Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
14.5.2022 | 17:05
Gestkvæmt í Kosningakaffi M-Listans
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2022 | 10:50
Kosningakaffi Miðflokksins í Múlaþingi
Kosningakaffið er kl 14:00
Skrifstofan opin frá klukkan 10:00
Heitt á könnunni í allan dag.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 21:40
Við höfum kjark til að breyta.
Ég er aðfluttur andskoti eins og það er stundum orðað og frá því að ég blandaði mér í pólitík á Héraði þá hafa verið háværar raddir íbúa í dreifbýlinu um sorphirðu og vetrarþjónustu. Það passar við þá fundi sem ég hef setið og rætt þessi mál. Krafan frá íbúum í dreifbýli er að þessi þjónusta verði löguð eða í það minnsta staðið við þá samninga sem hafa verið gerðir og þá dagskrá sem gefin hefur verið út, það er góð byrjun. Ítrekað hefur sveitastjórn í sínum svörum bent á verktakann, sem sér um sorphirðu fyrir sveitarfélagið, en ástandið skánar lítið. Hver er í vinnu hjá hverjum mætti spyrja?
Að laga sorphirðumálin er alls ekki flókið verkefni, stöndum við gefin loforð og metum svo stöðuna hvort það þurfi að bæta í.
Samgöngumál eru okkur afar mikilvæg og verðum við að standa vörð um að fá þær umbætur og framkvæmdir sem eru í vinnslu. Ein af aðalforsendum hjá mörgum fyrir að samþykkja þá sameiningu sem átti sér stað var að Fjarðarheiðargöng og Axarvegur kæmust á kortið og framkvæmdir myndu hefjast á næstu misserum. Við megum hvergi slaka á í þeirri baráttu!
Við þurfum að ákveða hvar ný Lagarfljótsbrú á að vera og hefjast handa við að skipuleggja það svo það verkefni komist í framkvæmd. Lagarfljótsbrúin ásamt Jökulsá á Fjöllum ( sem er sennilega lélegasta brúin á hringveginum ) eru þess valdandi að Múlaþing er að verða af umtalsverðum tekjum á Seyðisfjarðarhöfn vegna þess hversu léleg burðargetan er á þeim. Sá þungaflutningur hefur nú færst til Þorlákshafnar.
Framboð Miðflokksins mun beita sér fyrir, því að þessar brýr komist inn á samgönguáætlun.
Í skipulagsmálum þurfum við að hugsa stærra og lengra fram í tímann en hefur verið gert fram að þessu. Suðursvæðið svokallaða og svæðið innan við Selbrekku býður upp á magnað byggingarland. Við verðum að halda áfram að skipuleggja íbúabyggð, leikskóla og grunnskóla á því svæði. Mikilvægt er að uppfylla mismunandi þarfir um íbúðastærð og þar sem þörfin er mest teljum við nauðsyn á að byggja íbúðablokkir.
Nú í aðdraganda kosninga birtast loforðin í stríðum straumum frá framboðum í Múlaþingi, athyglisvert er að sjá sömu loforðin frá þeim sem hafa verið í meirihluta mörg kjörtímabil í röð og ekki en haft kjark til að standa við þau. En það virðist virka að dusta rykið af gömlum heitum, því miður
Við þurfum kjark til að breyta og taka ákvarðanir. Ekki láta blekkjast af loforðum, sem ekki er hægt að standa við.
Ég hvet alla til að nýta kosningaréttinn sinn og sýna kjark með því að setja X við M.
Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Hannes Hilmarsson
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 21:34
Kjördagurinn upp runninn
Kosningaskrifstofa Miðflokksins Lyngási 2 Egilsstöðum, er opin á kosningadaginn frá 10:00 til 22: +
Við verðum með kosningakaffi á Egilsstöðum á meðan skrifstofan er opin og í samvinnu við Björgunarsveitina Sveinunga á Borgarfirði í Fjarðarborg frá klukkan 14:00
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2022 | 14:34
Áttavitinn á ferð og flugi
Auglýsingastandurinn "ÁTTAVITINN" hefur vakið verðskuldaða athygli.
Nokkrir hafa gert athugasemd við staðsetningu hans á bílastæðum og þessir sjálfskipuðu stöðumæalaverðir hafa verið upplýstir um að bíll og kerra eru í fullum rétti á bílastæði.
Allra best er þegar ækið hefur verið á ferðinni um bæinn, að þeir bílstjórar sem maður mætir eru eitt sólskyns bros og væntanlega eru þeir glaðir í sinni í kjörklefanum þegar þeir ákveða að setja:
X við Miðflokkinn.
Vonandi nýta sem flestir rétt sinn til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins. Hver og einn ber ábyrgð á sínu atkvæði. En vitanlega er er best að kjósa Miðflokkinn, því hann vill ekki afhenda Vegagerðinni Íslands skipulagsvaldið, eins og núverandi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
X við M og málin eru í höfn.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um sveitarfélagið okkar Múlaþing liggja línur frá stórvirkjunum um allt land,norður, suður og austur til að flytja orkuna sem er framleitt á okkar svæði til notenda á öðrum landsvæðum.
Það vakna ýmsar spurningar þegar þetta mál er skoðað. Lögum var breytt fyrir nokkrum árum síðan, þar sem ákveðið var að skilja flutningsgjald raforku frá orkugjaldinu. Þetta þýðir að Landsnet er að taka inn stórar upphæðir af flutningi raforku frá sveitarfélaginu okkar og leggja undir sig mikið land þess vegna. Á Austurlandi er framleiddur helmingur allrar raforku á Íslandi með vatnsföllum í Múlaþingi.
Ég tel að tekjuöflun af þessu tagi eigi að vera skattskyld í okkar sveitarfélagi, þar sem tekjuöflunin fer fram á okkar landi. Með öðrum orðum hluti af því sem tekið er í flutningsgjald raforku og fer eftir línum sem liggja um Múlaþing ætti að fara í sveitarsjóð Múlaþings. Við verðum að berjast fyrir að viðurkennd verði skattlagning okkar á þessa tekjuöflun.
Þetta er eitt af þeim málum sem Miðflokkurinn mund berjast fyrir á komandi kjörtímabili ef hann fær aðstöðu til þess. Ég hvet þig kjósandi góður til að setja krossinn við M í kosningum næstkomandi laugardag
Björn Ármann Ólafsson
Í 4.sæti M-lista Miðflokksins
Í Múlaþingi
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2022 | 11:43
kosning.is með rangar upplýsingar um M-listann í Múlaþingi
Stjórnarráð Íslands er með síðu þar sem má nálgast öll framboðin til sveitastjórna 2022.
Listi Miðflokksdeildar Miðflokksins í Múlaþingi er ekki réttur á þeim lista. Þar vantar nafn Snorra Jónssonar í 6.sæti listans. Þar að auki eru heimilisfang Þórlaugar Öldu Gunnarsdóttur ekki rétt.
Búið er að senda athugasemd til stjórnaráðsins, en ef að líkum lætur verður engin leiðrétting framkvæmd fyrr en að níu til fimm fólkið mætir í vinnu á mánudag (9.5.2022).
Hér verður listinn birtur eins og hann var lagður fram:
1 | Þröstur Jónsson | Dalsseli 10 | Rafmagnsverkfræðingur |
2 | Hannes Karl Hilmarsson | Dalbrún 4 | Afgreiðslustjóri |
3 | Örn Bergmann Jónsson | Fjóluhvammi 11 | Athafnamaður |
4 | Björn Ármann Ólafsson | Miðvangi 6 | Skógarbóndi |
5 | Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, | Hléskógum 21 | Verslunarstóri |
6 | Snorri Jónsson | Miðtúni 1 | Verkstjóri |
7 | Sigurður Ragnarsson | Ullartanga 5 | Framkvæmdastjóri |
8 | Gestur Bergmann Gestson | Blöndubakka | Landbúnaðarverkamaður |
9 | Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir | Egilsseli 1 | Tæknistjóri |
10 | Guðjón Sigurðsson | Dalbakka 9 | Löndunarstjóri |
11 | Benedikt Vilhjámsson Warén | Hamragerði 3 | Rafeindavirkjameistari |
12 | Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir | Kaupvangi 6 | Verslunarstóri |
13 | Stefán Scheving Einarsson | Koltröð 15 | Verkamaður |
14 | Viðar Gunnlaugur Hauksson | Egilsseli 15 | Framkvæmdastjóri |
15 | Grétar Heimir Helgason | Hjallaseli 5 | Rafvirkjameistari |
16 | Sveinn Vilberg Stefánsson | Haugum 2 | Bóndi |
17 | Broddi Bjarni Bjarnason | Furuvöllum 1 | Pípulagningameistari |
18 | Rúnar Sigurðsson | Litluskógum 14 | Rafvirkjameistari |
19 | Ingjaldur Ragnarsson | Einbúablá 8 | Flugvallarstarfsmaður |
20 | Sunna Þórarinsdóttir | Lagarási 17 | Eldri borgari |
21 | Sigurbjörn Heiðdal | Brekku 6 | Forstöðumaður áhaldahúss |
22 | Pétur Guðvarðsson | Faxatröð 7 | Garðyrkjumaður |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2022 | 13:55
Framboðslisti Miðflokksdeildar í Múlaþingi
1. Þröstur Jónsson Rafmagnsverkfræðingur
2. Hannes Karl Hilmarsson Afgreiðslustjóri
2. Örn Bergmann Jónsson Athafnamaður
4. Björn Ármann Ólafsson Leiðsögmaður og skógarbóndi
5. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir Verslunarstjóri
6. Snorri Jónsson Verkstjóri
7. Sigurður Ragnarsson Framkvæmdastjóri
8. Gestur Bergmann Gestsson Landbúnaðarverkamaður
9. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tæknistjóri
10. Guðjón Sigurðsson Löndunarstjóri
11. Benedikt Vilhjámsson Warén Rafeindavirkjameistari
12. Ingibjörg Kristín B Gestsdóttir Verslunarstjóri
13. Stefán Scheving Einarsson Verkamaður
14. Viðar Gunnlaugur Hauksson Framkvæmdastjóri
15. Grétar Heimir Helgason Rafvirkjameistari
16. Sveinn Vilberg Stefánsson Bóndi
17. Broddi Bjarni Bjarnason Pípulagningameistari
18. Rúnar Sigurðsson Rafvirkjameistari
19. Ingjaldur Ragnarsson Flugvallarstarfsmaður
20. Sunna Þórarinsdóttir Eldri borgari
21. Sigurbjörn Heiðdal Forstöðumaður áhaldahúss
22. Pétur Guðvarðsson Garðyrkjumaður
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 30.4.2022 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2022 | 17:55
Vingulsháttur meirihlutans í Múlaþingi
Í mörg ár hefur verið rætt um atvinnufulltrúa á Fljótsdalshéraði, en framsóknarmönnum hefur tekist að þumbast og slá verkefninu ítrekað á frest. Fulltrúi Miðflokksinsins flutti að lokum um það eftirfarandi tillögu.
Tillaga um Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa
Fundur Atvinnu- og menningarnefndar, haldinn 11. febrúar 2019, hvetur til að
ráðinn verði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020. Gert verði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Greinagerð:
Í meðfylgjandi skipuriti er sláandi tómur reitur atvinnu- ferða- og kynningarmála, þar sem öflugur einstaklingur ætti að vera skráður. Atvinnumálin í víðum skilningi þess orðs, eru stór þáttur í hverju sveitarfélagi og því þarf að gera þeim hátt undir höfði, ekki síst vegna áforma um sameiningu sveitarfélaga.
Fyrsta verkefni slíks atvinnu- ferða- og kynningarfulltrúa væri að skipuleggja atvinnusýningu í Íþróttahúsinu árið 2020 og kalla til atvinnufyrirtæki í framleiðslu, verslun, ferðaþjónustu og annarri þeirri starfsemi, sem kynnir svæðið að hluta eða í heild. Slíkt verkefni yrði krefjandi fyrir nýráðinn starfsmann, sem fengi að kynnast því sem er í gangi á svæðinu, ræða við stjórnendur fyrirtækja og geta síðan einbeitt sér að nýjum verkefnum og aðstoðað þau sem fyrir eru. Næsta verkefni er að vinna að framgangi gagnavers.
Afgreiðsla Atvinnu- og menningarnefndar var eftirfarandi:
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Einnig verði málið tekið til skoðunar í yfirstandandi sameiningarviðræðum sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en einn sat hjá (ÍKH).
(ÍKH er Ívar Karl Hafliðason sem skipar nú annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.)
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
- Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
Framvindan? Ekkert gerðist.
Þökk sé fulltrúum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi.
Sömu sviknu loforðin kosningar eftir kosningar.
Eru kjósendur sáttir við slík vinnubrögð?
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)