18.4.2022 | 11:47
Kristrún hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.
Kristrún Frostadóttir stefnir að formennsku í Samfylkingunni. Fyrir kosningar 25. september 2021 var hún þráspurð um viðskipti sín með bréf í Kviku-banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu. Örn Arnarson, ritstjórnarfulltrúi Viðskiptablaðsins, lýsti viðskiptum Kristrúnar á þennan hátt í grein 11. október 2021:
Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bankanum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóflegri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld eins og raunin varð gætu þessi áskriftarréttindi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.
Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hópur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin haf komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða og sé ávöxtun þeirra ævintýraleg. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum.
Hún hneykslast ekki aðeins á því að fjárfestar hafi grætt heldur einnig hinu hverjir keyptu af þeim: Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu, segir hún og krefst afsagnar fjármálaráðherra.
Kristrún á sæti í fjárlaganefnd alþingis fyrir Samfylkinguna í ViðskiptaMogga segir 13. apríl að innan nefndarinnar hafi enginn þingmaður gert athugasemd við tilboðsleiðina sem að lokum var farin eða lýst áhyggjum yfir að ríkið myndi bera skarðan hlut frá borði vegna þeirrar leiðar. Þá lá ekki fyrir nein afstaða um að ákveðnum aðilum yrði óheimilt að taka þátt í útboðinu.
Björn Bjarnason
https://www.bjorn.is/dagbok/kristrun-og-skjotfenginn-grodi
16.4.2022 | 17:55
Vingulsháttur meirihlutans í Múlaþingi
Í mörg ár hefur verið rætt um atvinnufulltrúa á Fljótsdalshéraði, en framsóknarmönnum hefur tekist að þumbast og slá verkefninu ítrekað á frest. Fulltrúi Miðflokksinsins flutti að lokum um það eftirfarandi tillögu.
Tillaga um Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa
Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 11. febrúar 2019, hvetur til að
ráðinn verði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020. Gert verði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Greinagerð:
Í meðfylgjandi skipuriti er sláandi tómur reitur atvinnu- ferða- og kynningarmála, þar sem öflugur einstaklingur ætti að vera skráður. Atvinnumálin í víðum skilningi þess orðs, eru stór þáttur í hverju sveitarfélagi og því þarf að gera þeim hátt undir höfði, ekki síst vegna áforma um sameiningu sveitarfélaga.
Fyrsta verkefni slíks atvinnu- ferða- og kynningarfulltrúa væri að skipuleggja atvinnusýningu í Íþróttahúsinu árið 2020 og kalla til atvinnufyrirtæki í framleiðslu, verslun, ferðaþjónustu og annarri þeirri starfsemi, sem kynnir svæðið að hluta eða í heild. Slíkt verkefni yrði krefjandi fyrir nýráðinn starfsmann, sem fengi að kynnast því sem er í gangi á svæðinu, ræða við stjórnendur fyrirtækja og geta síðan einbeitt sér að nýjum verkefnum og aðstoðað þau sem fyrir eru. Næsta verkefni er að vinna að framgangi gagnavers.
Afgreiðsla Atvinnu- og menningarnefndar var eftirfarandi:
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Einnig verði málið tekið til skoðunar í yfirstandandi sameiningarviðræðum sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en einn sat hjá (ÍKH).
(ÍKH er Ívar Karl Hafliðason sem skipar nú annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.)
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
- Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
Framvindan? Ekkert gerðist.
Þökk sé fulltrúum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi.
Sömu sviknu loforðin kosningar eftir kosningar.
Eru kjósendur sáttir við slík vinnubrögð?
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2022 | 10:08
Ekki of seint
Fyrir kosningarnar árið 2013 var aðeins einn leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem lofaði miklum heimtum fjármuna úr fórum kröfuhafa hinna föllnu banka. Það var líka aðeins einn leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem stóð við það loforð og gott betur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tryggði heimtur til handa ríkissjóði í formi stöðugleikaframlaga frá kröfuhöfum, sem varð grundvöllur hröðustu efnahagslegu umskipta nokkurs ríkis í kjölfar efnahagshrunsins. Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka er hluti af þessu uppgjöri.
Þetta uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna reyndist líka forsenda þess að ríkissjóður var síðar í færum til að standa af sér þau efnahagslegu áföll sem dundu á Íslendingum í nýafstöðnum heimsfaraldri. Án stöðugleikaframlaganna undir forystu Sigmundar Davíðs væri staðan sannarlega slæm í dag.
Ríkissjóður fékk 95% af hlutafé Íslandsbanka afhent í formi þessara framlaga. Það hefur síðan skilað Íslendingum, raunverulegum eigendum bankans, miklu fé í ríkissjóð í formi arðgreiðslna og sölu á hlutum í bankanum; um 180 milljörðum nú þegar og enn á ríkissjóður hlut í bankanum upp á um 95 milljarða. Samtals skilar Íslandsbanki því um 275 milljörðum.
Miðflokkurinn, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, lofaði því í síðustu alþingiskosningum að afhenda Íslandsbanka þeim sem þegar eiga hann; Íslendingum, með beinum hætti. Þannig hefði hver Íslendingur fengið úthlutaðan jafnan hlut sem næmi nú um milljón króna fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er eitthvað.
En sú leið var ekki farin heldur önnur sem nú hefur valdið miklu ósætti, tortryggni í garð sölu ríkiseigna og miklu vantrausti. Ekki bætir úr skák að þeir sem halda á ábyrgð í málinu á stjórnarheimilinu hafa stimplað sig út úr allri málefnalegri umræðu um söluna, horfa í hina áttina og vona að einhverjir aðrir endi með þetta í sinni kjöltu.
Í ríkisstjórninni er hver höndin upp á móti annarri. Þeir sem yfirhöfuð hafa gefið kost á viðtali við fjölmiðla eða tjáð sig á annað borð reyna að bera sakir á einhvern annan og upphefja sjálfa sig í leiðinni. Þingmenn stjórnarflokkanna sem tjá sig þykjast lítið vita um málið, segjast voða svekktir. Aðrir halda dauðahaldi í þögnina og vona að málið verði bara búið fljótt. Einn ráðherranna og formaður eins stjórnarflokksins fer áfram huldu höfði eftir alvarleg ummæli á búnaðarþingi sem honum hefur reynst erfitt að þyrla upp nægu ryki um svo fólkið sjái ekki það sem blasir við: lélegt innihald í smart umbúðum góðra almannatengla.
Ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir eru á flótta undan sjálfum sér.
Er þá ekki bara best að fara að ráðum Miðflokksins og afhenda Íslandsbanka með beinum hætti til raunverulegra eigenda, Íslendinga? Það er ekki of seint.
Bergþór Ólason
10.4.2022 | 23:10
Ríkisstjórnin ætlar að banna olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Íslands kveður á um bann við leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögu landsins. Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að sitja við orðin tóm því drög að frumvarpi þar um eru nú þegar í samráðsgátt.
Vísað er til þess að kolefnisvinnsla sé ekki í samræmi við áform stjórnvalda í loftslagsmálum.
Á sama tíma veita norsk stjórnvöld 53 ný olíuleitarleyfi í lögsögu sinni og vilja skála í kampavíni fyrir nýju olíuvinnslusvæði.
Eins og staðan er í dag í orkumálum heimsins er það mikill misskilningur að olíuvinnsla sé ekki umhverfisvæn. Yfir 40% rafmagnsframleiðslu heimsins er í dag framkvæmd með bruna kola. Kolabruni er mun meiri loftslags-vá en bruni olíu og gass. Með meiri framleiðslu olíu og gass má draga úr bruna kola.
Þrátt fyrir mikla umræðu um orkuskipti, eru þau langt undan, ekki síst í löndum þar sem brennsla kola er langmestur svo sem í Kína. Þar í landi sem annarsstaðar eru stór kolaorkuver í byggingu og ekkert lát virðist þar á.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að loka öllum kolaorkuverum innan Evrópubandalagsins fyrir 2032, er vandséð að slíkt gangi eftir. Hér á landi er vandséð að títt nefnd orkuskipti gangi eftir fyrir 2040, einfaldlega vegna þess að slíkt kallar á byggingu orkuvers af sambærilegri stærð og Sigölduvirkjun á hverju ári.
Mannkyn þarf því að reiða sig á jarðefnaeldsneyti um ókomna áratugi. Því er mikilvægt umhverfismál að auka olíu og gas-notkun á kostnað kolabruna.
Rannsóknir á Drekasvæðinu og ef til vill vinnsla síðar meir yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NA-landi, allt frá Fjarðarbyggð í suðri til Langaness í norðri. Hafnir í Fjarðarbyggð og á Seyðisfirði yrðu mikilvægar aðfanga-hafnir og flugvöllurinn á Egilsstöðum mikilvægur þjónustuvöllur. Þá má sjá fyrir sér olíuhreinsunarstöð norðan Vopnafjarðar, sem myndi kalla á jarðgöng undir Hellisheiði milli Héraðs og Vopnafjarðar, sem aftur mundi stuðla að sameiningu sveitarfélaganna Vopnafjarðar og Múlaþings.
Sveitastjórn Fjarðarbyggðar hefur fagnað komandi rannsókna-og vinnslubanni og Reyðarfjörður því ekki lengur olíubær Íslands. Það má því gera ráð fyrir að umsvif í Seyðisfjarðarhöfn stóraukist þegar rannsóknir/vinnsla hefst. Því þarf að hefjast handa við Fjarðarheiðargöng helst í gær. Hagkvæmni þeirra gangna stóreykst þegar þessi atburðarás fer í gang.
Þó seint sé í rassinn gripið bera vonandi aðrar sveitastjórnir á svæðinu gæfu til að mótmæla þessu ógæfusama banni, enda mikið í húfi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Þröstur Jónsson
1. Sæti Miðflokksins í Múlaþingi.
9.4.2022 | 12:59
Enn eitt miðbæjarskipulagið á Egilsstöðum
Nýtt og glæsilegt miðbæjarskipulag hefur litið dagsins ljós á Egilsstöðum. Ekki er annað að sjá að um metnaðarfulla tillögu sé að ræða.
https://www.mulathing.is/static/files/SKYRSLUR/straumur-kynning-5.-april-2022.pdf
Tvennt ber þó að hafa í huga.
1. Síðastliðin rúm fjörutíu ár hafa komið fram tillögur um miðbæjarskipulag án þess að nokkurt annað gerðist frekar en tillögur á blaði.
2. Er kynningin núna, korter fyrir kosningar, hrein tilviljun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2022 | 14:08
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi
1. Þröstur Jónsson Rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson Afgreiðslustjóri
2. Örn Bergmann Jónsson Athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson Skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir Verslunarstjóri
6. Snorri Jónsson Verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestson Landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson Löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjámsson Warén Rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir Verslunarstjóri
13. Stefán Scheving Einarsson Verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson Framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason Rafvirkjameistari
16. Sveinn Vilberg Stefánsson Bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason Pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson Rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson Flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir Eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal Forstöðumaður áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson Garðyrkjumaður
Bloggar | Breytt 25.4.2022 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2022 | 17:52
Egilsstaðaflugvöllur 2030?
Hvað segja Framsóknarmenn í Múlaþingi?
Hverju er Sigurður Ingi Jóhannsson ítrekað búinn að lofa með uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar?
Eru Framsóknarmenn í Múlaþingi sáttir við framgöngu formanns síns í flugvallarmálum?
Þögn Framsóknarmanna í Múlaþingi er ærandi, þegar kemur að flugmálum í sveitarfélaginu!
![]() |
Hvassahraunsvöllur tilbúinn 2040? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2022 | 14:33
Er Austurfrétt að hagræða í frétt?
Í Austurfrétt er fjallað um lið 6. Í fundargerð Sveitastjórnar Múlaþings 9.3. sl.
Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar Sambandsins, dags. 25.02.2022, þar sem tekið er undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga um að sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings harmar stríðsástand í Úkraínu sem og annars staðar í heiminu og lýsir yfir samkennd og samhug með almennum borgurum þar sem og annarsstaðar sem þurfa að búa við ofbeldi og yfirgang stjórnvalda, innlendra sem erlendra. Sveitastjórn Múlaþings hvetur alla deiluaðila að leggja niður vopn og setjast að samningaborði, hlusta á kröfur hvers annars, með hag og öryggi almennra borgara að leiðarljósi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að greiða götu fólks á flótta en leggur til að vanda sé til verka, þannig að fjármunir nýtist sem best í stuðningi við flóttafólkið.
Tillagan felld með 9 atkvæðum en 1 greiddi atkvæði með (ÞS), einn sat hjá (HHÁ).
https://www.austurfrett.is/frettir/sagdhi-fordaemingu-mulathings-gegn-russlandi-of-harkalega
Fréttin er hroðvirknislega unnin, m.a. er skrifað um að "bókun" hafi verið felld. Rétt er af fréttamanni að kynna sér muninn á bókun og tillögu.
Annað er ekki síður athyglivert. Ekki er tekið á þessum níu, sem vilja eingöngu bóka um hörmungar í Úkraínu, en ekki nefna það í sömu andránni að það eru hörmungar víðar, sem eru jafn skelfilegar og í Úkraínu. Flóttamenn að flýja heimalönd sín og eignir. Þeir eru jafnframt ofurseldir glæpagengjum, sem eru að innheimta gjald til að koma þeim á betri stað. Sumir ná aldrei landi.
Allir eiga rétt á friðsælu lífi.
Er það ekki útgangspunkturinn í tillögu Þrastar?
Eru flóttamenn ekki sama og flóttamenn?
Hvað með Jón og Séra Jón?
20.3.2022 | 11:02
Hin kalda hönd meirihlutans í Múlaþingi
Í miðju húsnæðisskorts taldi meirihlutinn í Múlaþingi vænlegast að rífa átta íbúðir til að byggja aðrar á sama stað. Ekki var hægt að sannfæra meirihlutann um að byggja fyrst íbúðir fyrir a.m.k. þá sem urðu að rýma umræddar íbúðir. Eftirfarandi eru um gjörninginn í nefnd bæjarfélagsins.
25. fundur Umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings 16. júní 2021 kl. 14:00 - 18:40 á Skjöldólfsstöðum
- Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39
Málsnúmer 202101236
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.
Samþykkt með handauppréttingu, einn (ÁHB) sat hjá.
Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.
B.V.W.
18.3.2022 | 17:28
Vegagerðin í (Teigsskógi) Egilsstaðaskógi
Nú hillir undir að löngu tímabær framkvæmd verði að veruleika, Seyðisfjarðagöng. Allir í Múlaþingi eru ánægðir með það. Hins vegar eru skiptar skoðanir með gangamunnann Héraðsmegin og hefur Miðflokkurinn gagnrýnt það harðlega að upphaflegri áætlun hafi ekki verið fylgt, að vera með gangamunnann við Steinholt. Farið er undan í flæmingi þegar spurt er: Af hverju er gangamunnanum valinn staður við Dalhús? Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi hefur ítrekað kallað eftir svönum án þess að hafa erindi sem erfiði. Hann skrifaði á Facebook:
"Já ég gerðist "fúll á móti" í þessu máli og bókaði harðort á síðasta sveitastjórnarfundi. Alla framtíðarsýn vantar ef S-leið verður valin.
Meira að segja Vegagerðin sjálf var ekki búin að átta sig á hvað byggingaland ég hef verið að tala um. Þeir héldu (eins og margir) að ég væri að tala um Suðursvæðið. Það er af og frá. Ég er að tala um svæðið sunnan Selbrekku inn í skóginn sunnan Norðfjarðarvegar. Þarna eru fallegar hæðir og ásar sem flestir snúa til S, eða SV. Sennilega einar fallegustu byggingalóðir á landinu. Auk þess er þetta svæði mun veðursælla en áætlað byggingaland norðan Eyvindarár sem líður fyrir SA-vindinn ofan af Dölum.
Þetta eru svo magnað byggingaland að ef það væri vel auglýst mundi það trekkja að fólk til búsetu í Múlaþingi .. og það er akkúrat það sem okkur sárvantar.
Þá furða ég mig á afstöðu þeirra 2ja Borgfirðinga sem sitja í sveitarstjórn, sem ætla að mæla með S-leið. Þeir eiginlega með þessu svíkja sitt eigið samfélag á Borgarfirði. N-leiðin er sú leið sem færir Borgarfjörð Eystri nær miðju sveitarfélagsins, og opnar skemmtilega heildarsýn þegar/(ef) Vopnafjörður verður hluti af Múlaþingi, með göngum gegnum Hellisheiði. Að fara S-leiðina gerir Borgarfjörð enn afskekktari en hann er í dag.
Ég hrósa hinsvegar Helga Hlyn Ásgrímssyni fulltrúa Borgafjarðar í sveitastjórn, hjá VG, sem var ekki sáttur við hvernig sveitarstjórn rasaði að illa grundaðri ákvörðun.
Menn verða að hafa "gut" til að horfa fram í tímann 50-100 ár þegar slík ákvörðun er tekinn. Hver vill þá búa ofan í alþjóðaflugvelli með mikilli traffík. Nei er ekki betra að byggja upp atvinnustarfsemi í kringum Flugvöllinn og færa samgöngukerfið á sama stað ... til norðurs.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr verður hafin olíuvinnsla út af NA-landi. Olíuhreinsistöð í Finnafirði og þyrluvöllur á Egilsstöðum munu verða sennilega afleiðingar þess. Þetta mun æpa á jarðgöng undir Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs. Við slíka sviðsmynd þarf vart að nefna að Norðurleiðin er LEIÐIN. Viljum við eyðileggja þessa sviðsmynd með lítt grundaðri S-leið?
Veglínu N-leiðar þarf hinsvegar að laga, einkum neðst þar sem hún fer allt of nálægt bökkum Eyvindarár þar sem er íbúðarhverfi handan ár. Að auki á hún að sjálfsögðu að fara í löngum sveig lengra út á Eyvindarártún og mæta Nesvegi í hringtorgi þar sem núverandi gatnamót flugvallar-vegar eru.
Þá kæmi einnig til greina að fara með línuna út fyrir bæinn Eyvindará til að ná góðri tengingu við nýja Lagarfljótsbrú utan flugvallar og halda núverandi brú fyrir innanbæjar-umferð.
Til hvers að troða nýrri brú þar sem hún varla kemst fyrir innan núverandi brúarstæðis?
Til þessa er nægur undirbúnings-tími, þar sem það tekur mörg ár að sprengja göngin og því ekkert komið að gerð þess hluta vegarins.
Ekki sitja föst í úreltu aðalskipulagi, opnum það og breytum eins og þarf.
HUGSUM FRAM Á VEGINN, HUGSUM STÓRT, DREYMUM STÓRT.
Ekki kúldrast í smáskammtalækningum og skammtíma-lausnum."
Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi í Múlaþingi
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)