Flutningslínur raforku – Flutningsgjöld raforku – Skattar til sveitarfélagsins.

012Um sveitarfélagið okkar Múlaþing liggja línur frá stórvirkjunum um allt land,norður, suður og austur til að flytja orkuna sem er framleitt á okkar svæði til notenda á öðrum landsvæðum.

Það vakna ýmsar spurningar þegar þetta mál er skoðað. Lögum var breytt fyrir nokkrum árum síðan, þar sem ákveðið var að skilja flutningsgjald raforku frá orkugjaldinu. Þetta þýðir að Landsnet er að taka inn stórar upphæðir af flutningi raforku frá sveitarfélaginu okkar og leggja undir sig mikið land þess vegna. Á Austurlandi er framleiddur helmingur allrar raforku á Íslandi með vatnsföllum í Múlaþingi.

Ég tel að tekjuöflun af þessu tagi eigi að vera skattskyld í okkar sveitarfélagi, þar sem tekjuöflunin fer fram á okkar landi. Með öðrum orðum hluti af því sem tekið er í flutningsgjald raforku og fer eftir línum sem liggja um Múlaþing ætti að fara í sveitarsjóð Múlaþings. Við verðum að berjast fyrir að viðurkennd verði skattlagning okkar á þessa tekjuöflun.

Þetta er eitt af þeim málum sem Miðflokkurinn mund berjast fyrir á komandi kjörtímabili ef hann fær aðstöðu til þess. Ég hvet þig kjósandi góður til að setja krossinn við M í kosningum næstkomandi laugardag

Björn Ármann Ólafsson

Í 4.sæti  M-lista Miðflokksins

Í Múlaþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband