því að reiða sig á jarðefnaeldsneyti um ókomna áratugi. Því er mikilvægt umhverfismál að auka olíu og gas-notkun á kostnað kolabruna.

Rannsóknir á Drekasvæðinu og ef til vill vinnsla síðar meir yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NA-landi, allt frá Fjarðarbyggð í suðri til Langaness í norðri. Hafnir í Fjarðarbyggð og á Seyðisfirði yrðu mikilvægar aðfanga-hafnir og flugvöllurinn á Egilsstöðum mikilvægur þjónustuvöllur. Þá má sjá fyrir sér olíuhreinsunarstöð norðan Vopnafjarðar, sem myndi kalla á jarðgöng undir Hellisheiði milli Héraðs og Vopnafjarðar, sem aftur mundi stuðla að sameiningu sveitarfélaganna Vopnafjarðar og Múlaþings.

Sveitastjórn Fjarðarbyggðar hefur fagnað komandi rannsókna-og vinnslubanni og Reyðarfjörður því ekki lengur olíubær Íslands. Það má því gera ráð fyrir að umsvif í Seyðisfjarðarhöfn stóraukist þegar rannsóknir/vinnsla hefst. Því þarf að hefjast handa við Fjarðarheiðargöng helst í gær. Hagkvæmni þeirra gangna stóreykst þegar þessi atburðarás fer í gang.

Þó seint sé í rassinn gripið bera vonandi aðrar sveitastjórnir á svæðinu gæfu til að mótmæla þessu ógæfusama banni, enda mikið í húfi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Þröstur Jónsson

1. Sæti Miðflokksins í Múlaþingi.


Enn eitt miðbæjarskipulagið á Egilsstöðum

Nýtt og glæsilegt miðbæjarskipulag hefur litið dagsins ljós á Egilsstöðum.  Ekki er annað að sjá að um metnaðarfulla tillögu sé að ræða.

https://www.mulathing.is/static/files/SKYRSLUR/straumur-kynning-5.-april-2022.pdf

Tvennt ber þó að hafa í huga.

1. Síðastliðin rúm fjörutíu ár hafa komið fram tillögur um miðbæjarskipulag án þess að nokkurt annað gerðist frekar en tillögur á blaði.

2. Er kynningin núna, korter fyrir kosningar, hrein tilviljun?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband