kosning.is með rangar upplýsingar um M-listann í Múlaþingi

Stjórnarráð Íslands er með síðu þar sem má nálgast öll framboðin til sveitastjórna 2022.

Listi Miðflokksdeildar Miðflokksins í Múlaþingi er ekki réttur á þeim lista.  Þar vantar nafn Snorra Jónssonar í 6.sæti listans.  Þar að auki eru heimilisfang Þórlaugar Öldu Gunnarsdóttur ekki rétt.

Búið er að senda athugasemd til stjórnaráðsins, en ef að líkum lætur verður engin leiðrétting framkvæmd fyrr en að níu til fimm fólkið mætir í vinnu á mánudag (9.5.2022).

Hér verður listinn birtur eins og hann var lagður fram:

1Þröstur Jónsson Dalsseli 10Rafmagnsverkfræðingur
2Hannes Karl Hilmarsson   Dalbrún 4Afgreiðslustjóri
3Örn Bergmann JónssonFjóluhvammi 11Athafnamaður
4Björn Ármann Ólafsson Miðvangi 6 Skógarbóndi
5Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Hléskógum 21Verslunarstóri
6Snorri Jónsson    Miðtúni 1Verkstjóri
7Sigurður Ragnarsson Ullartanga 5 Framkvæmdastjóri
8Gestur Bergmann Gestson   BlöndubakkaLandbúnaðarverkamaður
9Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir  Egilsseli 1Tæknistjóri
10Guðjón SigurðssonDalbakka 9Löndunarstjóri
11Benedikt Vilhjámsson WarénHamragerði 3Rafeindavirkjameistari
12Ingibjörg Kristín B GestsdóttirKaupvangi 6Verslunarstóri
13Stefán Scheving Einarsson  Koltröð 15 Verkamaður
14Viðar Gunnlaugur Hauksson  Egilsseli 15Framkvæmdastjóri
15Grétar Heimir Helgason    Hjallaseli 5Rafvirkjameistari
16Sveinn Vilberg Stefánsson  Haugum 2 Bóndi 
17Broddi Bjarni Bjarnason   Furuvöllum 1Pípulagningameistari 
18Rúnar SigurðssonLitluskógum 14Rafvirkjameistari
19Ingjaldur Ragnarsson   Einbúablá 8Flugvallarstarfsmaður
20Sunna ÞórarinsdóttirLagarási 17Eldri borgari
21Sigurbjörn HeiðdalBrekku 6Forstöðumaður áhaldahúss
22Pétur GuðvarðssonFaxatröð 7Garðyrkjumaður

 _DSF2103


Reykjavíkurflugvöllur - Lífæð Austurlands

Ekki hefur verið rætt í kosningabaráttunni mikið um hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir okkur, sem búum á hjara veraldar hér í Múlaþingi, að hafa flugvöll í Reykjavík. Það vekur furðu að allir flokkar, sem bjóða fram í landinu undanskildum M-listanum, eru á móti veru flugvallarins í Vatnsmýri og vilja flytja hann suður á Reykjanes.
_DSF2156
Reykjavíkurflugvöllur hefur gegnt afar mikilvægu og þörfu hlutverki við að tengja landsmenn saman, landsbyggðina við höfuðborgina, í hart nær 100 ár. Þar eru Austurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í Múlaþingi samstíga.

Það mætti halda að þessir flokkar væru á móti sjálfum sér og íbúum landsbyggðarinnar, því allir sem hafa komið að máli eru sammála um að flutningur Reykjavíkurflugvallar mun hafa það í för með sér að flugið muni leggjast af eða í besta falli skerðast mjög.

Miðflokkurinn í Múlaþingi áttar sig á þörfinni, enda erum við „flugvallavinir“ í öllum þeim verkum sem við tökum okkur fyrir hendur.

Landhelgisgæslan og sjúkraflugið er lífæð sjómanna og okkar, sem búum og störfum í Múlaþingi, en þrátt fyrir það hefur meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur fellt tillögur þess efnis að styðja við landhelgisgæsluna.

Enginn flokkur, að undanskildum Miðflokknum vill ræða þetta vitrænt, aðeins snúa útúr. Staðreyndir taka af allan vafa í þessum efnum.

Á laugardaginn 14. maí verður m.a. kosið um Reykjavíkurflugvöll og veru hans þar og þar með talið lífæð okkar.

Kjósum M-listann til áhrifa

Örn Bergmann Jónsson
þriðji maður á M-lista í Múlaþingi

https://www.austurfrett.is/umraedan/reykjavikurflugvoellur-lifaedh-austurlands

 


Fundur með Sigmundi Davíð og Þresti Jónssyni

IMG_2301IMG_2305IMG_2306Sigmundur Davíð var með fund í húsnæði Ökuskóla Austurlands í gærkvöldi ásamt Þresti Jónssyni, oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Vel var mætt á fundinn og fjörugar umræður.

Þröstur fór yfir málefni sveitarfélagsins og kynnti helstu áhersluatriði Miðflokksins á komandi kjörtímabili s.s. áherslur í skólamálum, almennt um húsnæðismál, áherslur eldri borgara, heilsugæslumál, erfiðleika í landbúnaði og samgöngumál.

Málefnalegar umræður áttu sér stað, sérstaklega um leiðina norður fyrir Egilsstaði um Melshorn, þar sem fundarmenn voru á einu máli og sammála áherslum Miðflokksins í því.

Sigmundur fjallaði almennt um stjórnmálastarfið og kom inn á sömu málefni og Þröstur.  Nefnd tvískinnunginn í loftslagsmálum þar sem hann nefndi að það væri einungis 10% mengun af framleiðslu áls hér á landi á móti vinnslu þess annarsstaðar með kolum eða olíu.

Nokkuð var rætt um stefnu flokksins í fæðuöryggi Íslands og áhyggjum Miðflokksins með afkomu bænda samfara síhækkandi verði á áburði.  Nefnt var að ríkisstjórnin styrkti ýmsa starfsemi, sem máttu sæta niðurskurði í Covid19 vegna fækkunar ferðamanna og samkomutakmarkana.  Landbúnaðurinn tekur hins vegar á sig afföll vegna hækkunar á áburðarverði og samdrætti í framleiðslu og mátti illa við því.

Talsvert var fjallað um ákvarðanafælni fyrri meirihluta og einn fundarmanna nefndi í hálfkæringi, að gengnir meirihlutar hefði ekkert gert, enda einn úr þeirri grúppum.  Hann fékk strax að vita það að það væri ekki rétt hjá honum.  Þeir hefðu gert nóg til bölvunar.

Talsvert var rætt um húsnæðisskort og erfiðleika við að komast með umsóknir í gegnum pappírsfrumskóg sveitarfélagsins, sem væri að draga mátt úr öllum þeim sem hefðu áhuga á að byggja íbúðarhús og ekki væri hótinu betra að reyna að fá lóð undir atvinnustarfsemi.  Mottó núverandi bæjaryfirvalda virðist vera: „Þú getur sótt um ef þú þorir geskur.“

Nefnt var að stöðugt væri ný svið sett á fót á bæjarskrifstofunni og yfir þeim sviðum þurfti svo að setja sviðahausa.

Fleira var rætt á þessum fjölmenna og málefnalega fundi.


Vegurinn frá Seyðisfjarðargöngunum – undirbúningur Vegagerðarinnar – sannleikurinn um leiðina gegnum Egilsstaðabæ.

Nú þegar liggur fyrir að grafa göng undir Gagnheiði frá Seyðisfirði til Héraðs, taka þarf ákvörðun um legu vegarins frá göngunum. Vegagerðin hefur skotið upp þremur möguleikum, en mælir sérstaklega með einni leið, svokallaðri suðurleið og rökstuðningurinn byggir að hluta til á illa unnu umhverfismati.

Norðurleiðin er áætluð af Vegagerðinni meðfram Eyvindarárgilinu sem er versta leiðin þegar farið er norður eftir. Ef farið er ofar og komið á núverandi Seyðisfjarðarveg ofan Steinholts er farið að mestu eftir gömlum jökulruðningum sem er mjög gott undirlag undir veg. Auk þessa fara byggðalínur til fjarða um þetta svæði og vegurinn kemur til með að liggja ofan þeirraHagsmunir Landsnets og Vegagerðarinnar gætu farið saman þegar kemur að aðgengi að línunum um þjóðvegakerfið.

Land það sem vegurinn liggur um er að mestu í eigusveitarfélagsins Múlaþings. Talað er um verndarsvæði um Miðhúsaskóg, en það ætti að vera umsemjanlegt vegna fordæmis gagnvart Landsneti, vegna lagningu nýrrar línu um svæðið.Góð tenging næðist milli samgöngumannvirkja, sem er Seyðisfjarðarhöfn ogEgilsstaðaflugvöllur. Auk þess sem umferð frá Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði færi í öllum tilvikum utan þéttbýlisins á Egilsstöðum.

Suðurleið er áætluð af Vegagerðinni beint frá göngum yfir Eyvindarárgil að núverandi þjóðvegi númer eitt. Hugmynd þeirra er svo að leggja nýjan veg um Prestakershöfða og síðaní suður undir bæði Grímsár- og Haugalínur og suður fyrir byggðina gegnum framtíðar svæðifyrir byggð á Egilsstöðum í átt að Þórsnesi. Land það sem vegurinn á að liggja um er í einkaeign og ósamið við landeigendur, sem gæti tekið langan tíma.

Á þessu landi eru stærsta vaxtarsvæði Blæaspar á Íslandi, sem er eina tegund trjáa á Íslandi utan Birkis, sem hefur vaxið á Íslandi frá því land byggðist og finnst nánast hvergi á landinu annars staðar.  Ekki erminnst einu orði á þetta í umhverfismati Vegagerðarinnar. Vegagerðin kannaði heldur ekki afstöðu Egilsstaðabúa til umferðar um miðbæ Egilsstaða né heldur gegnum íbúðabyggðina, en umferð mun aukast þar mjög á næstu árum.

Ég tel áætlun Vegagerðarinnar um umferð vanáætluð, hún muni verða mun meiri, þar sem byggð mun stækka og ferðamennskan aukast umfram áætlanir á næstu árum. Auk þessa þá vildi Umhverfisstofnun auglýsa verndarsvæði þarna um leið og Miðhúsaskóg, en landeigendur lögðust gegn því og því fékkst það ekki í gegn. Þetta þýðir að nýtt nákvæmt umhverfismat þarf að fara fram og mun taka langan tíma og gæti endað í að ekki yrði leyft að leggja þjóðveg um svæðið.

Hvað þýðir þetta svo. Það þýðir að það mun taka mjög langan tíma fyrir Vegagerðina að fá land undir veg á suðurleið ef nokkurn tíma. Vegagerðin mun leita eftir bráðabirgðaleyfi til að tengja Seyðisfjarðarveginn við núverandi veg um Hálsinn niður gegnum Egilsstaði. Þar sem samningar við landeigendur og umhverfismat muni taka langan tíma og þýðir að þá munivegurinn liggja niður gegnum Egilsstaðabæ næstu áratugi.

Ef vegurinn liggur um svokallaða norðurleið mun ekkert af þessu koma til og meginhluti þungaumferðar mun fara utan við bæinn, sem þýðir að öryggi barna á leið í skóla verður meira.

Höfundur Björn Ármann Ólafsson

Í 4.sæti á framboðslist Miðflokksins í Múlaþingi

 


Seyðisfjörður 1. maí

Árla morguns 1. maí var stefnan tekin á Seyðisfjörð.  Veður hefði mátt vera skárra en hlýjar móttökDSC_0880ur í Golfsskálanum á Seyðisfirði bætti það upp. Þrátt fyrir að vera nokkuð snemma á ferðinni voru sprækir karlar komnir á staðinn að leysa heimsmálin, hita kaffi og leggja drög að afrekum dagsins á golfvellinum.

 

Vigdís spjallaði létti við heimamenn og bauð þeim að

DSC_0840fá barmmerki Miðflokksins sem flestir þáðu með þökkum. 

Eftir að þessi hressi hópur hafði verið kvaddur með

virktum,var haldið í skoðunarferð um bæinn 

DSC_0871og staðnæmst við skriðusvæðið, þar sem Vigdís var frædd um hreinsunarstarfið eftir skriðurnar í desember 2020. 

 

Magnað er að sjá hvað hefur gengið vel að laga landið og fegra ásýnd þess eftir hörmungarnar.  Vigdís lét í ljós mikla aðdáun á því hvað vel hefði til tekist fram að þessu og hve samstíga heimamenn og hefðu verið að ganga í hreinsunarstarfið og æðrulausir.

 DSC_0884

Eftir skoðunarferðina var komið við í Herðubreið og snædd frábær kjúklingasúpa í boði AFLs starfgreinasambands og kaffi á eftir. Hafið þökk fyrir það.

 

Rætt var við gesti og að lokinni ánægjulegri stund á Seyðisfirði var lágt á Fjarðarheiðina á ný.

DSC_0843DSC_0868


Vigdís og Þröstur á ferðinni

Vigdís Hauksdóttir 3

 

Laugardaginn 30. apríl var Vigdís Hauksdóttir á ferðinni í Múlaþingi í fylgd Þrastar Jónssonar oddvita Miðflokksins í Múlaþingi.  Nokkrar vangaveltur hafa verið manna á meðal, hvort hún sé fulltrúi Miðflokksins í stól bæjarstjórans.  Hvorki Vigdís né Þröstur vildu játa eða neita þessum orðrómi. 

Ferðin hófst í Tehúsinu það sem var súpufundur og málin rædd.  Þaðan var ferðinni heitið á kosningaskrifstofuna þar sem hún var opnuð formlega og verður fyrst um sinn opin milli 17:00 og 19:00 alla daga. 

Þaðan lá leið Vigdísar að svæði hitaveitunnar undir leiðsögn Höllu Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, sem fór  yfir sögu hitaveitunnar. 

Þar næst var ferðinni heitið í VökBath. Á morgun verður farið á Seyðisfjörð.

Svo er bara að bíða kosningaúrslitanna og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort við eigum von á hressum bæjarstjóra í Múlaþingi á næsta kjörtímabili. throstur_jonsson_x2020_0002_web-1


Býður Vigdís Hauksdóttir sig fram sem oddvita í Múlaþingi fyrir komandi kosningar?

frettin28. apríl 2022 15:07

Sá orðrómur hefur verið á kreiki um að Vigdís Hauksdóttir sé sveitastjóraefni M-listans í Múlaþingi í komandi sveitastjórnarkosningum. En Múlaþing er langstærsta sveitarfélag Íslands, þekur um 10% landsins.

Vigdís er á ferð með M-listafólki í Múlaþingi um helgina sem vekur spurningar um hvort þessi orðrómur sé á rökum reistur.

Fréttin hafði samband við oddvita M-listans í Múlaþingi, Þröst Jónsson til að fá þessari spurningu svarað.

Þröstur vildi ekki svara en sagði að Vigdís væri kröftugur og duglegur foringi sem þyrði að taka ákvarðanir.

 

https://frettin.is/2022/04/28/bydur-vigdis-hauksdottir-sig-fram-sem-oddvita-i-mulathingi-fyrir-komandi-kosningar/


Framboðslisti Miðflokksdeildar í Múlaþingi

1. Þröstur Jónsson Rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson Afgreiðslustjóri
2. Örn Bergmann Jónsson Athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson Leiðsögmaður og skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir Verslunarstjóri
6. Snorri Jónsson Verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestsson Landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson Löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjámsson Warén Rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir Verslunarstjóri
13. Stefán Scheving Einarsson Verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson Framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason Rafvirkjameistari
16. Sveinn Vilberg Stefánsson Bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason Pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson Rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson Flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir Eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal Forstöðumaður áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson Garðyrkjumaður


Dellukenningin

 

Óðinn í Viðskipta­blaðinu fjallaði í vik­unni um það sem hann kall­ar dellu­kenn­ingu Dags og á þar við þá kenn­ingu að þróun hús­næðis­verðs í Reykja­vík sé Seðlabank­an­um að kenna en ekki borg­ar­yf­ir­völd­um. Dag­ur hef­ur haldið því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans hafi snúið of­fram­boði á hús­næðismarkaði í um­fram­eft­ir­spurn sem skýri gegnd­ar­laus­ar verðhækk­an­ir. Óðinn lít­ur málið öðrum aug­um.

Í pistl­in­um er rakið hvernig vísi­tala íbúðaverðs hef­ur hækkað og sömu­leiðis hvernig vext­ir Seðlabank­ans hafa þró­ast og svo seg­ir: „Hvers vegna er Óð inn að þylja þetta upp. Jú. Vegna þess að kenn­ing­arsmiðir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Kristrúnu Frosta­dótt­ur lottóvinn­ings­hafa í far­ar­broddi halda því fram að vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans skýri hækk­un fast­eigna­verðs en ekki lóðaskorts­stefna vinstri­meiri­hlut­ans í Reykja­vík.

Þessi gríðarlega hækk­un vísi­töl­unn­ar nú, sem nem­ur 60% á árs­grund­velli er sönn­un þess að þessi kenn­ing hef­ur þann ein­an til­gang að kasta ryki fram­an í kjós­end­ur fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.“

Og Óðinn bæt­ir við: „Kenn­ing lottóvinn­ings­haf­ans og hinna vinstrimann­anna er della, eins og Óðinn hef­ur sagt frá upp­hafi og Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri benti svo pent á fyr­ir ekki svo löngu.“

Dag­ur, Kristrún og aðrir tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vita auðvitað að kenn­ing þeirra er della og að stefna meiri­hlut­ans í borg­inni skýr­ir verðþró­un­ina. En kosn­ing­ar eru fram und­an og þess vegna eru eng­ar lík­ur á að þau viður­kenni þessa staðreynd.

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1807421/?t=909055973&_t=1650713924.0372088

 


Fram­tíð Ís­lands: Loft­lags­mál – sam­göngur – sjálf­bærni

Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu.

Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026.

Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu:

Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma.

Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi.

Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu.

Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð.

Höfundur Björn Ármann Ólafsson, er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.

https://www.visir.is/g/20222249746d/fram-tid-is-lands-loft-lags-mal-sam-gongur-sjalf-baerni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband