Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.1.2024 | 13:43
Hættuleg vegferð orkumála
Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að markmiðið sé að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi.
Einhversstaðar á leið sinni í gegnum þægindin, lífsgæðakapphlaupið og sjálfgefið, blámarið bringubeinið af minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og þeirri óseðjandi þörf að þurfa alltaf að vera best í öllu á kostnað almennrar skynsemi, hefur ríkisstjórnin fyrir löngu gleymt í hvaða landi við búum.
Ísland er ein virkasta eldfjallaeyja í heiminum með sín ótal misvirku og missofandi eldfjallakerfi sem sum hver eru löngu komin á tíma. Þá bætast við önnur náttúruöfl eins og til dæmis veðráttan, sem oft á tíðum er dauðans alvara. Fjarlægð frá öðrum meginlöndum er einnig stórt atriði. Búseta í slíku landi hlýtur því að útheimta stöðugt og vakandi auga þar sem mikilvægt er að samhliða plani A, sé B og jafnvel C.
Í ansi mörg ár núna hefur verið kallað úr hverju horni ríkisstjórnar, græn orkuskipti, græn orka, kolefnishlutleysi og svo framvegis, sem allt á að helga meðalið á vegi okkar til frelsunar og vinsælda. Og lagningu þess vegar eiga íslenskir skattborgarar möglunarlaust að borga, sama hvað.
Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun eða Kröflu, til að mynda, dyttu út? Hvar verður þá plan B ef öll eggin eru komin í sömu körfuna? Hvar á þá að stinga öllum bifreiðum, vinnuvélum og öðrum tækjum í samband?
Þá má nefna í þessu samhengi að til að ná yfirlýstum markmiðum um orkuskipti, þarf að tvöfalda núverandi raforkuframleiðslu og rúmlega það. Vinstri vængurinn hefur verið ötull við að koma í veg fyrir nýtingu þess orkugjafa sem náttúran sjálf gefur, hvort sem um ræðir fallvatnsorku eða jarðvarma.
Við erum með forsætisráðherra sem lýsir því opinberlega yfir að hún vilji frekar sjá álveri lokað til að ná markmiðunum heldur en að virkja meira. Það þýðir að hún sé tilbúin að leggja byggðir eins og Austfirðina nánast í eyði til að sækja meiri orku fyrir heimilin í landinu.
Hægri vængurinn hamrar járnið á meðan það er heitt og talar fyrir hreinni grænni orku í formi vindmyllugarða víðs vegar um landið sem leysa mun málið. Við höfum umhverfisráðherra sem rær fullum róðri á móts við það markmið að afhenda orkuauðlindir okkar Íslendinga yfir til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamrar á því hversu mikilvægt það sé að losna við jarðefnaeldsneyti og berjast fyrir grænni orku. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku, segir hann.
Í þessu samhengi tel ég hafið yfir allan grun að þeir sem hafi yfir að ráða almennri skynsemi séu ekki tilbúnir að skipta út auðlindum þjóðarinnar fyrir gríðarlega hækkun á raforkuverði til heimila landsins, bara svo þeir ríku geti orðið enn ríkari.
Þá standa hinir einu sönnu vinstri grænu sig betur en kamelljón í litaflogi. Þeir segja stórt nei við flestum áformum um vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir sem yrðu í eigu ríkis og þjóðar, en telja hins vegar góða hugmynd að leggja á vindmyllugarðana auðlindagjald í stað þess að berjast gegn þeim. Sjálfbærnin og hagur þjóðar er greinilega ekki svo mikilvægt eftir allt saman þegar á reynir.
Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta. Tími náttúruhamfara er svo sannarlega ekki liðinn eins og menn verða nú áþreifanlega varir við.
Þegar svo kemur að innlendum orkugjöfum er gríðarlega mikilvægt að sú dýrmæta auðlind sem við búum yfir sé alfarið í eigu ríkis og þjóðar hvernig svo sem hennar er aflað. Án undantekninga. Þar undir er stór hluti okkar sjálfstæðis.
Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir,varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skrifað: 16. janúar 2024.
12.1.2024 | 11:28
Isavia tekur upp bílastæðagjald á Egilsstaðaflugvelli
https://www.austurfrett.is/frettir/isavia-tekur-upp-bilastaedhagjald-a-egilsstadhaflugvelli
Höfundur: Albert Örn Eyþórsson Skrifað: 11. janúar 2024.
Á næstunni mun Isavia koma upp nýju bílastæðakerfi með aðgangsstýringu á Egilsstaðaflugvelli en slíkt mun vera, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, í fyrsta skipti sem bílastæðagjöld eru innheimt á Austurlandi. Innleiðing þess sögð bæta þjónustu og ferðaupplifun fólks.
Uppsetning kerfisins hefst á næstu dögum en eftir að það er komið upp þurfa allir sem þangað eiga erindi á bíl í lengri tíma en fimmtán mínútur að greiða 350 krónur fyrir hverja klukkustund umfram það eða 1.750 krónur sólarhringinn fyrstu vikuna. Gjaldið lækkar í 1.350 hvern dag næstu vikuna þar á eftir.
Nýja kerfið er með sama sniði og gerist við Keflavíkurflugvöll og jafnframt skal setja upp sams konar kerfi á flugvellinum á Akureyri á næstunni líka. Gjöldin verða hin sömu en kerfið mun lesa bílnúmer allra sem á völlinn fara. Hægt verður að greiða í sérstöku appi, Autoplay sem svo er kallað og einnig gegnum vef Parka. Sé ekki greitt með þeim leiðum næstu tvo daga eftir brottför er sendur reikningur í heimabanka bíleigandans.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur þegar formlega mótmælt þessum gjörningi Isavia. Ólíðandi sé að grafið sé með þessum hætti undan ávinningi fólks af Loftbrúnni og auka þannig álögur og skatt á íbúa landsbyggðarinnar. Slík gjaldtaka komi verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfi aðstæðna vegna að sækja sér ýmsa nauðsynlega þjónustu á höfuðborgarsvæðið.
...........................
- Þetta er enn ein aðferðin við að skattleggja landsbyggðina í anda Sjálfstæðisflokksins að lækka skatta
- Þetta bitnar harkalega á fólki sem fer í menningaferð, læknisheimsókn til Reykjavíkur eða á sólarströnd.
- Þriggja daga heimsókn kostar 5.250.- í bílastæðagjöld á Egilsstöðum.
- Er þetta eitthvað sem á að láta yfir sig gang möglunarlaust?
- Er þetta ekki mál sveitastjórna á landsbyggðinni að mótmæla harðlega?
12.12.2023 | 13:34
Berglind Harpa þingmaður og Berglind Harpa sveitastjórnarmaður
https://www.austurfrett.is/frettir/bryna-fyrir-innvidharadhherra-adh-setja-uppbyggingu-sudhurfjardhavegar-i-forgang:
Fjórir þingmenn sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að flýta skuli uppbyggingu Suðurfjarðavegs í samgönguáætlun. Sá vegkafli, frá Reyðarfirði til Breiðdalsvíkur, sé einn sá allra hættulegasti á þjóðvegi 1.
---
Þeir fjórir þingmenn sem hvetja Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, til að setja Suðurfjarðaveg mun framar í röðina eru þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson. Tveir þeir fyrrnefndu þingmenn fyrir Norðausturkjördæmi.
Það vekur athygli að Berglind Harpa Svavarsdóttir er hér meðflutningsmaður sem þingmaður, en þess á milli er hún fyrsti varaforseti í sveitastjórn Múlaþings og horfir þaðan á slóðagang ríkisstjórnar sinnar og innviðaráðherrans, sem svíkja ítrekað heitingar um veg yfir Öxi, Fjarðarheiðagöng og áframhaldandi uppbyggingu Alþjóðaflugvallarins á Austurlandi.
Lengi hefur einnig verið beðið eftir tvíbreiðum brúm á Jökulsárnar á Fjöllum og á Breiðamerkursandi. Báðar þessar brýr hamla þungflutningum frá mið-Austurlandi.
Hugsanlega getur hún haft þau áhrif á fyrsta þingmann N-Austurkjördæmisins að hann gangi í lið með henni um að framangreind verkefni verði sett í framkvæmd.
BVW
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2023 | 16:33
MÚLAÞING. Lá við handalögmáli á sveitarstjórnarfundi.
"Sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa salinn Rætt um lögreglu og handalögmál
Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa salinn eftir að hann var kosinn vanhæfur á sveitarstjórnarfundi í gær. Töluvert uppnám skapaðist og að sögn fundarfólks var rætt bæði um lögreglu og handalögmál í fundarhléi.
Ég óhlýðnaðist valdi forseta, segir Þröstur. Menn veltu því fyrir sér í fullri alvöru hvort það ætti að kalla til lögreglu og færa mig út úr salnum.
Á fyrri stigum málsins hafa bæði Þröstur og annar Miðflokksmaður, Hannes Karl Hilmarsson, verið kosnir vanhæfir. Í tilfelli Þrastar var það vegna þess að bróðir hans á jarðir sem göngin myndu fara um.
Vitnaði í biblíuna og sat sem fastast
Þegar málið kom upp á fundinum bar Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks, upp vanhæfi Þrastar. En hann fékk að reifa sín málsrök áður.
Greindi hann frá því að hann hafi kært ákvörðun um vanhæfi sitt, í tvígang til Innviðaráðuneytisins og til Umboðsmanns alþingis. Einnig að hvorugur þessara aðila hafi úrskurðað um vanhæfi hans. Það er að ráðuneytið hafi ekki svarað spurningunni um vanhæfi með berum orðum eins og gert hefur verið í öðrum sambærilegum tilfellum. Umboðsmaður hafi vísað málinu frá þar sem ráðuneytiskærunum tveimur var blandað saman en í aðeins einu málinu hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun Múlaþings.
Vitnaði Þröstur meðal annars í Biblíuna í tíu mínútna langri ræðu. Sagði hann það ekki auðvelt fyrir sig sem kristinn mann að stíga fram enn einu sinni í þessu vanhæfismáli. Mér bera að elska óvini mína og biðja fyrir þeim sem ofsækja mig samkvæmt þeim lögum sem eru æðri öllum öðrum lögum, það er að segja ritningunni, sagði hann.
Eftir það voru greidd atkvæði um vanhæfi með handauppréttingu og tíu fulltrúar samþykktu það. Bað Þröstur þá aftur um að fá að tala. Þá greindi hann frá því að hann myndi ekki víkja úr salnum.
Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Þá segi ég eins og Pétur postuli, frammi fyrir yfirvöldum í Jerúsalem, til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi, framar ber að hlýða guði en mönnum og ég mun sitja sem fastast, sagði hann.
Rætt um handalögmál í fundarhléi
Eftir að Þröstur neitaði að yfirgefa salinn ákvað Jónína að gera fundarhlé. Þetta fundarhlé stóð yfir í um 45 mínútur og var viðburðaríkt að sögn fulltrúanna.
Við tókum fundarhlé og mátum stöðuna. Við ráðfærðum okkur við lögfræðing sem starfar hjá sveitarfélaginu svo við myndum ná að afgreiða málið með þeim hætti sem við töldum nauðsynlegt, segir Jónína.
Spurningin sem uppi var komin var hvort halda ætti málinu áfram eða fresta því. Meirihlutinn taldi vænlegast að halda því áfram og var Þröstur spurður um hvernig hann sæi næstu skref fyrir sér.
Jónína segist ekki kannast við að hafa rætt um að kalla til lögreglu til að færa Þröst úr salnum.
Það var ýmislegt reifað en ég get ekki sagt að það hafi komið sérstaklega til tals. Það var velt upp ýmsum möguleikum. Það var spurt hvort hann væri sjálfur að óska eftir því að það kæmi til handalögmála, segir Jónína.
Mátti sitja en ekki tala
Jónína segist aldrei hafa lent í neinu þessu líku áður en loks var ákveðið að Þröstur mætti sitja en ekki tala.
Hann neitaði að víkja og þá var hann upplýstur um það að þar sem hann væri orðinn vanhæfur hefði hann hvorki málfrelsi, tillögu né atkvæðisrétt, segir Jónína.
Þröstur segist ekki hafa reynt að kveða sér orðs í umræðunum um leiðarvalið, það hefði ekkert þýtt.
Hann segir einnig að það hefði með réttu átt að stöðva fundinn. Í samþykktum Múlaþings segir að ef komi upp aðstæður þar sem forseti ráði ekki við aðstæður eigi að slíta fundi. Hann má ekki klára fundinn.
Vísar hann í b. lið 16. greinar samþykktar um stjórn Múlaþings, er lýtur að valdi forseta. Þar segir:
Ef sveitarstjórnarfulltrúi hlýðnast ekki úrskurði forseta eða almenn óregla kemur upp á fundi skal forseti gera hlé um stundarsakir eða ef nauðsyn krefur fresta eða slíta fundi.
Það var gengið mjög hart á mig þangað til ég náði að koma fólki í skilning um hvað málið snerist. Fólk var greinilega ekki búið að skilja það að ég var búinn að reyna allt til að fá úrskurð, segir Þröstur.
Yfirgaf salinn í lokaumræðu
Í lok fundar var tekin fyrir fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs, þar sem komið var inn á sama efni. Bað Jónína Þröst þá aftur um að víkja úr salnum þar sem hann hefði verið kosinn vanhæfur um þetta umræðuefni fyrr á fundinum.
Í þetta skipti ákvað Þröstur að fara af fundinum eftir að hafa haldið stutta tölu og lét bóka eftirfarandi:
Þar sem væntanlega ég yrði sviptur málfrelsi undir þessum liðum þó ég sæti í salnum líkt og gert var undir fjórða fundarlið hér á undan, sé ég ekki ástæðu til að tefja fund meir en orðið er af meintu vanhæfi mínu.
Mun því hlíta boði forseta og yfirgefa salinn. Það breytir ekki því að ég sætti mig ekki við að vera dæmdur og kosinn vanhæfur þegar úrskurðarvaldið í þessu landi hefur ekki tekið undir það sjónarmið að ég sé vanhæfur, hvorki Innviðaráðuneyti né Umboðsmaður Alþingis þó til beggja hafi verið leitað.
Mótmæli því alræðisvaldi sem sveitarstjórn hefur tekið sér í að lýsa mig vanhæfan sem áður nefnd úrskurðar-embætti taka hvorugt undir, heldur kveða ekki upp úrskurð eins og þeim þó ber og um var beðið.
https://www.dv.is/frettir/2023/9/14/saud-upp-ur-thegar-throstur-neitadi-ad-yfirgefa-salinn-raett-um-logreglu-og-handalogmal/
8.9.2023 | 10:10
Hver fer í manninn? Þar er efinn.
Í Austurfrétt 7.9.2023 birtist aðsend grein, eða ekki?
"Aðeins um leiðarval og glötuð tækifæri Miðflokksins
Höfundur: Gunnar Gunnarsson Skrifað: 07. september 2023.
Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var leiðarval og veglína að Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin eitt af kosningamálunum í Múlaþingi. Að öðrum ólöstuðum gáfu fá framboð þessu máli eins mikinn gaum og Miðflokkurinn sem hafði þetta sem sitt aðalmál en þeirra sjónarmið var að heldur ætti að skoða svonefnda norðurleið en fara að tillögu Vegagerðarinnar um það sem nefnt hefur verið suðurleið. Um er að ræða stóra ákvörðun og ljóst að ekki yrðu allir á eitt sáttir um leiðarvalið. Niðurstaða sveitarstjórnar er sú að fara suðurleið en ég hef áður fjallað um þá ákvörðun, sjá hér.
Þannig vill til að oddviti Miðflokksins var vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins vegna vensla. Ákvörðun sveitarstjórnar um vanhæfi hans við meðferð málsins hefur sannarlega vakið upp sterkar tilfinningar hjá sveitarstjórnarfulltrúanum og hefur hann reynt að fá þeirri ákvörðun snúið með því að skjóta málinu til innviðaráðuneytisins. Niðurstaða ráðuneytisins í málinu er skýr, sjá hér, en í áliti ráðuneytisins kemur þetta meðal annars fram:
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar og byggðaráðs sveitarfélagsins Múlaþings um að venslamaður sveitarstjórnarfulltrúans hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra vegna mála sem voru til afgreiðslu sveitarstjórnar í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga.
Við fyrstu afgreiðslu málsins í sveitarstjórn var varamaður Miðflokksins klár og tók sæti þegar sveitarstjórnarfulltrúinn vék af fundi undir umræðum um málið. Varamaðurinn hélt góða og málefnalega tölu, málstað framboðsins haldið á lofti og umræður voru góðar.
Það sem hins vegar vakti furðu var að þegar málið kom fyrir sveitarstjórn í annað sinn var ekki kallaður til varamaður hjá Miðflokknum. Þá var búið að upplýsa bæði oddvita sem og fyrsta varamann hans um að sú staða gæti komið upp að hann yrði talinn vanhæfur og framboðið hvatt til þess að hafa varamann tilbúinn til að ræða málið á sveitarstjórnarfundinum. Það kaus framboðið að gera ekki og fyrirgera því rétti sínum til að koma efnislegum athugasemdum þeirra um leiðarvalið á framfæri á þeim stað og þeirri stund sem mest vægi hefur, á sveitarstjórnarfundi.
Í framhaldinu var umrædd skipulagstillaga auglýst og óskað eftir umsögnum eins og lögbundinn ferill segir til um. Við afgreiðslu málsins í umhverfis- og framkvæmdaráði í vikunni kom í ljós að áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í umhverfis- og framkvæmdaráði hafði sent inn umsögn um málið. Þetta gaf tilefni til þess að kalla eftir lögfræðiliti um áhrif þess á hæfi viðkomandi fulltrúa til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Það er skemmst frá því að segja að álit lögmanns var afgerandi á þá leið að aðili sem sendir inn athugasemd í slíku ferli verði vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins, sem felur meðal annars í sér að svara fram komnum athugasemdum. Með hliðsjón af þessu lögfræðiáliti taldi umhverfis- og framkvæmdaráð því áheyrnarfulltrúa Miðflokksins vanhæfan til umfjöllunar um sína eigin athugasemd sem og aðrar umsagnir sem taka til þeirra meginatriða sem fram koma í hans umsögn. Nánar er fjallað um svona vanhæfi í úrskurði innviðaráðuneytisins vegna áþekks álitamáls hjá Hvalfjarðarsveit, sjá nánar hér.
Í þeim úrskurði kemur meðal annars fram:
Þegar sveitarstjórn fjallar um skipulagsáætlanir verður að telja það meginreglu að sveitarstjórnarmaður verði einungis talinn vanhæfur til þess að taka þátt í undirbúningi og afgreiðslu þess varði skipulagsáætlun hann sérstaklega umfram aðra þá sem af því eru bundnir (sjá til hliðsjónar Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, 2005, bls. 299). Sem dæmi um slíkt má nefna að skipulagið varði með sérstökum og beinum hætti fasteign eða fasteignir sem sveitarstjórnarmaður eða nánir venslamenn hans eiga á því svæði sem skipulagið nær til
Hins vegar verður að telja undantekningu á framangreindri meginreglu þegar sveitarstjórnarmaður eða náinn venslamaður hans í skilningi 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga beitir sér gegn skipulagsáætlun í skjóli andmælaréttar skipulagslaga, sbr. áðurnefnda 2. mgr. 31. gr. laga nr. 123/2010.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs bókaði áheyrnarfulltrúinn að um pólitískt ofbeldi væri að ræða. Því er ég með öllu ósammála, það er ekki pólitískt ofbeldi að tryggja örugga og sanngjarna afgreiðslu mála þegar um íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir er að ræða líkt og hér er.
Það má segja að Miðflokkurinn hafi nokkrum sinnum farið á mis við tækifæri til að ræða þetta mál efnislega, eingöngu fyrir eigin ákvarðanir sem ekki er hægt að kenna nokkrum öðrum um. Með þessu velur Miðflokkurinn að afleiðavega umræðuna í stað þess að taka þátt í henni málefnalega og virðist kjósa að snúa þessu mikilvæga máli upp í tilgangslausar málalengingar, brigsl og svívirðingar sem enginn fótur er fyrir. Framganga fulltrúa Miðflokksins, þar sem hjólað er í manninn frekar en að ræða málefnið, er áhyggjuefni og hvorki sveitarstjórn né flokknum sem slíkum til framdráttar.
Höfundur er oddviti Framsóknar og forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi."
Það sem vekur strax athygli er að fyrst er höfundur tilgreindur Gunnar Gunnarsson og í lok greinar er höfundur tilgreindur oddviti Framsóknar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2023 | 18:05
Björgum íbúum Múlaþings frá slæmum stjórnendum!
Í VÍSI þann 4.9.2023 birtist aldeilis mögnuð grein, sem veldur því að maður veltir því alvarlega fyrir sér hvort þetta sé tilviljun eða tákn frá þeim sem öllu ræður til stjórnenda í Múlaþingi.
Fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings, hefur verið á milli tanna annara í sveitarstjórninni vegna þess að hann hefur átt það til að vitna í Biblíuna þegar honum ofbýður flumbrugangur meirihlutans í ýmsum málum og sérstaklega þegar gripið er til þess úrræðis að gera fulltrúa Miðflokksins vanhæfa í málum, sem varðar velferð sveitarfélagsins, en falla ekki að hugmyndum meirihlutans í sveitarfélaginu.
Svo vekur það sérstaklega athygli, að þrátt fyrir að myndaður hafi verið meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, eru hin framboðin hangandi í pilsfaldi meirihlutans eins og hvert annað glingur á jólatré.
Eina undantekningin er Miðflokkurinn, sem hefur staðið sig aldeilis frábærlega við að gagnrýna meirihlutann og sýna ábyrg vinnubrögð og málefnaleg. Það gerist undir stöðugri ágjöf þvert á yfirlýst markmið meirihlutans um að stunda opna stjórnsýslu í samráði við íbúa sveitarfélagsins.
Eftirfarandi grein gæti ekki passað betur inn í umræðuna, þó hún hefði sérstaklega verið skrifuð vegna vinnubragða í Múlaþingi.
https://www.visir.is/g/20232458168d/slaemir-stjornendur-slatra-gagnsaei
"Slæmir stjórnendur slátra gagnsæi
Sigurður Ragnarsson skrifar 4. september 2023 11:30
Undanfarið hef ég lesið margar góðar bækur á sviði stjórnunar og forystu, eins og The Trillion Dollar Coach um Bill Campbell, The Subtle Art of Not Giving a f*ck, Winning" eftir Jack Welch, The Ride of a Lifetime eftir Robert Iger, forstjóra Disney, og No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention. Margt kemur upp í hugann eftir lesturinn en eitt stendur þó upp úr og það er mikilvægi gagnsæis (e. transparency) í vinnunni, og auðvitað í lífinu almennt. Gagnsæi vísar m.a. til opinna, hreinskilinna og heiðarlegra samskipta á meðal alls starfsfólks þar sem víðsýni og tillitsemi er í hávegum höfð ásamt því að hafa hugrekki til að tjá sig.
Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að við séum tilbúin að tjá okkur opinskátt og vera óhrædd að viðra skoðanir okkar, þar á meðal að hafa hugrekki til að vera ósammála. En hugsaðu um núverandi vinnustað þinn eða þau störf sem þú hefur gegnt. Er eða var fólk hvatt til að vera opið og hreinskilið og leggja sitt af mörkum með því að opinbera ólíkar hugmyndir sínar og mismunandi skoðanir? Mig grunar að svarið sé ,,Nei... því miður." Þá spyr ég: Hvers vegna ekki? Ýmsir framúrskarandi stjórnendur, sérfræðingar ásamt fræðifólki leggja áherslu á mikilvægi gagnsæis og telja það vera eina af meginstoðunum fyrir langtíma velgengni, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ástæðan er sú að gagnsæi skapar t.d. traust, leiðir til betri ákvörðunartöku, hefur jákvæð áhrif á teymisvinnu sem og virkni starfsfólks, sköpun, hamingju o.s.frv. Það má segja að gagnsæi sé lykilþáttur í að byggja upp og viðhalda jákvæðri og heilbrigðri vinnustaðamenningu. Þetta snýst í raun um að veita faglega forystu. Eða ætti ég að segja að hjá slæmum stjórnendum snýst þetta um skort á faglegri forystu? Einstaklingar sem veita forystu, hvort sem um er að ræða forstjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra eða hvað við köllum þennan einstakling á að vera fyrirmynd og leiðtogi. En það undarlega er að margir sem gegna þessum hlutverkum koma í veg fyrir gagnsæi eða hreinlega drepa það niður. Þessir einstaklingar halda að þeir hafi yfirleitt eða alltaf bestu hugmyndirnar og að þeir eigi að ákveða hvað sé skynsamlegast að gera. Þegar þetta er viðhorfið, hvers vegna að hlusta á aðra?
En hvernig veistu hvort að þú hafir svona stjórnanda eða stjórnendur? Líklega þarf ég ekki að útskýra því það fer ekki á milli mála, en ég ætla að leyfa mér að koma með nokkur dæmi:
- Slæmir stjórnendur bregðast t.d. við hugmyndum annarra með eftirfarandi hætti: ,,Við höfum ekki tíma fyrir þetta, við gerum þetta eins og við höfum gert áður. Mér finnst það hafa virkað vel og af hverju að breyta?"
- Slæmir stjórnendur leita ekki eftir eða biðja um skoðanir eða hugmyndir annarra heldur segja fólki frekar hvað það á að gera: Gerðu þetta... eða gerðu eins og ég segi þér... Jafnvel þótt slæmir stjórnendur segist óska eftir skoðunum hlusta þeir ekki og segja fólki hvað það á að gera.
- Það versta er að sumir slæmir stjórnendur refsa fólki sem tjáir skoðanir sínar og hugmyndir, sérstaklega ef það er ekki í samræmi við skoðanir stjórnendanna sjálfra. Hverjar eru afleiðingarnar? Það má segja að það slokkni á starfsfólki því auðvitað veldur þetta vanlíðan og margir yfirgefa fyrirtækið eins fljótt og hægt er, sem kemur auðvitað ekki á óvart.
Við þurfum að leggja áherslu á og verðlauna gagnsæi og viðhalda heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk getur og er hvatt til að tjá mismunandi skoðanir sínar og hugmyndir. Hins vegar, ef slæmur stjórnandi eða ef slæmir stjórnendur eru alls ráðandi í fyrirtækinu þá er mjög ólíklegt að þar ríki gagnsæi. Í þessu samhengi hugsa ég oft til félaga míns Ben Lichtenwalner hjá Modern Servant Leader sem heldur því fram að í mörgum tilfellum þurfum við að bjarga fyrirtækjum okkar frá slæmum stjórnendum!
Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2023 | 00:20
VG og orkustefna flokksins í tómu tjóni
Ítrekað hefur verið varað við gjaldþrotastefnu VG er varðar orkumál þjóðarinnar. Eitt af ruglinu er að selja gæði hreinnar orku sem síðan þarf að kaupa aftur til að freista þess að ná settum markmiðum.
Það gengur ekki betur en það að á Íslandi er ríkisstjórnin búin að markaðssetja landið sem orkuöflunarsamfélag og rekur kjarnorku- og kolaver til að framleiða raforku. Það sem upp á vantar er framleitt með gasi og olíu. Það rímar hinsvegar illa við raunveruleikann, vegna þess að við erum heimsmeistarar í framleiðslu grænnar orku.
Einhverjir hagnast á þessu braski og það er gert með þegjandi samkomulagi stjórnvalda.
Skilar þetta einhverju í ríkiskassann?
Hugsanlega.
En hvað með orðsporið?
Bíður það ekki hnekki?
Svo á að bjarga málunum í horn með vindmyllum og sólarsellum.
Hér eftir er áhugaverð umfjöllun um gæði þeirrar orkuöflunar.
Viðskiptablaðið 19. ágúst 2023
Þórður Gunnarsson
https://vb.is/skodun/motsogn-orkustefnu-/
Mótsögn orkustefnu ESB
Er skynsamlegt að ætla að byggja þá grunnþörf samfélagsins sem raforku- og varmaframleiðsla er, á sífellt óútreiknanlegri veðri og vindum?
Stjórnvöld um allan heim leita nú leiða til að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í heildarorkunotkun. Af margvíslegum ástæðum telst afar ólíklegt að notkun á jarðefnaeldsneyti muni dragast saman á næstu árum eða áratugum heldur þvert á móti.
Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í aukningu orkunotkunar hefur hins vegar vaxið á síðustu árum. Raunhæft er að viðhalda, efla og styðja þá þróun. Með skynsamlegri stefnumótun má auka hlutdeild endurnýjanlegrar orku enn frekar frá því sem nú er.
Evrópusambandið hefur staðið framarlega í stafni í markmiðasetningu vegna orkuskipta, þó ekki væri nema í orði (þó að aðrir hlutir hafi átt sér stað á borði á síðustu misserum). Allt frá því að rússneskt jarðgas hætti að berast til Evrópu sama mæli og áður, hefur Evrópa í auknum mæli treyst á brennslu kola til raforkuframleiðslu. Þar með var þeirri þróun sem hafði átt sér stað áratugina tvo á undan snúið við.
Að vísu hefur notkun kola aftur byrjað að dragast saman í Evrópu það sem af er yfirstandandi ári, en það er einkum vegna minni eftirspurnar raforku sökum mikilla verðhækkana. Minni kolanotkun er því ekki komin til af góðu. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) greindi frá því nýverið að raforkunotkun Evrópu hefði náð 20 ára lágmarki á fyrri hluta árs 2023. Sú staðreynd er öðru fremur til marks um veikleika í efnahagsumsvifum álfunnar.
Álver í Evrópu loka
Nefna má sem dæmi að fjölda álvera hefur verið lokað í Evrópu vegna hás orkukostnaðar. Samanlögð framleiðslugeta þeirra álvera sem lokað hafa í Evrópu frá árslokum 2021 heggur nærri 1,5 milljónum tonna á ári. Evrópa þarf samt áfram sitt ál og mun þurfa að flytja málminn inn, til dæmis frá Kína eða Rússlandi. Finna má fjölmörg fleiri dæmi um rekstrarstöðvanir eða endanlegar lokanir orkukræfs iðnaðar í Evrópu á undanförnum misserum.
En aftur að orkumarkmiðum Evrópusambandsins. Þau snúa einna helst að því að hætta nánast alfarið notkun kola-, vatnsafls- og kjarnorku. Að rúmlega áratug liðnum eigi vind- og sólarorka standa að baki um tveimur þriðju allrar framleiddrar raforku.
Á undanförnum vikum hafa okkur daglega verið fluttar fréttir af miklum hitabylgjum á meginlandi Evrópu. Hrakspár um öfgar og ófyrirsjáanleika veðurfars verða sífellt voveiflegri. Hærra hitastig hefur það gjarnan í för með sér að vindstyrkur er minni en ella. Þegar hitastig er hátt, er eftirspurn raforku hins vegar öllu jöfnu mikil vegna aukinnar notkunar á loftkælingarbúnaði bygginga. Fræðileg hámarksafköst vindorkuvera eru tæplega 60% af uppsettu afli. Á heitum sumardögum lækkar það hlutfall enn frekar (vegna áðurnefndra áhrifa hitastigs á vindstyrk). Á slíkum dögum framleiða vindorkuver jafnan um einn þriðja þess raforkumagns sem uppsett afl kveður á um.
Vindur og sól
En hvað með sólarorkuna? Þrátt fyrir að sól skíni gjarnan skært á hlýjum sumardögum, þá er það mesta sem hægt er að fá úr sólarorku um fjórðungur uppsettu afli. Þetta sama hlutfall getur fallið allt niður í 10%.
Þrátt fyrir að sú sólarorka sem beinist að jörðinni á hverri sekúndu sé mörgþúsund sinnum meiri en öll sú orka sem heimsbyggðin notar hverju sinni, þá er tækni til nýtingar hennar einfaldlega ekki komin lengra en þetta. Vonandi stendur það til bóta, en ekkert bendir til þess á á þessari stundu, þó enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Svo er það auðvitað líka tilfellið, sem flestum ætti að vera kunnugt um, að sól skín ekki um nætur og er því ónothæf sem orkugjafi hálfan sólarhringinn á hálfri jörðinni hverju sinni.
Það skýtur því óneitanlega skökku við að ætla að byggja meirihluta allrar raforkuframleiðslu á orkugjöfum sem byggja á vindstyrk og sólskini. Samkvæmt gögnum frá Evrópusambandinu er um helmingur heildarorkunotkunar Evrópu vegna upphitunar eða kælingar bygginga.
Af þeirri staðreynd mætti draga þá ályktun að orkuframleiðsla, sama hvort þar ræðir um raforku eða varmaorku, ætti helst að vera óháð veðurfari hverju sinni. Ef hinn vísindalegi samhljómur er sá að loftslag jarðar fari hitnandi og að öfgar og óvissa í veðurfari muni hvort tveggja aukast, hljóta menn að spyrja sig: Er skynsamlegt að ætla að byggja þá grunnþörf samfélagsins sem raforku- og varmaframleiðsla er, á sífellt óútreiknanlegri veðri og vindum?
12.3.2023 | 11:20
Evrópukórinn kveðinn í kútinn
Samfylkingin og hliðarsjálf hans, Viðreisn, hefa haldið upp linnulausum áróðri um að ganga í ESB og taka upp EURO í stað krónunnar, þrátt fyrir skýrar upplýsingar um krónan sé okkar happapeningur. Endalaust söngl um að gera "samning um inngöngu" er ekki í boði, sama hversu oft sem sá söngur er kyrjaður breytist það ekki; það skal sótt um inngöngu á forsendum ESB, - annað er ekki í boði.
https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/2288133/#comments
"Málflutningur Evrópusinna hefur alltaf verið óheiðarlegur og byggst á blekkingum.
Að "kíkja í pakkann" er lygi. Aðildarsamningurinn er einfaldlega stofnsáttmáli Evrópusambandsins og hann hefur árum saman legið fyrir í íslenskri þýðingu.
Önnur lygi er að með inngöngu í ESB og upptöku evru muni verðtrygging hverfa af sjálfu sér eins og fyrir einhverja töfra. Hið rétta er að ekkert í reglum ESB og EMU segir til um hvaða lánsform aðildarríkin megi leyfa eða banna. Þegar ég vakti athygli sendiherra ESB á Íslandi á þessum galdramálflutningi íslenskra Evrópusinna var honum sýnilega brugðið og þvertók fyrir að fótur væri fyrir þessu, afnám verðtryggingar væri og yrði alltaf íslenskt innanríkismál.
Enn önnur lygi er meintur "kostnaður við krónuna" sem er sagður ógnarhár. Hið rétta er að það kostar íslenska ríkið ekki neitt að gefa út krónur. Þvert á móti hefur það hagnað af því. Sem dæmi kostar um 50 krónur að prenta einn tíuþúsundkall þannig að myntsláttughagnaður af hverjum seðli er 9.950 kr. Þar að auki kostar nákvæmlega ekkert að gefa út rafrænar krónur, eins og ríkið gerir með útgjöldum og bankar með útlánum.
Svo hefur aldrei verið útskýrt með hverju við eigum að borga fyrir allar þær evrur sem við hlytum að þurfa að kaupa ef við ætluðum að taka upp þann gjaldmiðil. Varla er neinn að fara að gefa okkur þær og fjarstæða að nokkur með heilu viti taki við greiðslu í krónum ef ætlunin væri að leggja þann gjaldmiðil niður. Snaróðir landsölumenn myndu þó varla setja það fyrir sig að afsala stórum hluta eigna ríkisins til að fá sína blautu evrudrauma uppfyllta."
Guðmundur Ásgeirsson
Svo mörg voru þau orð og rétt fyrir Evrópukórinn að láta nú þegar af lygaþvælu sinni, - í eitt skipti fyrir öll. (BVW)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2023 | 15:32
Að vera eða að ekki vera vanhæfur, þarna er efinn.
Mikið hefur gengið á og mikill pilsaþytur er í bæjarstjórn og þeim nefndum Múlaþings, þar sem ákveðinn einstaklingur hefur náð (hreðja-)tökum á þorra nefndarmanna (konur eru líka menn). Það í sjálfu sér er ekki vandamálið heldur hitt og öllu verra er að ekki má nein vitræn umræða eiga sér stað t.d. um hvað er best íbúum sveitarfélagsins í skipulagsmálum til framtíðar. Skynsemi meirihlutans hefur lent í einhverjum hrokafyllsta tætara sem sögur fara af.
Sérlega er viðkomandi fulltrúa uppsigað við fulltrúa Miðflokksins. Veira þessi virðist sérstaklega útbreidd veira innan Framsóknarflokksins, og nýtt er hvert tækifæri til að þagga niður í honum, þvert á lýðræðisleg vinnubrögð og fagleg.
Ekki er boði meirihlutans í Múlaþingi að eiga samtal við íbúa Egilsstaða um þungaumferð í bæjarfélaginu, þó meirihluti íbúanna hafi sagt sína skoðun á því máli í skoðanakönnun. Ævintýrið um Teigskóg er að endurtaka sig í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Önnur framboð dragast í kjölsogið en aðeins er farið að örla á að örfáir séu farnir að andæfa þessu makalausa framferði meirihlutans.
Önnur sveitafélög eru að vakna til meðvitundar um að reyna að færa þungaumferðina út fyrir bæjarfélögin og er Borgarnes með tillögur í þá átt. Það er þvert á það sem gert var í upphafi þegar áherslan var lögð á umferð í gegnum bæjarfélög og mikil áhersla lögð á það í Borgarnesi. Nú stendur til að bjóða út að byggja brú við Selfoss, til að létta á umferðinni innanbæjar.
En Framsóknarskonnortan æðir stjórnlaus áfram upp í grjótgarðinn, við stjórnvölinn er skipstjóri með leppa fyrir augum.
Hver er vanhæfastur í sveitastjórn Múlaþings?
Er það fyrsti maður á lista Framsóknar?
(BVW)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2023 | 22:54
Leyndarhyggja og laumuspil
Fréttatíminn 23. apríl, 2020, Enginn tók undir þetta hjá Þáverandi þingmanni Miðflokksins, Þórsteins Sæmundssonar. Einhverjir þeirra eru nú að vakna og sjá alvarleika málins. Þeir taka undir þetta, jafnvel farnir að gera málið að sínu.
"Okkur Íslendingum hefur gengið nokkuð illa að vinna úr ýmsum eftirmálum bankahrunsins sem varð hér fyrir rétt rúmum áratug. All erfitt hefur reynst að safna saman upplýsingum um margt það sem þá gerðist. Núverandi stjórnvöld hafa gengið nokkuð ákveðið fram í viðleitni sinni til að fela mál í leyndarhjúp. Sum gögn hafa verið læst inni til áratuga önnur er erfitt að nálgast og ýmist borið við bankaleynd eins og í tilfelli Eignarhaldsfélags Seðlabankans og Lindarhvols, persónuvernd líkt og með sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HMS), ellegar að um viðskiptaleyndarmál sé að ræða eins og um málefni Landsvirkjunar.
Ein af fremstu skyldum Alþingis og þar með alþingismanna er að sinna eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu og stofnunum ríkisins. Þingmenn hafa einkum þrjár leiðir til að vekja athygli á málum og/eða kalla eftir upplýsingum um þau. Það er með fyrirspurnum, með því að biðja um sérstaka umræðu um tiltekið mál eða vekja máls á þeim undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Í nokkur ár hefur pistilritari gert nokkrar tilraunir til að fá fram upplýsingar um tiltekin mál. Það hefur gengið misilla og mjög hægt. Mig langar hér að greina frá fyrirspurnum um eitt ákveðið efni Sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.
Á árunum eftir hrun misstu þúsundir fjölskyldna húsnæði sitt í hendur fjármálastofnana. Þær eignir voru síðar seldar ýmist ein og ein eða í kippum. Fjöldi einstaklinga sem missti húsnæði sitt á þessum tíma hefur verið í sambandi við þingmenn þar á meðal þann sem ritar þennan pistil í von um að fá að vita hvað varð um eignir þeirra. Einnig í von um að geta aftur eignast þak yfir höfuðið. Engin frásögn sem pistilritari hefur heyrt frá þessum aðilum lætur mann ósnortinn.
Ég sendi inn fyrstu fyrirspurn mína varðandi þetta mál snemma árs 2018. Ég fékk svar við hluta fyrirspurnarinnar rétt um ári síðar en vinnureglan er sú að fyrirspurnum þingmanna sé svarað innan hálfs mánaðar eða að beðið sé um frest til svara. Í þessu hluta svari kom fram að um 4.600 íbúðir höfðu verið teknar af fólki af Íbúðalánasjóði á árunum 2010 til ársloka 2017. Fyrir þær höfðu verið greiddar um 57 milljarðar króna. Þegar ég óskaði frekari upplýsinga þ.e. hverjir hefðu keypt var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Boðið var upp á að svar yrði send Alþingi og þinginu látið eftir hvort það yrði birt.
Eftir að hafa innt bæði félags- og barnamálaráðherra svo og dómsmálaráðherra eftir upplýsingum um kaupendur sem eru NB opinberar upplýsingar og liggja fyrir í þinglýsingabókum alls fimm sinnum á árunum 2018 og 2019 án þess að fá svör leitaði ég liðsinnis forseta Alþingis og forsætisnefndar. Rétt er hér að þakka viðbrögð forseta Alþingis og starfsmanna þess við þeirri bón.
Í framhaldi af því var unnið minnisblað af lögfræðisviði þingsins þar sem fram kemur að persónuverndarlög gilda ekki um Alþingi. Þar kemur einnig fram að Alþingi ritstýrir ekki svörum ráðherra við fyrirspurnum, svörin eru birt í Alþingistíðindum um leið og þau berast skv. þingskaparlögum. Að síðustu kemur fram í minnisblaðinu að svör þeirra tveggja ráðherra sem um ræðir við fyrirspurnum mínum standast hvorki þingskaparlög né lög um ráðherraábyrgð.
Svo langt var gengið að ráðherrarnir skirrðust ekki við að brjóta þingskaparlög og fara á svig við ráðherraábyrgð til að viðhalda þöggun í málinu en þetta hefur félags- og barnamálaráðherra nú gert undanfarin þrjú ár. Allt virðist lagt að veði til að koma í veg fyrir að opinberað verði hverjir gerðu sér veislu úr ógæfu annarra á árunum eftir hrun.
Með rök minnisblaðs lögfræðisviðs Alþingis í farteskinu lagði ég fyrirspurn mína fram í sjöunda sinn nú í byrjun febrúar. Svar hefur ekki borist en þegar ýtt var eftir málinu nýlega var skyndilega beðið um ótímabundinn frest til að svara fyrirspurninni sem nú varðar upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HBS) til síðustu áramóta.
Enn er beðið svars og í ljósi reynslunnar virðist félags- og barnamálaráðherra ætla að hanga á svarinu til þingloka en þá dettur fyrirspurnin uppfyrir og þarf að endurtaka hana á næsta þingi. Hvað er þá til ráða? Einfalda svarið er að hægt er að bera fram vantraust á ráðherra sem brýtur lög um ráðherraábyrgð. Hætt er við að meirihlutinn að baki viðkomandi slái um hann skjaldborg og felli vantraustið.
Færi svo tæki sami meirihluti ábyrgð á lögbrotum viðkomandi ráðherra. Það yrði athyglisverð niðurstaða. Annar möguleiki er að stefna ráðherrunum fyrir dóm til að fá upplýsingarnar fram. Eitt er víst að einskis verður látið ófreistað til að fá niðurstöðu í þessu máli.
Höfundur: Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins"
Hvað er verið að fela?
Hverjum er verið að hygla?
Hver situr beggjamegin borðs?
Svör óskast frá þeim sem vita.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)